Alltaf sömu karlarnir því það hættir enginn Kristján Már Unnarsson skrifar 2. apríl 2021 07:50 Sturla Þórðarson, skipstjóri á Beiti NK. Sigurjón Ólason Það er enginn undir þrítugu í áhöfn Beitis NK, skipi Síldarvinnslunnar í Neskaupstað, og sá elsti á dekki er 65 ára. Áður fyrr var algengt að sautján-átján ára gamlir strákar væru á loðnuveiðunum. „Þetta eru alltaf sömu karlarnir, í tíu-tuttugu ár. Það hættir enginn,“ segir Sturla Þórðarson skipstjóri í þættinum Um land allt á Stöð 2. Þar er fylgst með loðnuveiðum þar sem skipin eru í mokfiskeríi í norðanverðum Faxaflóa á síðustu dögum vertíðarinnar. Víðir Pálsson háseti.Sigurjón Ólason Tveir eru um hvert pláss. Sjómennirnir vinna í skiptikerfi, vinna bara hálft árið, en hafa samt góðar tekjur. Þetta eru raunar einhver eftirsóttustu plássin í fiskveiðiflotanum. „Þetta þykja mjög góð pláss á þessum uppsjávarskipum. Það er bara þannig,“ segir Víðir Pálsson háseti, sem er að verða fimmtugur en hann byrjaði sextán ára gamall á sjó. Helgi Freyr Ólason háseti.Sigurjón Ólason „Við erum með gott skip og góðan aðbúnað,“ segir Helgi Freyr Ólason, sem er búinn að vera sjómaður í fimmtán ár. „Þetta er það öflugasta á Íslandi, það stærsta,“ segir Guðjón Sveinsson, fyrsti vélstjóri, um fiskiskipið en tveir vélstjórar eru ávallt um borð í hverri ferð. Guðjón Sveinsson, fyrsti vélstjóri.Sigurjón Ólason „Við komum með stærstu farmana, getum komið með 3.200 tonn í einni ferð. Getum verið að punda út á skrúfu tíu þúsund hestöflum, með aðalvél og svo ljósavél inn á líka,“ segir vélstjórinn. Herbert Jónsson yfirstýrimaður.Sigurjón Ólason „Það eru allir rosagóðir vinir hérna. Það skiptir ekki máli hvað gengur á hérna. Það er alltaf sama stemmningin, sko. Þeir eru kátir hérna,“ segir Herbert Jónsson yfirstýrimaður. Hér má sjá sex mínútna myndskeið úr þættinum: Um land allt Sjávarútvegur Fjarðabyggð Vinnustaðurinn Tengdar fréttir Ævintýraleg öflun verðmæta á skömmum tíma á loðnuvertíð Það er óhætt að tala um loðnuævintýri miðað við útflutningsverðmæti síðasta loðnufarms fiskiskipsins Beitis, sem reyndist 650 milljónir króna. Það tók áhöfn skipsins aðeins átta klukkustundir að ná aflanum um borð. 29. mars 2021 23:34 Höfum öll ofboðslega gott af því að finna hvað heldur okkur gangandi „Það er bara gaman að vinna á vertíð. Það eru vaktir. Það er fjör. Þú finnur það að þú ert að bjarga verðmætum og að þetta skiptir máli. Ég held að við höfum öll bara ofboðslega gott af því að vera svona með puttann á púlsinum á því hvað heldur okkur gangandi,“ segir Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, um eigin reynslu af því að vinna á loðnuvertíð. 28. mars 2021 23:00 Loðnuvertíðin á lokametrunum: „Ævintýralegt fiskerí“ „Þetta er eiginlega búið að vera ævintýralegt fiskerí,“ sagði fréttamaðurinn Kristján Már Unnarsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld þar sem hann var staddur um borð í Beiti NK-123. Veiðin hefur gengið vel og er Beitir kominn með næstum 1.500 tonn. 6. mars 2021 21:00 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir RÚV hættir með tíufréttir Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Sjá meira
