Volkswagen laug til um nafnabreytingu Atli Ísleifsson skrifar 31. mars 2021 09:37 Fréttaveiturnar AP og AFP, auk USA Today, CNBC og Washington Post voru í hópi þeirra miðla sem sögðu frá breytingunni. Getty Volkswagen í Bandaríkjunum laug að fjölmiðlum þegar sendar voru út fréttatilkynningar á mánudag og þriðjudag um að til stæði að breyta nafni starfseminnar úr „Volkswagen of America“ í „Voltswagen of America“. Var það sagt gert til að undirstrika aukna áherslu á rafbílaframleiðslu félagsins. Vísir sagði frá málinu í gær, en síðdegis staðfesti fulltrúi Volkswagen í Bandaríkjunum að málið væri gabb og kynningarbrella. Volkswagen mun halda nafninu og ekki breyta nafninu í Voltswagen, segir talsmaðurinn Mark Gillies. Fréttaveiturnar AP og AFP, auk USA Today, CNBC og Washington Post voru í hópi þeirra miðla sem sögðu frá nafnabreytingunni í gær. Bandarískir fjölmiðlar spurðu fulltrúa framleiðendans ítrekað um hvort nafnabreytingin væri sannarlega sönn og fengu þau svör að svo væri. „Við ætluðum ekki að plata neinn. Málið var kynningarbrella til að fá fólk til að tala um [rafbílinn] ID.4,“ sagði talsmaður Volkswagen við Wall Street Journal. Fréttatilkynningin hefur nú verið fjarlægð af heimasíðu Volkswagen í Bandaríkjunum. Nú hluti af falsfréttavandanum Nathan Bomey, viðskiptablaðamaður USA Today, er allt annað ánægður með framferði Volkswagen og segir félagið nú vera hluta af vandamálinu þegar komi að falsfréttum í heiminum. Dear Volkswagen: You lied to me. You lied to AP, CNBC, Reuters and various trade pubs. This was not a joke. It was deception. In case you hadn t noticed, we have a misinformation problem in this country. Now you re part of it. Why should anyone trust you again? https://t.co/1rcKT7p0u5— Nathan Bomey (@NathanBomey) March 30, 2021 Lauren Easton hjá AP segir fréttaveituna hafa fengið ítrekaðar staðfestingar frá Volkswagen um að til stæði að breyta nafninu og AP hafi komið þeim upplýsingum á framfæri. „Nú vitum við að þetta var ekki satt. Við höfum leitétt grein okkar og birt nýja eftir játningar fyrirtækisins. Þetta og allar birtingar falskra upplýsinga koma niður á góðri fréttamennsku og bitna á hagsmunum almennings.“ Í tengslum við lygar og kynningarmál Volkswagen hafa nú verið rifjaðar upp fyrri lygar félagsins um útblástur bíla fyrirtækisins þar sem sérstökum búnaði hafi verið komið fyrir í bílunum til að svindla á útblástursmælingum. Varð hneykslið kallað „Dieselgate“ og neyddist bílaframleiðandinn til að greiða milljarða króna í sekt. Bílar Bandaríkin Þýskaland Auglýsinga- og markaðsmál Útblásturshneyksli Volkswagen Fjölmiðlar Mest lesið Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Sjá meira
Vísir sagði frá málinu í gær, en síðdegis staðfesti fulltrúi Volkswagen í Bandaríkjunum að málið væri gabb og kynningarbrella. Volkswagen mun halda nafninu og ekki breyta nafninu í Voltswagen, segir talsmaðurinn Mark Gillies. Fréttaveiturnar AP og AFP, auk USA Today, CNBC og Washington Post voru í hópi þeirra miðla sem sögðu frá nafnabreytingunni í gær. Bandarískir fjölmiðlar spurðu fulltrúa framleiðendans ítrekað um hvort nafnabreytingin væri sannarlega sönn og fengu þau svör að svo væri. „Við ætluðum ekki að plata neinn. Málið var kynningarbrella til að fá fólk til að tala um [rafbílinn] ID.4,“ sagði talsmaður Volkswagen við Wall Street Journal. Fréttatilkynningin hefur nú verið fjarlægð af heimasíðu Volkswagen í Bandaríkjunum. Nú hluti af falsfréttavandanum Nathan Bomey, viðskiptablaðamaður USA Today, er allt annað ánægður með framferði Volkswagen og segir félagið nú vera hluta af vandamálinu þegar komi að falsfréttum í heiminum. Dear Volkswagen: You lied to me. You lied to AP, CNBC, Reuters and various trade pubs. This was not a joke. It was deception. In case you hadn t noticed, we have a misinformation problem in this country. Now you re part of it. Why should anyone trust you again? https://t.co/1rcKT7p0u5— Nathan Bomey (@NathanBomey) March 30, 2021 Lauren Easton hjá AP segir fréttaveituna hafa fengið ítrekaðar staðfestingar frá Volkswagen um að til stæði að breyta nafninu og AP hafi komið þeim upplýsingum á framfæri. „Nú vitum við að þetta var ekki satt. Við höfum leitétt grein okkar og birt nýja eftir játningar fyrirtækisins. Þetta og allar birtingar falskra upplýsinga koma niður á góðri fréttamennsku og bitna á hagsmunum almennings.“ Í tengslum við lygar og kynningarmál Volkswagen hafa nú verið rifjaðar upp fyrri lygar félagsins um útblástur bíla fyrirtækisins þar sem sérstökum búnaði hafi verið komið fyrir í bílunum til að svindla á útblástursmælingum. Varð hneykslið kallað „Dieselgate“ og neyddist bílaframleiðandinn til að greiða milljarða króna í sekt.
Bílar Bandaríkin Þýskaland Auglýsinga- og markaðsmál Útblásturshneyksli Volkswagen Fjölmiðlar Mest lesið Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur