Brynjar þjálfaði handbolta í Val og Gaupi hreifst ekki af Alsírvörninni Sindri Sverrisson skrifar 26. mars 2021 13:31 Brynjar Karl Sigurðsson þjálfaði Snorra Stein Guðjónsson, sem í dag er þjálfari karlaliðs Vals, þegar Snorri var ungur að árum. Brynjar Karl Sigurðsson hefur þjálfað fjölda fólks úr öðrum greinum en körfubolta og sagði frá því í Sportinu í dag þegar hann var fenginn til að þjálfa handboltastráka í Val. Brynjar, sem er 47 ára gamall, er þekktastur sem körfuboltaþjálfari og varð landsfrægur í síðasta mánuði þegar heimildarmyndin Hækkum rána kom út. Hann fór yfir víðan völl í viðtali við Kjartan Atla Kjartansson í hlaðvarpsþættinum Sportinu í dag. Þar rifjaði Brynjar meðal annars upp þegar félagi hans og jafnaldri, handboltaþjálfarinn þrautreyndi Óskar Bjarni Óskarsson, fékk hann til að koma og þjálfa með sér handboltastráka í Val. Hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan. „Óskar var eitthvað að missa „spiritið“ eða tökin á einhverjum hópi. Þarna voru Bjarki Sig. [yngri bróðir Dags, landsliðsþjálfara Japans], Snorri [Steinn Guðjónsson], Markús Máni [Michaelsson] og fleiri. Óskar bað mig um að koma inn og setja eitthvað handbragð á umgjörðina og æfingakúltúrinn og slíkt,“ sagði Brynjar, sem var reyndar hikandi við að rifja þetta upp, af tillitssemi við Óskar. Horfði á myndbönd af alsírska landsliðinu Kjartan sagði að hrósa bæri Óskari fyrir að sjá hvert vandamál sitt væri og leysa það með því að fá Brynjar til aðstoðar. Það sýndi þroska: „Óskar er á mjög fyndinn hátt ólíkindatól. Honum detta alls konar hlutir í hug og hann framkvæmir þá. Ég held líka að hann hafi bara langað til að sjá þetta. Hann er alltaf að gera sama hlutinn og hugsar „ef að Brynjar er til í þetta þá bara hendum við okkur í þetta“. Hann tók tæknina og leikfræðina og allt þetta,“ sagði Brynjar sem átti hins vegar aðallega að sjá um að bæta æfingamenninguna og umgjörðina hjá liðinu. Hann lét þó ekki þar við sitja: „Ég gerði reyndar samning við Óskar. Ég vildi fá að innleiða „maður á mann“-vörn,“ sagði Brynjar léttur í bragði. „Ég held að það hafi verið Alsír sem spilaði svona og ég var að horfa á myndbönd með alsírska landsliðinu og reyna að pikka þetta upp. Við gerðum þetta í nokkra mánuði og þetta gekk svona ágætlega. Ég var reyndar pínu fúll í lokin. Foreldrar létu í sér heyra. Gaupi [Guðjón Guðmundsson, faðir Snorra Steins] var þarna á kantinum og hann var ekki að fíla þetta,“ sagði Brynjar hlæjandi. Veit ekki hvaða ástarsamband þetta er á milli mín og handboltans í Val „Mér var náttúrulega drullusama. Ég var ekki að fara að vinna einhvern titil. Mig langaði bara að sjá hvernig þetta myndi þróast. En svo þurftu menn að snúa til baka í 6-0 vörn til að það væri hægt að vinna alla þessa titla sem þetta lið svo gerði,“ sagði Brynjar. Kjartan minntist á að Brynjar héldi enn góðu sambandi við handboltastrákana úr Val, til að mynda Ólaf Stefánsson og fleiri. „Ég veit ekki hvaða ástarsamband þetta er á milli mín og handboltans í Val. Ég hefði örugglega bara átt að vera í handbolta í Val. ´73-kynslóðin; ég, Óskar, Dagur og Óli,“ sagði Brynjar léttur. Hægt er að hlusta Sportið í dag hér að neðan eða í útvarpsappi Bylgjunnar. Umræðan um handboltaþjálfun Brynjars hefst eftir rúmlega 1 klukkustund og 50 mínútur. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play. Handbolti Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Sjá meira
Brynjar, sem er 47 ára gamall, er þekktastur sem körfuboltaþjálfari og varð landsfrægur í síðasta mánuði þegar heimildarmyndin Hækkum rána kom út. Hann fór yfir víðan völl í viðtali við Kjartan Atla Kjartansson í hlaðvarpsþættinum Sportinu í dag. Þar rifjaði Brynjar meðal annars upp þegar félagi hans og jafnaldri, handboltaþjálfarinn þrautreyndi Óskar Bjarni Óskarsson, fékk hann til að koma og þjálfa með sér handboltastráka í Val. Hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan. „Óskar var eitthvað að missa „spiritið“ eða tökin á einhverjum hópi. Þarna voru Bjarki Sig. [yngri bróðir Dags, landsliðsþjálfara Japans], Snorri [Steinn Guðjónsson], Markús Máni [Michaelsson] og fleiri. Óskar bað mig um að koma inn og setja eitthvað handbragð á umgjörðina og æfingakúltúrinn og slíkt,“ sagði Brynjar, sem var reyndar hikandi við að rifja þetta upp, af tillitssemi við Óskar. Horfði á myndbönd af alsírska landsliðinu Kjartan sagði að hrósa bæri Óskari fyrir að sjá hvert vandamál sitt væri og leysa það með því að fá Brynjar til aðstoðar. Það sýndi þroska: „Óskar er á mjög fyndinn hátt ólíkindatól. Honum detta alls konar hlutir í hug og hann framkvæmir þá. Ég held líka að hann hafi bara langað til að sjá þetta. Hann er alltaf að gera sama hlutinn og hugsar „ef að Brynjar er til í þetta þá bara hendum við okkur í þetta“. Hann tók tæknina og leikfræðina og allt þetta,“ sagði Brynjar sem átti hins vegar aðallega að sjá um að bæta æfingamenninguna og umgjörðina hjá liðinu. Hann lét þó ekki þar við sitja: „Ég gerði reyndar samning við Óskar. Ég vildi fá að innleiða „maður á mann“-vörn,“ sagði Brynjar léttur í bragði. „Ég held að það hafi verið Alsír sem spilaði svona og ég var að horfa á myndbönd með alsírska landsliðinu og reyna að pikka þetta upp. Við gerðum þetta í nokkra mánuði og þetta gekk svona ágætlega. Ég var reyndar pínu fúll í lokin. Foreldrar létu í sér heyra. Gaupi [Guðjón Guðmundsson, faðir Snorra Steins] var þarna á kantinum og hann var ekki að fíla þetta,“ sagði Brynjar hlæjandi. Veit ekki hvaða ástarsamband þetta er á milli mín og handboltans í Val „Mér var náttúrulega drullusama. Ég var ekki að fara að vinna einhvern titil. Mig langaði bara að sjá hvernig þetta myndi þróast. En svo þurftu menn að snúa til baka í 6-0 vörn til að það væri hægt að vinna alla þessa titla sem þetta lið svo gerði,“ sagði Brynjar. Kjartan minntist á að Brynjar héldi enn góðu sambandi við handboltastrákana úr Val, til að mynda Ólaf Stefánsson og fleiri. „Ég veit ekki hvaða ástarsamband þetta er á milli mín og handboltans í Val. Ég hefði örugglega bara átt að vera í handbolta í Val. ´73-kynslóðin; ég, Óskar, Dagur og Óli,“ sagði Brynjar léttur. Hægt er að hlusta Sportið í dag hér að neðan eða í útvarpsappi Bylgjunnar. Umræðan um handboltaþjálfun Brynjars hefst eftir rúmlega 1 klukkustund og 50 mínútur. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Handbolti Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Sjá meira