Brynjar þjálfaði handbolta í Val og Gaupi hreifst ekki af Alsírvörninni Sindri Sverrisson skrifar 26. mars 2021 13:31 Brynjar Karl Sigurðsson þjálfaði Snorra Stein Guðjónsson, sem í dag er þjálfari karlaliðs Vals, þegar Snorri var ungur að árum. Brynjar Karl Sigurðsson hefur þjálfað fjölda fólks úr öðrum greinum en körfubolta og sagði frá því í Sportinu í dag þegar hann var fenginn til að þjálfa handboltastráka í Val. Brynjar, sem er 47 ára gamall, er þekktastur sem körfuboltaþjálfari og varð landsfrægur í síðasta mánuði þegar heimildarmyndin Hækkum rána kom út. Hann fór yfir víðan völl í viðtali við Kjartan Atla Kjartansson í hlaðvarpsþættinum Sportinu í dag. Þar rifjaði Brynjar meðal annars upp þegar félagi hans og jafnaldri, handboltaþjálfarinn þrautreyndi Óskar Bjarni Óskarsson, fékk hann til að koma og þjálfa með sér handboltastráka í Val. Hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan. „Óskar var eitthvað að missa „spiritið“ eða tökin á einhverjum hópi. Þarna voru Bjarki Sig. [yngri bróðir Dags, landsliðsþjálfara Japans], Snorri [Steinn Guðjónsson], Markús Máni [Michaelsson] og fleiri. Óskar bað mig um að koma inn og setja eitthvað handbragð á umgjörðina og æfingakúltúrinn og slíkt,“ sagði Brynjar, sem var reyndar hikandi við að rifja þetta upp, af tillitssemi við Óskar. Horfði á myndbönd af alsírska landsliðinu Kjartan sagði að hrósa bæri Óskari fyrir að sjá hvert vandamál sitt væri og leysa það með því að fá Brynjar til aðstoðar. Það sýndi þroska: „Óskar er á mjög fyndinn hátt ólíkindatól. Honum detta alls konar hlutir í hug og hann framkvæmir þá. Ég held líka að hann hafi bara langað til að sjá þetta. Hann er alltaf að gera sama hlutinn og hugsar „ef að Brynjar er til í þetta þá bara hendum við okkur í þetta“. Hann tók tæknina og leikfræðina og allt þetta,“ sagði Brynjar sem átti hins vegar aðallega að sjá um að bæta æfingamenninguna og umgjörðina hjá liðinu. Hann lét þó ekki þar við sitja: „Ég gerði reyndar samning við Óskar. Ég vildi fá að innleiða „maður á mann“-vörn,“ sagði Brynjar léttur í bragði. „Ég held að það hafi verið Alsír sem spilaði svona og ég var að horfa á myndbönd með alsírska landsliðinu og reyna að pikka þetta upp. Við gerðum þetta í nokkra mánuði og þetta gekk svona ágætlega. Ég var reyndar pínu fúll í lokin. Foreldrar létu í sér heyra. Gaupi [Guðjón Guðmundsson, faðir Snorra Steins] var þarna á kantinum og hann var ekki að fíla þetta,“ sagði Brynjar hlæjandi. Veit ekki hvaða ástarsamband þetta er á milli mín og handboltans í Val „Mér var náttúrulega drullusama. Ég var ekki að fara að vinna einhvern titil. Mig langaði bara að sjá hvernig þetta myndi þróast. En svo þurftu menn að snúa til baka í 6-0 vörn til að það væri hægt að vinna alla þessa titla sem þetta lið svo gerði,“ sagði Brynjar. Kjartan minntist á að Brynjar héldi enn góðu sambandi við handboltastrákana úr Val, til að mynda Ólaf Stefánsson og fleiri. „Ég veit ekki hvaða ástarsamband þetta er á milli mín og handboltans í Val. Ég hefði örugglega bara átt að vera í handbolta í Val. ´73-kynslóðin; ég, Óskar, Dagur og Óli,“ sagði Brynjar léttur. Hægt er að hlusta Sportið í dag hér að neðan eða í útvarpsappi Bylgjunnar. Umræðan um handboltaþjálfun Brynjars hefst eftir rúmlega 1 klukkustund og 50 mínútur. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play. Handbolti Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Fleiri fréttir Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Sjá meira
