Gossvæðinu lokað í kvöld Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. mars 2021 21:38 Björgunarsveitarmenn við störf á gosstöðvunum. Vísir/Vilhelm Svæðinu við eldgosið í Geldingadal hefur verið lokað í kvöld vegna versnandi veðurs. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu á Suðurnesjum á níunda tímanum. Þar segir að veður hafi farið versnandi á svæðinu í kvöld og aðstæður séu erfiðar. Staðan verði metin aftur í fyrramálið. Vegna versnandi veðurs og erfiðra aðstæðna á gossvæðið hefur verið tekin ákvörðun um að loka svæðinu fyrir kvöldið. Ástandið verður endurmetið í fyrramálið.Posted by Lögreglan á Suðurnesjum on Fimmtudagur, 25. mars 2021 „Í kvöld og nótt er alls ekkert útivistarveður á svæðinu við gosstöðina í Geldingardal og því hefur verið ákveðið að loka gönguleiðinni. Í nótt sem leið voru þrír sjúkraflutningar frá svæðinu þar sem ofkæling og meiðsli voru á fólki. Mikil hálka er á gönguleiðinni og hún því erfið yfirferðar, myrkrið gerir aðstæður ekki betri,“ segir í tilkynningu frá almannavörnum nú í kvöld. Veðurspáin í kvöld og í nótt við gosstöðvarnar geri ráð fyrir norðlægri átt, 18-23 m/s með snjókomu, skafrenningi og lélegu skyggni. Snemma í fyrramálið dragi úr vindi og ofankomu og upp úr hádegi verði norðlæg átt 10-15 m/s og úrkomulaust. „Vert er að geta þess að í norðanáttunum berst gasmengun frá gosinu til suðurs yfir Suðurstrandaveg,“ segir í tilkynningu almannavarna. Fjöldi fólks hefur lagt leið sína að gosstöðvunum síðustu daga. Í dag var stikuð varaleið meðfram Borgarfjalli eftir að vindur úr norðaustri feykti gasmekki yfir upprunalegu gönguleiðina. Hjálmar Hallgrímsson lögreglumaður á Suðurnesjum sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag að mögulega verði svæðinu lokað undir kvöld vegna óveðurs. Hann biðlaði jafnframt til fólks að hafa í huga að fleiri hættur steðji að en eitraðar gastegundir. Fólk verði að virða nýjar sóttvarnarreglur vegna kórónuveirunnar. Fréttin hefur verið uppfærð. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Lögreglumál Tengdar fréttir Birtir myndband af eldgosinu í Geldingadal og sárnar að hafa rétt misst af því Bandaríski leikarinn og stórstjarnan Will Smith birtir í dag myndband af eldgosinu í Geldingadal á Instagram-reikningi sínum og þykir mikið til þess koma. Þá má ætla af færslu Smiths að hann hafi nýlega komið á slóðir eldgossins á Reykjanesi. 25. mars 2021 20:57 Eldgosið gæti staðið lengur en talið var í fyrstu Eldgosið í Geldingadal gæti staðið yfir lengur en í fyrstu var áætlað. Það gæti jafnframt varað í nokkur ár miðað við önnur sambærileg gos. Styrkur gossins hefur smám saman aukist en hraunflæðisspá sýnir að hraunið muni mögulega ná alveg að Stóra-Hrút eftir ellefu daga. 25. mars 2021 18:56 Komu eins og frelsandi englar og báru bíla í burtu Umferðaröngþveiti hefur verið á Suðurstrandarvegi undanfarna daga þar sem hver göngumaðurinn á fætur öðrum hefur mætt til að bera eldgosið í Geldingadal augum. Ástand myndaðist á veginum í gær en þá komu norskir hermenn til bjargar. 25. mars 2021 16:15 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Sjá meira
Þar segir að veður hafi farið versnandi á svæðinu í kvöld og aðstæður séu erfiðar. Staðan verði metin aftur í fyrramálið. Vegna versnandi veðurs og erfiðra aðstæðna á gossvæðið hefur verið tekin ákvörðun um að loka svæðinu fyrir kvöldið. Ástandið verður endurmetið í fyrramálið.Posted by Lögreglan á Suðurnesjum on Fimmtudagur, 25. mars 2021 „Í kvöld og nótt er alls ekkert útivistarveður á svæðinu við gosstöðina í Geldingardal og því hefur verið ákveðið að loka gönguleiðinni. Í nótt sem leið voru þrír sjúkraflutningar frá svæðinu þar sem ofkæling og meiðsli voru á fólki. Mikil hálka er á gönguleiðinni og hún því erfið yfirferðar, myrkrið gerir aðstæður ekki betri,“ segir í tilkynningu frá almannavörnum nú í kvöld. Veðurspáin í kvöld og í nótt við gosstöðvarnar geri ráð fyrir norðlægri átt, 18-23 m/s með snjókomu, skafrenningi og lélegu skyggni. Snemma í fyrramálið dragi úr vindi og ofankomu og upp úr hádegi verði norðlæg átt 10-15 m/s og úrkomulaust. „Vert er að geta þess að í norðanáttunum berst gasmengun frá gosinu til suðurs yfir Suðurstrandaveg,“ segir í tilkynningu almannavarna. Fjöldi fólks hefur lagt leið sína að gosstöðvunum síðustu daga. Í dag var stikuð varaleið meðfram Borgarfjalli eftir að vindur úr norðaustri feykti gasmekki yfir upprunalegu gönguleiðina. Hjálmar Hallgrímsson lögreglumaður á Suðurnesjum sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag að mögulega verði svæðinu lokað undir kvöld vegna óveðurs. Hann biðlaði jafnframt til fólks að hafa í huga að fleiri hættur steðji að en eitraðar gastegundir. Fólk verði að virða nýjar sóttvarnarreglur vegna kórónuveirunnar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Lögreglumál Tengdar fréttir Birtir myndband af eldgosinu í Geldingadal og sárnar að hafa rétt misst af því Bandaríski leikarinn og stórstjarnan Will Smith birtir í dag myndband af eldgosinu í Geldingadal á Instagram-reikningi sínum og þykir mikið til þess koma. Þá má ætla af færslu Smiths að hann hafi nýlega komið á slóðir eldgossins á Reykjanesi. 25. mars 2021 20:57 Eldgosið gæti staðið lengur en talið var í fyrstu Eldgosið í Geldingadal gæti staðið yfir lengur en í fyrstu var áætlað. Það gæti jafnframt varað í nokkur ár miðað við önnur sambærileg gos. Styrkur gossins hefur smám saman aukist en hraunflæðisspá sýnir að hraunið muni mögulega ná alveg að Stóra-Hrút eftir ellefu daga. 25. mars 2021 18:56 Komu eins og frelsandi englar og báru bíla í burtu Umferðaröngþveiti hefur verið á Suðurstrandarvegi undanfarna daga þar sem hver göngumaðurinn á fætur öðrum hefur mætt til að bera eldgosið í Geldingadal augum. Ástand myndaðist á veginum í gær en þá komu norskir hermenn til bjargar. 25. mars 2021 16:15 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Sjá meira
Birtir myndband af eldgosinu í Geldingadal og sárnar að hafa rétt misst af því Bandaríski leikarinn og stórstjarnan Will Smith birtir í dag myndband af eldgosinu í Geldingadal á Instagram-reikningi sínum og þykir mikið til þess koma. Þá má ætla af færslu Smiths að hann hafi nýlega komið á slóðir eldgossins á Reykjanesi. 25. mars 2021 20:57
Eldgosið gæti staðið lengur en talið var í fyrstu Eldgosið í Geldingadal gæti staðið yfir lengur en í fyrstu var áætlað. Það gæti jafnframt varað í nokkur ár miðað við önnur sambærileg gos. Styrkur gossins hefur smám saman aukist en hraunflæðisspá sýnir að hraunið muni mögulega ná alveg að Stóra-Hrút eftir ellefu daga. 25. mars 2021 18:56
Komu eins og frelsandi englar og báru bíla í burtu Umferðaröngþveiti hefur verið á Suðurstrandarvegi undanfarna daga þar sem hver göngumaðurinn á fætur öðrum hefur mætt til að bera eldgosið í Geldingadal augum. Ástand myndaðist á veginum í gær en þá komu norskir hermenn til bjargar. 25. mars 2021 16:15