Árás á kvenréttindi í einu landi er árás á kvenréttindi alls staðar Tatjana Latinovic skrifar 31. mars 2021 07:00 Það berast slæmar fréttir frá Tyrklandi þar sem Recep Tayyip Erdogan forseti lýsti nýlega því yfir að Tyrkland segði sig frá samningi Evrópuráðsins um forvarnir og baráttu gegn ofbeldi gagnvart konum og heimilisofbeldi, svokölluðum Istanbúlsamningi. Þessi ákvörðun Tyrklandsforseta er mikið bakslag í jafnréttisbaráttunni á alþjóðavettvangi og skýrt merki þess að kvenréttindi og mannréttindi eiga undir högg að sækja. Istanbúlsamningurinn er fyrsta alþjóðlega verkfærið sem tekur heildstætt á ofbeldi gegn konum. Samningurinn hefur bæði forvarnargildi og vinnur beint gegn kynbundnu ofbeldi. Í samningnum er að finna yfirgripsmikið regluverk og stefnumarkmið sem fyrirbyggir ofbeldi, styður brotaþola og myndar refsiramma fyrir gerendur. Ísland er meðal þeirra 34 ríkja sem hafa fullgilt samninginn, en alls hafa 45 þjóðríki og Evrópusambandið undirritað hann. Ákvörðun Tyrklands að rifta þessum samningi er ekki aðeins aðför að konum heldur einnig að hinsegin fólki, minnihlutahópum og viðkvæmum hópum. Með því er ekki einungis verið að halda aftur af og koma í veg fyrir aukið jafnrétti í Tyrklandi, heldur Evrópu allri því ákvörðunin setur hættulegt fordæmi fyrir önnur ríki þar sem mannréttindi og lýðræði kunna að standa höllum fæti. Kvenréttindafélag Íslands hefur sent bréf til Katrínar Jakobsdóttur forsætis- og jafnréttismálaráðherra og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra með hvatningu til íslenskra stjórnvalda um að uppfylla skuldbindingar sínar sem aðildarríki Evrópuráðsins og ríki sem fullgilt hefur Istanbúlsamninginn. Í bréfunum eru þau hvött til að grípa til eftirfarandi aðgerða: • Að hvetja tyrknesk stjórnvöld til að draga til baka ákvörðun sína um að segja sig frá Istanbúlsamningnum. • Að hvetja öll aðildarríki Evrópuráðsins og ríki sem undirritað hafa Istanbúlsamninginn að beita öllum lagalegum og pólitískum ráðum til að koma í veg fyrir að Tyrkland geti sagt sig frá Istanbúlsamningnum. • Að hvetja öll aðildarríki Evrópuráðsins til að fullgilda Istanbúlsamninginn tafarlaust og skilyrðislaust, hafi það ekki þegar verið gert. Með þessum aðgerðum geta íslensk stjórnvöld sýnt pólitíska forystu á alþjóðavettvangi og verið öðrum þjóðum leiðarljós í jafnréttismálum. Staða kvenna hefur snarversnað á tímum alheimsfaraldurs COVID-19 um heim allan. Konur eru sérstaklega útsettar fyrir afleiðingum efnahagskreppunnar sem fylgt hefur faraldrinum og hafa þurft að bera þunga byrði í umönnunarstörfum. Ofbeldi gegn konum og börnum hefur á sama tíma aukist, og er Ísland þar engin undantekning. Tilkynningum um heimilisofbeldi á Íslandi hefur fjölgað í kjölfar COVID-19, sem og tilkynningum til barnaverndar. Það er á tímum sem þessum sem mikilvægi alþjóðlegra samninga gegn ofbeldi, líkt og Istanbúlsamningsins, er augljóst. Nú er nauðsynlegt að allar þjóðir heims taki höndum saman, bregðist við bakslaginu í kvenréttindum og tryggi áframhaldandi framþróun í jafnréttismálum. Árás á kvenréttindi í einu landi er árás á kvenréttindi alls staðar. Allar konur og stúlkur eiga það skilið að lifa lífi sínu frjálsar frá ofbeldi. Grípum til aðgerða strax! Höfundur er formaður Kvenréttindafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Tyrkland Tatjana Latinovic Mest