Brynjar, sem er 47 ára gamall, er þekktastur sem körfuboltaþjálfari og varð landsfrægur í síðasta mánuði þegar heimildarmyndin Hækkum rána kom út. Hann fór yfir víðan völl í viðtali við Kjartan Atla Kjartansson í hlaðvarpsþættinum Sportinu í dag. Þar rifjaði Brynjar meðal annars upp þegar félagi hans og jafnaldri, handboltaþjálfarinn þrautreyndi Óskar Bjarni Óskarsson, fékk hann til að koma og þjálfa með sér handboltastráka í Val. Hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan. „Óskar var eitthvað að missa „spiritið“ eða tökin á einhverjum hópi. Þarna voru Bjarki Sig. [yngri bróðir Dags, landsliðsþjálfara Japans], Snorri [Steinn Guðjónsson], Markús Máni [Michaelsson] og fleiri. Óskar bað mig um að koma inn og setja eitthvað handbragð á umgjörðina og æfingakúltúrinn og slíkt,“ sagði Brynjar, sem var reyndar hikandi við að rifja þetta upp, af tillitssemi við Óskar. Horfði á myndbönd af alsírska landsliðinu Kjartan sagði að hrósa bæri Óskari fyrir að sjá hvert vandamál sitt væri og leysa það með því að fá Brynjar til aðstoðar. Það sýndi þroska: „Óskar er á mjög fyndinn hátt ólíkindatól. Honum detta alls konar hlutir í hug og hann framkvæmir þá. Ég held líka að hann hafi bara langað til að sjá þetta. Hann er alltaf að gera sama hlutinn og hugsar „ef að Brynjar er til í þetta þá bara hendum við okkur í þetta“. Hann tók tæknina og leikfræðina og allt þetta,“ sagði Brynjar sem átti hins vegar aðallega að sjá um að bæta æfingamenninguna og umgjörðina hjá liðinu. Hann lét þó ekki þar við sitja: „Ég gerði reyndar samning við Óskar. Ég vildi fá að innleiða „maður á mann“-vörn,“ sagði Brynjar léttur í bragði. „Ég held að það hafi verið Alsír sem spilaði svona og ég var að horfa á myndbönd með alsírska landsliðinu og reyna að pikka þetta upp. Við gerðum þetta í nokkra mánuði og þetta gekk svona ágætlega. Ég var reyndar pínu fúll í lokin. Foreldrar létu í sér heyra. Gaupi [Guðjón Guðmundsson, faðir Snorra Steins] var þarna á kantinum og hann var ekki að fíla þetta,“ sagði Brynjar hlæjandi. Veit ekki hvaða ástarsamband þetta er á milli mín og handboltans í Val „Mér var náttúrulega drullusama. Ég var ekki að fara að vinna einhvern titil. Mig langaði bara að sjá hvernig þetta myndi þróast. En svo þurftu menn að snúa til baka í 6-0 vörn til að það væri hægt að vinna alla þessa titla sem þetta lið svo gerði,“ sagði Brynjar. Kjartan minntist á að Brynjar héldi enn góðu sambandi við handboltastrákana úr Val, til að mynda Ólaf Stefánsson og fleiri. „Ég veit ekki hvaða ástarsamband þetta er á milli mín og handboltans í Val. Ég hefði örugglega bara átt að vera í handbolta í Val. ´73-kynslóðin; ég, Óskar, Dagur og Óli,“ sagði Brynjar léttur. Hægt er að hlusta Sportið í dag hér að neðan eða í útvarpsappi Bylgjunnar. Umræðan um handboltaþjálfun Brynjars hefst eftir rúmlega 1 klukkustund og 50 mínútur. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Handbolti Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Fleiri fréttir Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Sjá meira