Að því er segir í dagbók lögreglu hafði öryggisvörður í versluninni bent konu sem þar kom inn að grímunotkun væri skylda. Konan neitaði að setja upp grímu og réðst svo á öryggisvörðinn.
Hún hrinti honum, klóraði hann í andlitið og potaði í augað á honum. Konan hljóp síðan af vettvangi.
Í dagbók lögreglu kemur fram að atvikið hafi náðst á upptöku og þekkti lögregla konuna af fyrri afskiptum. Málið er í rannsókn.