Innlent

Berg­þór vill verða vara­for­maður

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Bergþór Ólason hætti sem þingflokksformaður Miðflokksins nú í vikunni.
Bergþór Ólason hætti sem þingflokksformaður Miðflokksins nú í vikunni. Vísir/Vilhelm

Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins og fráfarandi þingflokksformaður, mun sækjast eftir varaformannsembætti flokksins á flokksþinginu sem fram fer dagana 11. til 12. október.

Frá þessu greinir Morgunblaðið.

Bergþór segist finna fyrir miklum meðbyr með Miðflokknum. Sveitarstjórnarkosningar séu á næsta leiti og þá sé mikil þörf fyrir sterka stjórnarandstöðu.

„Ég vil að reynsla mín og pólitískt þrek komi að góðum notum til að styrkja innra starf flokksins, efla grasrótina og tryggja að stefna Miðflokksins heyrist hátt og skýrt í opinberri umræðu.“

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson mun sækjast eftir því að sitja áfram sem formaður. Þá hefur Snorri Másson ekki útilokað að hann muni bjóða sig fram til varaformanns.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×