lesið Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Morðæðið á Gaza - Vitfirringin má ekki eyðileggja mennskuna Jón Baldvin Hannesson Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Það berast slæmar fréttir frá Tyrklandi þar sem Recep Tayyip Erdogan forseti lýsti nýlega því yfir að Tyrkland segði sig frá samningi Evrópuráðsins um forvarnir og baráttu gegn ofbeldi gagnvart konum og heimilisofbeldi, svokölluðum Istanbúlsamningi. Þessi ákvörðun Tyrklandsforseta er mikið bakslag í jafnréttisbaráttunni á alþjóðavettvangi og skýrt merki þess að kvenréttindi og mannréttindi eiga undir högg að sækja. Istanbúlsamningurinn er fyrsta alþjóðlega verkfærið sem tekur heildstætt á ofbeldi gegn konum. Samningurinn hefur bæði forvarnargildi og vinnur beint gegn kynbundnu ofbeldi. Í samningnum er að finna yfirgripsmikið regluverk og stefnumarkmið sem fyrirbyggir ofbeldi, styður brotaþola og myndar refsiramma fyrir gerendur. Ísland er meðal þeirra 34 ríkja sem hafa fullgilt samninginn, en alls hafa 45 þjóðríki og Evrópusambandið undirritað hann. Ákvörðun Tyrklands að rifta þessum samningi er ekki aðeins aðför að konum heldur einnig að hinsegin fólki, minnihlutahópum og viðkvæmum hópum. Með því er ekki einungis verið að halda aftur af og koma í veg fyrir aukið jafnrétti í Tyrklandi, heldur Evrópu allri því ákvörðunin setur hættulegt fordæmi fyrir önnur ríki þar sem mannréttindi og lýðræði kunna að standa höllum fæti. Kvenréttindafélag Íslands hefur sent bréf til Katrínar Jakobsdóttur forsætis- og jafnréttismálaráðherra og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra með hvatningu til íslenskra stjórnvalda um að uppfylla skuldbindingar sínar sem aðildarríki Evrópuráðsins og ríki sem fullgilt hefur Istanbúlsamninginn. Í bréfunum eru þau hvött til að grípa til eftirfarandi aðgerða: • Að hvetja tyrknesk stjórnvöld til að draga til baka ákvörðun sína um að segja sig frá Istanbúlsamningnum. • Að hvetja öll aðildarríki Evrópuráðsins og ríki sem undirritað hafa Istanbúlsamninginn að beita öllum lagalegum og pólitískum ráðum til að koma í veg fyrir að Tyrkland geti sagt sig frá Istanbúlsamningnum. • Að hvetja öll aðildarríki Evrópuráðsins til að fullgilda Istanbúlsamninginn tafarlaust og skilyrðislaust, hafi það ekki þegar verið gert. Með þessum aðgerðum geta íslensk stjórnvöld sýnt pólitíska forystu á alþjóðavettvangi og verið öðrum þjóðum leiðarljós í jafnréttismálum. Staða kvenna hefur snarversnað á tímum alheimsfaraldurs COVID-19 um heim allan. Konur eru sérstaklega útsettar fyrir afleiðingum efnahagskreppunnar sem fylgt hefur faraldrinum og hafa þurft að bera þunga byrði í umönnunarstörfum. Ofbeldi gegn konum og börnum hefur á sama tíma aukist, og er Ísland þar engin undantekning. Tilkynningum um heimilisofbeldi á Íslandi hefur fjölgað í kjölfar COVID-19, sem og tilkynningum til barnaverndar. Það er á tímum sem þessum sem mikilvægi alþjóðlegra samninga gegn ofbeldi, líkt og Istanbúlsamningsins, er augljóst. Nú er nauðsynlegt að allar þjóðir heims taki höndum saman, bregðist við bakslaginu í kvenréttindum og tryggi áframhaldandi framþróun í jafnréttismálum. Árás á kvenréttindi í einu landi er árás á kvenréttindi alls staðar. Allar konur og stúlkur eiga það skilið að lifa lífi sínu frjálsar frá ofbeldi. Grípum til aðgerða strax! Höfundur er formaður Kvenréttindafélags Íslands.
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar