Dálítið eins og stjórnvöld „séu í öðrum heimi“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. mars 2021 20:52 Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, telur ekki tímabært að huga að því að auglýsa Ísland fyrir ferðamönnum. vísir/vilhelm Gylfi Zoëga hagfræðiprófessor telur að búa þurfi til heildaráætlun með heildarhagsmuni að leiðarljósi, ekki aðeins einnar atvinnugreinar, þegar litið er til komu ferðamanna hingað til lands. Hann telur viðleitni stjórnvalda til að greiða leið ferðamanna hingað til lands frá og með 1. maí koma of snemma. Hann segir að stjórnvöld virðist með áformum sínum „í öðrum heimi.“ Þetta kom fram í máli Gylfa í Kastljósi í kvöld. Hann skiptir hagkerfinu í tvo hluta, svokallað 90 prósent hagkerfi, sem flestir hér á landi starfa í, og svo 10 prósent hagkerfi, sem er ferðaþjónustan. Kvaðst hann telja vel hafa tekist að verja hið fyrrnefnda og sagði ástæðulaust að láta 10 prósent hagkerfið bera allan sinn skaða sjálft. Þann skaða þyrfti að bæta. „Maður verður að hugsa, hvað er hægt að gera í málinu áður en farsóttin er kveðin niður. Freistingin er alltaf sú að opna landamærin,“ segir Gylfi. Spurningin sé þá hversu mikla áhættu eigi að taka til að styðja við hið svokallaða 10 prósent hagkerfi. „Ég hef alltaf sagt, verndum 90 prósent hagkerfið. Það er svo hrikalegur skaði sem verður af því að hér sé farsótt innanlands. Efnahagslegur skaði af henni er miklu meiri og við björgum ekki 10 prósent hagkerfinu með því að hleypa pestinni inn í landið. Það er bara einhver hilling.“ Hann sagði þá að málið snerist ekki bara um efnahagslegar afleiðingar. Fleira væri undir. „Við erum að tala um líf fólks. Að krakkar geti mætt í skóla, þetta er viðkvæmasti hópurinn. Að fólk sé ekki hrætt, þessi ógn er búin að vera í heilt ár. Ekki taka sénsinn með því að fara að auglýsa Ísland í útlöndum aftur sem farsóttarfrítt land,“ segir Gylfi. „Of snemmt að mínu mati“ Hann segir þá skjóta skökku við að skólum sé lokað á meðan fréttir berist af því að ferðamenn streymi hingað, meðal annars til að skoða eldgosið í Geldingadölum, sem hann segist vona að geti skapað tekjur í framtíðinni. „En það er bara of snemmt að opna núna,“ segir Gylfi. Aðspurður kvaðst hann telja áætlun stjórnvalda um litakóðakerfi á landamærunum 1. maí vera „glapræði,“ eins og Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir, sem tók viðtalið, orðaði það.´ „Mér finnst að það ætti að búa til áætlun sem hugsar um heildarhagsmuni, ekki bara eina atvinnugrein, og reynir að varðveita þetta sumar sem ferðasumar fyrir Íslendinga. Hver Íslendingur eyðir mjög miklu í samanburði við erlenda ferðamenn. Svo er hægt að bæta við einhverjum öruggum ferðamönnum, kannski bólusettum útlendingum sem fara í próf eða eitthvað slíkt, ofan á. En ekki fara að taka séns á því að missa innlenda ferðaþjónustu og hitt,“ segir Gylfi. Hann segir þá að raddir sem haldi því fram að greiða þurfi leið erlendra ferðamanna inn í landið séu háværari í fjölmiðlum en til að mynda þær sem tali fyrir því að halda þurfi skólum opnum. Það séu mikilvægari hagsmunir. „Þó maður sé ekki að gera lítið úr hinum. Það er engin ástæða til að fólk þar [í ferðaþjónustu] taki allt höggið. Auðvitað á að dreifa byrðunum þannig að það fólk taki ekki höggið. En maður verður að hugsa um eitt samfélag, hvað er mikilvægt, vega og meta af varkárni og reyna að passa upp á þetta land næstu mánuði. Þegar líður á sumarið verður þetta komið í lag, eins mikið og hægt er.“ Eins og stjórnvöld séu í öðrum heimi Gylfi kveðst vona að á síðari hluta ársins verði hlutir komnir nær eðlilegu árferði, þegar búið verði að bólusetja fleiri hér á landi. Hann bendir þó á að þá muni sjást efnahagsáhrif með annars konar formerkjum. „90 prósent hagkerfið fer þá niður, því Íslendingar fara út að versla. Fólk sem er með verslanir í Kringlunni og Smáralind verður fyrir höggi, væntanlega. Ferðaþjónustan fer upp og ríkishallinn minnkar, vextir gætu farið upp. Þá gengur þetta allt á hinn veginn,“ segir Gylfi og veltir því upp að áhrifin gætu komið hratt fram í eins konar „sprengingu“ eða tækju lengri tíma, eitt til tvö ár áður en jafnvægi næst. Gylfi kvaðst þá vona að stjórnvöld féllu frá áformum sínum um að taka upp litakóðakerfið 1. maí. „Það er vonandi. Það er dálítið eins og þau séu í öðrum heimi,“ segir Gylfi og bendir á að Bretum sé ráðlagt að ferðast ekki til útlanda og þeir hafi þurft að lúta ströngum samfélagslegum takmörkunum svo mánuðum skiptir. „Að við getum leyft okkur þennan lúxus, að tala um litakóðunarkerfi. Það er eins og maður sé í einhvers konar öðrum heimi.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Tengdar fréttir Telur ótímabært að opna landamærin meira og efast um litakóðunarkerfið Landlæknir telur ekki tímabært að opna landamærin meira og segist hún efast um litakóðunarkerfið sem taka á upp á landamærunum 1. maí næstkomandi. Hann segir stöðuna á landamærunum forsendu þess hvernig ástand faraldursins sé innanlands. 29. mars 2021 21:30 Áætlun stjórnvalda „á milli þess að vera fáránleg, hlægileg og glæpsamleg“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur að stökkbreytingar á kórónuveirunni geti leitt til þess að hún verði skaðminni þegar fram líða stundir. Hann telur fyrirhugað litakóðakerfi stjórnvalda við landamærin ekki góða hugmynd. 28. mars 2021 12:26 „Ég tel mig sem sóttvarnalækni ekki bundinn af þessu litakóðunarkerfi“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur ákveðnar áhyggjur af því fyrirkomulagi sem stjórnvöld hafa boðað á landamærunum þann 1. maí næstkomandi. 18. mars 2021 13:04 Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Búið að laga bilunina Innlent Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Innlent Fleiri fréttir Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Sjá meira
Þetta kom fram í máli Gylfa í Kastljósi í kvöld. Hann skiptir hagkerfinu í tvo hluta, svokallað 90 prósent hagkerfi, sem flestir hér á landi starfa í, og svo 10 prósent hagkerfi, sem er ferðaþjónustan. Kvaðst hann telja vel hafa tekist að verja hið fyrrnefnda og sagði ástæðulaust að láta 10 prósent hagkerfið bera allan sinn skaða sjálft. Þann skaða þyrfti að bæta. „Maður verður að hugsa, hvað er hægt að gera í málinu áður en farsóttin er kveðin niður. Freistingin er alltaf sú að opna landamærin,“ segir Gylfi. Spurningin sé þá hversu mikla áhættu eigi að taka til að styðja við hið svokallaða 10 prósent hagkerfi. „Ég hef alltaf sagt, verndum 90 prósent hagkerfið. Það er svo hrikalegur skaði sem verður af því að hér sé farsótt innanlands. Efnahagslegur skaði af henni er miklu meiri og við björgum ekki 10 prósent hagkerfinu með því að hleypa pestinni inn í landið. Það er bara einhver hilling.“ Hann sagði þá að málið snerist ekki bara um efnahagslegar afleiðingar. Fleira væri undir. „Við erum að tala um líf fólks. Að krakkar geti mætt í skóla, þetta er viðkvæmasti hópurinn. Að fólk sé ekki hrætt, þessi ógn er búin að vera í heilt ár. Ekki taka sénsinn með því að fara að auglýsa Ísland í útlöndum aftur sem farsóttarfrítt land,“ segir Gylfi. „Of snemmt að mínu mati“ Hann segir þá skjóta skökku við að skólum sé lokað á meðan fréttir berist af því að ferðamenn streymi hingað, meðal annars til að skoða eldgosið í Geldingadölum, sem hann segist vona að geti skapað tekjur í framtíðinni. „En það er bara of snemmt að opna núna,“ segir Gylfi. Aðspurður kvaðst hann telja áætlun stjórnvalda um litakóðakerfi á landamærunum 1. maí vera „glapræði,“ eins og Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir, sem tók viðtalið, orðaði það.´ „Mér finnst að það ætti að búa til áætlun sem hugsar um heildarhagsmuni, ekki bara eina atvinnugrein, og reynir að varðveita þetta sumar sem ferðasumar fyrir Íslendinga. Hver Íslendingur eyðir mjög miklu í samanburði við erlenda ferðamenn. Svo er hægt að bæta við einhverjum öruggum ferðamönnum, kannski bólusettum útlendingum sem fara í próf eða eitthvað slíkt, ofan á. En ekki fara að taka séns á því að missa innlenda ferðaþjónustu og hitt,“ segir Gylfi. Hann segir þá að raddir sem haldi því fram að greiða þurfi leið erlendra ferðamanna inn í landið séu háværari í fjölmiðlum en til að mynda þær sem tali fyrir því að halda þurfi skólum opnum. Það séu mikilvægari hagsmunir. „Þó maður sé ekki að gera lítið úr hinum. Það er engin ástæða til að fólk þar [í ferðaþjónustu] taki allt höggið. Auðvitað á að dreifa byrðunum þannig að það fólk taki ekki höggið. En maður verður að hugsa um eitt samfélag, hvað er mikilvægt, vega og meta af varkárni og reyna að passa upp á þetta land næstu mánuði. Þegar líður á sumarið verður þetta komið í lag, eins mikið og hægt er.“ Eins og stjórnvöld séu í öðrum heimi Gylfi kveðst vona að á síðari hluta ársins verði hlutir komnir nær eðlilegu árferði, þegar búið verði að bólusetja fleiri hér á landi. Hann bendir þó á að þá muni sjást efnahagsáhrif með annars konar formerkjum. „90 prósent hagkerfið fer þá niður, því Íslendingar fara út að versla. Fólk sem er með verslanir í Kringlunni og Smáralind verður fyrir höggi, væntanlega. Ferðaþjónustan fer upp og ríkishallinn minnkar, vextir gætu farið upp. Þá gengur þetta allt á hinn veginn,“ segir Gylfi og veltir því upp að áhrifin gætu komið hratt fram í eins konar „sprengingu“ eða tækju lengri tíma, eitt til tvö ár áður en jafnvægi næst. Gylfi kvaðst þá vona að stjórnvöld féllu frá áformum sínum um að taka upp litakóðakerfið 1. maí. „Það er vonandi. Það er dálítið eins og þau séu í öðrum heimi,“ segir Gylfi og bendir á að Bretum sé ráðlagt að ferðast ekki til útlanda og þeir hafi þurft að lúta ströngum samfélagslegum takmörkunum svo mánuðum skiptir. „Að við getum leyft okkur þennan lúxus, að tala um litakóðunarkerfi. Það er eins og maður sé í einhvers konar öðrum heimi.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Tengdar fréttir Telur ótímabært að opna landamærin meira og efast um litakóðunarkerfið Landlæknir telur ekki tímabært að opna landamærin meira og segist hún efast um litakóðunarkerfið sem taka á upp á landamærunum 1. maí næstkomandi. Hann segir stöðuna á landamærunum forsendu þess hvernig ástand faraldursins sé innanlands. 29. mars 2021 21:30 Áætlun stjórnvalda „á milli þess að vera fáránleg, hlægileg og glæpsamleg“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur að stökkbreytingar á kórónuveirunni geti leitt til þess að hún verði skaðminni þegar fram líða stundir. Hann telur fyrirhugað litakóðakerfi stjórnvalda við landamærin ekki góða hugmynd. 28. mars 2021 12:26 „Ég tel mig sem sóttvarnalækni ekki bundinn af þessu litakóðunarkerfi“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur ákveðnar áhyggjur af því fyrirkomulagi sem stjórnvöld hafa boðað á landamærunum þann 1. maí næstkomandi. 18. mars 2021 13:04 Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Búið að laga bilunina Innlent Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Innlent Fleiri fréttir Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Sjá meira
Telur ótímabært að opna landamærin meira og efast um litakóðunarkerfið Landlæknir telur ekki tímabært að opna landamærin meira og segist hún efast um litakóðunarkerfið sem taka á upp á landamærunum 1. maí næstkomandi. Hann segir stöðuna á landamærunum forsendu þess hvernig ástand faraldursins sé innanlands. 29. mars 2021 21:30
Áætlun stjórnvalda „á milli þess að vera fáránleg, hlægileg og glæpsamleg“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur að stökkbreytingar á kórónuveirunni geti leitt til þess að hún verði skaðminni þegar fram líða stundir. Hann telur fyrirhugað litakóðakerfi stjórnvalda við landamærin ekki góða hugmynd. 28. mars 2021 12:26
„Ég tel mig sem sóttvarnalækni ekki bundinn af þessu litakóðunarkerfi“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur ákveðnar áhyggjur af því fyrirkomulagi sem stjórnvöld hafa boðað á landamærunum þann 1. maí næstkomandi. 18. mars 2021 13:04