Fólk á gosstöðvunum fram á nótt og óljóst hvenær verður opnað í dag Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 31. mars 2021 06:46 Þessi mynd er tekin á gosstöðvunum í gærkvöldi en á henni má sjá glitta í höfuðljós fjölda þeirra sem lögðu leið sína á svæðið. Vísir/Vilhelm Fólk var á gosstöðvunum fram á nótt og voru síðustu gestirnir ekki farnir af svæðinu fyrr en um tvöleytið að sögn lögreglunnar á Suðurnesjum. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er óljóst hvenær gossvæðið verður opnað í dag en líkt og í fyrrakvöld var því lokað á miðnætti og hófst þá rýming. Gríðarleg ásókn var á gosstöðvarnar í gær og á endanum var gripið til þess ráðs að loka svæðinu fyrir bílaumferð þar sem allt var orðið fullt á stæðunum sem útbúin hafa verið. Nokkuð var þó um að fólk léti það ekki stoppa sig og gengu menn þess í stað frá Grindavík eftir Suðurstrandavegi. Lögreglan segir í samtali við fréttastofu að ætli menn sér að gera slíkt verði fólk að átta sig á því að þá er verið að bæta 16 kílómetrum við gönguna, en um átta kílómetrar eru frá Grindavík og að uppgönguleiðinni að gosinu. Nokkuð hafi verið um illa búið fólk og áréttar lögregla mikilvægi þess að vera með endurskinsmerki ætli það sér að ganga frá Grindavík, því mikið hafi verið um dökkklætt fólk í vegarkantinum á Suðurstrandarvegi í gærkvöldi og í nótt. Allt hafi þó gengið stórslysalaust fyrir sig og stendur til að funda um framhaldið með morgninum. Því er enn óljóst hvenær gönguleiðin verður opnuð í dag. Lítið er svo að frétta af gosinu sjálfu annað en að það staðan er svipuð. Hraunrennsli virðist svipað og verið hefur og skjálftavirkni er ekki mikil á svæðinu samkvæmt náttúruvárvakt Veðurstofu Íslands. Samkvæmt gasmengunarspá sem birt er á vef Veðurstofunnar er spáð vestlægri og suðvestlægri átt nú fyrir hádegi. Mengunina mun því leggja yfir byggð bæði á höfuðborgarsvæðinu sem og á Suðurlandi. Undir kvöld er svo spáð vestanátt og verður þá mun minni mengun á höfuðborgarsvæðinu en áfram er líklegt að brennisteinslyktar verði vart á Suðurlandi, það er í Þorlákshöfn, Hveragerði, á Selfossi og í uppsveitum þar norðan af. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Innlent Fleiri fréttir „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Sjá meira
Gríðarleg ásókn var á gosstöðvarnar í gær og á endanum var gripið til þess ráðs að loka svæðinu fyrir bílaumferð þar sem allt var orðið fullt á stæðunum sem útbúin hafa verið. Nokkuð var þó um að fólk léti það ekki stoppa sig og gengu menn þess í stað frá Grindavík eftir Suðurstrandavegi. Lögreglan segir í samtali við fréttastofu að ætli menn sér að gera slíkt verði fólk að átta sig á því að þá er verið að bæta 16 kílómetrum við gönguna, en um átta kílómetrar eru frá Grindavík og að uppgönguleiðinni að gosinu. Nokkuð hafi verið um illa búið fólk og áréttar lögregla mikilvægi þess að vera með endurskinsmerki ætli það sér að ganga frá Grindavík, því mikið hafi verið um dökkklætt fólk í vegarkantinum á Suðurstrandarvegi í gærkvöldi og í nótt. Allt hafi þó gengið stórslysalaust fyrir sig og stendur til að funda um framhaldið með morgninum. Því er enn óljóst hvenær gönguleiðin verður opnuð í dag. Lítið er svo að frétta af gosinu sjálfu annað en að það staðan er svipuð. Hraunrennsli virðist svipað og verið hefur og skjálftavirkni er ekki mikil á svæðinu samkvæmt náttúruvárvakt Veðurstofu Íslands. Samkvæmt gasmengunarspá sem birt er á vef Veðurstofunnar er spáð vestlægri og suðvestlægri átt nú fyrir hádegi. Mengunina mun því leggja yfir byggð bæði á höfuðborgarsvæðinu sem og á Suðurlandi. Undir kvöld er svo spáð vestanátt og verður þá mun minni mengun á höfuðborgarsvæðinu en áfram er líklegt að brennisteinslyktar verði vart á Suðurlandi, það er í Þorlákshöfn, Hveragerði, á Selfossi og í uppsveitum þar norðan af.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Innlent Fleiri fréttir „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Sjá meira