Breyttu gönguleiðinni til að forðast gasmökk úr norðaustri Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 25. mars 2021 14:45 Tæplega fimm hundruð manns lögðu leið sína að eldstöðvunum í gær samkvæmt talningu Ferðamálastofu. Vísir/Vilhelm Í ljósi þess vindur úr norðaustri feykir gasmekki yfir nýstikaða gönguleið að eldstöðvunum í dag hafa viðbragðsaðilar stikað nýja varaleið fyrir þá sem áhugasamir eru um að berja eldgosið augum. Lögreglumaður á Suðurnesjum segir að mögulega verði svæðinu lokað undir kvöld vegna óveðurs en hann biðlar til fólks að hafa í huga að fleiri hættur steðji að en eitraðar gastegundir. Fólk verði að virða nýjar sóttvarnarreglur vegna kórónuveirunnar. Í morgun kvartaði göngufólk yfir óþægindum vegna mengunar á gönguleiðinni að Geldingadal. Hjálmar Hallgrímsson er lögreglumaður hjá Lögreglunni á Suðurnesjum. „Við erum búin að gera breytingu á gönguleiðinni. Hún er nú tekin með fram Borgarfjalli og aðeins vestar og á öðrum stað er farið upp á Fagradalsfjall til þess að vera ekki í beinni línu við reykinn. Þetta voru svona síðustu aðgerðir hjá okkur.“ Stranglega er bannað að vera nærri gígnum. „Við erum með fólk sem sinnir gæslu þarna. Þeir sem eru að labba upp eftir eru beðnir um að hlíða björgunarsveitarfólki og lögreglumönnum og vera á tryggu svæði. Þetta er staðan eins og hún er núna.“ Í kvöld skellur á norðanhvassviðri. Helga Ívarsdóttir veðurfræðingur rýnir í veðrið. „Það er vaxandi norðan og norðaustanátt á svæðinu og það mun þykkna upp síðdegis. Búast má við því að það fari að snjóa. Í kvöld og í nótt verður norðanhvassviðri með snjókomu og lélegu skyggni. Þá verður ekkert útivistarveður,“ sagði Helga. Hjálmar segir að sökum þessa gæti komið til lokunar í kvöld. Fjölmenni er á svæðinu og bílastæðavandi hefur skapast. Í gær lögðu tæplega fimm þúsund manns leið sína að gosinu samkvæmt talningu Ferðamálstofu. Hjálmar segir að hópsýkingar breska afbrigðisins og nýjar sóttvarnarreglur flæki málin. „Ég vil biðja fólk um að virða tveggja metra regluna þó það sé undir berum himni. Um að virða reglur um hópmyndun og annað. Það sækir að okkur hætta á fleiri stöðum en gasinu. Fólk verður að hafa COVID í huga líka.“ Hópur manna frá neyðarlínunni er á gosstöðvunum og mun í samvinnu við fjarskiptafyrirtækin tryggja fjarskipti á gossvæðinu. Eldgos í Fagradalsfjalli Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Grindavík Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Gasmengun leggur yfir stikuðu gönguleiðina Guðmundur Eyjólfsson, vettvangsstjóri lögreglunnar á Suðurnesjum, ráðleggur fólki að bíða með að leggja af stað í átt að gosstöðvunum í Geldingadal vegna gasmengunar sem leggur yfir stikuðu gönguleiðina. 25. mars 2021 06:50 Geta ekki fylgst með hvort sóttkvíarbrjótar sæki gosstöðvarnar heim Lögreglan á Suðurnesjum hefur ekki sérstaklega augun á því hvort fólk sem sækir gosstöðvarnar í Geldingadal heim eigi að vera í sóttkví. 25. mars 2021 06:44 Gasútstreymið „hættuleg og sterk blanda“ lífshættulegra gastegunda „Nú er orðið ljóst að gasútstreymi frá eldstöðvunum er ekkert í líkingu við það sem við höfum séð áður. Þar er einstaklega hættuleg og sterk blanda CO2 og CO, sem eru lífshættuleg gös.“ 25. mars 2021 00:06 Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Segir hafa verið njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Fleiri fréttir Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitabæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Sjá meira
Lögreglumaður á Suðurnesjum segir að mögulega verði svæðinu lokað undir kvöld vegna óveðurs en hann biðlar til fólks að hafa í huga að fleiri hættur steðji að en eitraðar gastegundir. Fólk verði að virða nýjar sóttvarnarreglur vegna kórónuveirunnar. Í morgun kvartaði göngufólk yfir óþægindum vegna mengunar á gönguleiðinni að Geldingadal. Hjálmar Hallgrímsson er lögreglumaður hjá Lögreglunni á Suðurnesjum. „Við erum búin að gera breytingu á gönguleiðinni. Hún er nú tekin með fram Borgarfjalli og aðeins vestar og á öðrum stað er farið upp á Fagradalsfjall til þess að vera ekki í beinni línu við reykinn. Þetta voru svona síðustu aðgerðir hjá okkur.“ Stranglega er bannað að vera nærri gígnum. „Við erum með fólk sem sinnir gæslu þarna. Þeir sem eru að labba upp eftir eru beðnir um að hlíða björgunarsveitarfólki og lögreglumönnum og vera á tryggu svæði. Þetta er staðan eins og hún er núna.“ Í kvöld skellur á norðanhvassviðri. Helga Ívarsdóttir veðurfræðingur rýnir í veðrið. „Það er vaxandi norðan og norðaustanátt á svæðinu og það mun þykkna upp síðdegis. Búast má við því að það fari að snjóa. Í kvöld og í nótt verður norðanhvassviðri með snjókomu og lélegu skyggni. Þá verður ekkert útivistarveður,“ sagði Helga. Hjálmar segir að sökum þessa gæti komið til lokunar í kvöld. Fjölmenni er á svæðinu og bílastæðavandi hefur skapast. Í gær lögðu tæplega fimm þúsund manns leið sína að gosinu samkvæmt talningu Ferðamálstofu. Hjálmar segir að hópsýkingar breska afbrigðisins og nýjar sóttvarnarreglur flæki málin. „Ég vil biðja fólk um að virða tveggja metra regluna þó það sé undir berum himni. Um að virða reglur um hópmyndun og annað. Það sækir að okkur hætta á fleiri stöðum en gasinu. Fólk verður að hafa COVID í huga líka.“ Hópur manna frá neyðarlínunni er á gosstöðvunum og mun í samvinnu við fjarskiptafyrirtækin tryggja fjarskipti á gossvæðinu.
Eldgos í Fagradalsfjalli Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Grindavík Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Gasmengun leggur yfir stikuðu gönguleiðina Guðmundur Eyjólfsson, vettvangsstjóri lögreglunnar á Suðurnesjum, ráðleggur fólki að bíða með að leggja af stað í átt að gosstöðvunum í Geldingadal vegna gasmengunar sem leggur yfir stikuðu gönguleiðina. 25. mars 2021 06:50 Geta ekki fylgst með hvort sóttkvíarbrjótar sæki gosstöðvarnar heim Lögreglan á Suðurnesjum hefur ekki sérstaklega augun á því hvort fólk sem sækir gosstöðvarnar í Geldingadal heim eigi að vera í sóttkví. 25. mars 2021 06:44 Gasútstreymið „hættuleg og sterk blanda“ lífshættulegra gastegunda „Nú er orðið ljóst að gasútstreymi frá eldstöðvunum er ekkert í líkingu við það sem við höfum séð áður. Þar er einstaklega hættuleg og sterk blanda CO2 og CO, sem eru lífshættuleg gös.“ 25. mars 2021 00:06 Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Segir hafa verið njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Fleiri fréttir Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitabæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Sjá meira
Gasmengun leggur yfir stikuðu gönguleiðina Guðmundur Eyjólfsson, vettvangsstjóri lögreglunnar á Suðurnesjum, ráðleggur fólki að bíða með að leggja af stað í átt að gosstöðvunum í Geldingadal vegna gasmengunar sem leggur yfir stikuðu gönguleiðina. 25. mars 2021 06:50
Geta ekki fylgst með hvort sóttkvíarbrjótar sæki gosstöðvarnar heim Lögreglan á Suðurnesjum hefur ekki sérstaklega augun á því hvort fólk sem sækir gosstöðvarnar í Geldingadal heim eigi að vera í sóttkví. 25. mars 2021 06:44
Gasútstreymið „hættuleg og sterk blanda“ lífshættulegra gastegunda „Nú er orðið ljóst að gasútstreymi frá eldstöðvunum er ekkert í líkingu við það sem við höfum séð áður. Þar er einstaklega hættuleg og sterk blanda CO2 og CO, sem eru lífshættuleg gös.“ 25. mars 2021 00:06