„Þetta eru alltaf sömu karlarnir, í tíu-tuttugu ár. Það hættir enginn,“ segir Sturla Þórðarson skipstjóri í þættinum Um land allt á Stöð 2. Þar er fylgst með loðnuveiðum þar sem skipin eru í mokfiskeríi í norðanverðum Faxaflóa á síðustu dögum vertíðarinnar. Víðir Pálsson háseti.Sigurjón Ólason Tveir eru um hvert pláss. Sjómennirnir vinna í skiptikerfi, vinna bara hálft árið, en hafa samt góðar tekjur. Þetta eru raunar einhver eftirsóttustu plássin í fiskveiðiflotanum. „Þetta þykja mjög góð pláss á þessum uppsjávarskipum. Það er bara þannig,“ segir Víðir Pálsson háseti, sem er að verða fimmtugur en hann byrjaði sextán ára gamall á sjó. Helgi Freyr Ólason háseti.Sigurjón Ólason „Við erum með gott skip og góðan aðbúnað,“ segir Helgi Freyr Ólason, sem er búinn að vera sjómaður í fimmtán ár. „Þetta er það öflugasta á Íslandi, það stærsta,“ segir Guðjón Sveinsson, fyrsti vélstjóri, um fiskiskipið en tveir vélstjórar eru ávallt um borð í hverri ferð. Guðjón Sveinsson, fyrsti vélstjóri.Sigurjón Ólason „Við komum með stærstu farmana, getum komið með 3.200 tonn í einni ferð. Getum verið að punda út á skrúfu tíu þúsund hestöflum, með aðalvél og svo ljósavél inn á líka,“ segir vélstjórinn. Herbert Jónsson yfirstýrimaður.Sigurjón Ólason „Það eru allir rosagóðir vinir hérna. Það skiptir ekki máli hvað gengur á hérna. Það er alltaf sama stemmningin, sko. Þeir eru kátir hérna,“ segir Herbert Jónsson yfirstýrimaður. Hér má sjá sex mínútna myndskeið úr þættinum:
Um land allt Sjávarútvegur Fjarðabyggð Vinnustaðurinn Tengdar fréttir Ævintýraleg öflun verðmæta á skömmum tíma á loðnuvertíð Það er óhætt að tala um loðnuævintýri miðað við útflutningsverðmæti síðasta loðnufarms fiskiskipsins Beitis, sem reyndist 650 milljónir króna. Það tók áhöfn skipsins aðeins átta klukkustundir að ná aflanum um borð. 29. mars 2021 23:34 Höfum öll ofboðslega gott af því að finna hvað heldur okkur gangandi „Það er bara gaman að vinna á vertíð. Það eru vaktir. Það er fjör. Þú finnur það að þú ert að bjarga verðmætum og að þetta skiptir máli. Ég held að við höfum öll bara ofboðslega gott af því að vera svona með puttann á púlsinum á því hvað heldur okkur gangandi,“ segir Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, um eigin reynslu af því að vinna á loðnuvertíð. 28. mars 2021 23:00 Loðnuvertíðin á lokametrunum: „Ævintýralegt fiskerí“ „Þetta er eiginlega búið að vera ævintýralegt fiskerí,“ sagði fréttamaðurinn Kristján Már Unnarsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld þar sem hann var staddur um borð í Beiti NK-123. Veiðin hefur gengið vel og er Beitir kominn með næstum 1.500 tonn. 6. mars 2021 21:00 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir RÚV hættir með tíufréttir Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Sjá meira
Ævintýraleg öflun verðmæta á skömmum tíma á loðnuvertíð Það er óhætt að tala um loðnuævintýri miðað við útflutningsverðmæti síðasta loðnufarms fiskiskipsins Beitis, sem reyndist 650 milljónir króna. Það tók áhöfn skipsins aðeins átta klukkustundir að ná aflanum um borð. 29. mars 2021 23:34
Höfum öll ofboðslega gott af því að finna hvað heldur okkur gangandi „Það er bara gaman að vinna á vertíð. Það eru vaktir. Það er fjör. Þú finnur það að þú ert að bjarga verðmætum og að þetta skiptir máli. Ég held að við höfum öll bara ofboðslega gott af því að vera svona með puttann á púlsinum á því hvað heldur okkur gangandi,“ segir Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, um eigin reynslu af því að vinna á loðnuvertíð. 28. mars 2021 23:00
Loðnuvertíðin á lokametrunum: „Ævintýralegt fiskerí“ „Þetta er eiginlega búið að vera ævintýralegt fiskerí,“ sagði fréttamaðurinn Kristján Már Unnarsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld þar sem hann var staddur um borð í Beiti NK-123. Veiðin hefur gengið vel og er Beitir kominn með næstum 1.500 tonn. 6. mars 2021 21:00