Fólk á gosstöðvunum fram á nótt og óljóst hvenær verður opnað í dag Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 31. mars 2021 06:46 Þessi mynd er tekin á gosstöðvunum í gærkvöldi en á henni má sjá glitta í höfuðljós fjölda þeirra sem lögðu leið sína á svæðið. Vísir/Vilhelm Fólk var á gosstöðvunum fram á nótt og voru síðustu gestirnir ekki farnir af svæðinu fyrr en um tvöleytið að sögn lögreglunnar á Suðurnesjum. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er óljóst hvenær gossvæðið verður opnað í dag en líkt og í fyrrakvöld var því lokað á miðnætti og hófst þá rýming. Gríðarleg ásókn var á gosstöðvarnar í gær og á endanum var gripið til þess ráðs að loka svæðinu fyrir bílaumferð þar sem allt var orðið fullt á stæðunum sem útbúin hafa verið. Nokkuð var þó um að fólk léti það ekki stoppa sig og gengu menn þess í stað frá Grindavík eftir Suðurstrandavegi. Lögreglan segir í samtali við fréttastofu að ætli menn sér að gera slíkt verði fólk að átta sig á því að þá er verið að bæta 16 kílómetrum við gönguna, en um átta kílómetrar eru frá Grindavík og að uppgönguleiðinni að gosinu. Nokkuð hafi verið um illa búið fólk og áréttar lögregla mikilvægi þess að vera með endurskinsmerki ætli það sér að ganga frá Grindavík, því mikið hafi verið um dökkklætt fólk í vegarkantinum á Suðurstrandarvegi í gærkvöldi og í nótt. Allt hafi þó gengið stórslysalaust fyrir sig og stendur til að funda um framhaldið með morgninum. Því er enn óljóst hvenær gönguleiðin verður opnuð í dag. Lítið er svo að frétta af gosinu sjálfu annað en að það staðan er svipuð. Hraunrennsli virðist svipað og verið hefur og skjálftavirkni er ekki mikil á svæðinu samkvæmt náttúruvárvakt Veðurstofu Íslands. Samkvæmt gasmengunarspá sem birt er á vef Veðurstofunnar er spáð vestlægri og suðvestlægri átt nú fyrir hádegi. Mengunina mun því leggja yfir byggð bæði á höfuðborgarsvæðinu sem og á Suðurlandi. Undir kvöld er svo spáð vestanátt og verður þá mun minni mengun á höfuðborgarsvæðinu en áfram er líklegt að brennisteinslyktar verði vart á Suðurlandi, það er í Þorlákshöfn, Hveragerði, á Selfossi og í uppsveitum þar norðan af. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Innlent Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Erlent Fleiri fréttir Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Sjá meira
Gríðarleg ásókn var á gosstöðvarnar í gær og á endanum var gripið til þess ráðs að loka svæðinu fyrir bílaumferð þar sem allt var orðið fullt á stæðunum sem útbúin hafa verið. Nokkuð var þó um að fólk léti það ekki stoppa sig og gengu menn þess í stað frá Grindavík eftir Suðurstrandavegi. Lögreglan segir í samtali við fréttastofu að ætli menn sér að gera slíkt verði fólk að átta sig á því að þá er verið að bæta 16 kílómetrum við gönguna, en um átta kílómetrar eru frá Grindavík og að uppgönguleiðinni að gosinu. Nokkuð hafi verið um illa búið fólk og áréttar lögregla mikilvægi þess að vera með endurskinsmerki ætli það sér að ganga frá Grindavík, því mikið hafi verið um dökkklætt fólk í vegarkantinum á Suðurstrandarvegi í gærkvöldi og í nótt. Allt hafi þó gengið stórslysalaust fyrir sig og stendur til að funda um framhaldið með morgninum. Því er enn óljóst hvenær gönguleiðin verður opnuð í dag. Lítið er svo að frétta af gosinu sjálfu annað en að það staðan er svipuð. Hraunrennsli virðist svipað og verið hefur og skjálftavirkni er ekki mikil á svæðinu samkvæmt náttúruvárvakt Veðurstofu Íslands. Samkvæmt gasmengunarspá sem birt er á vef Veðurstofunnar er spáð vestlægri og suðvestlægri átt nú fyrir hádegi. Mengunina mun því leggja yfir byggð bæði á höfuðborgarsvæðinu sem og á Suðurlandi. Undir kvöld er svo spáð vestanátt og verður þá mun minni mengun á höfuðborgarsvæðinu en áfram er líklegt að brennisteinslyktar verði vart á Suðurlandi, það er í Þorlákshöfn, Hveragerði, á Selfossi og í uppsveitum þar norðan af.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Innlent Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Erlent Fleiri fréttir Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Sjá meira