Hættustig, neyðarstig og alls konar bannað Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. mars 2021 23:54 Fjórir ráðherrar kynntu hertar aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins á blaðamannafundi í Hörpu í dag. Vísir/Vilhelm Það er óhætt að ætla að hertar sóttvarnaaðgerðir sem kynntar voru í dag og taka gildi á miðnætti hafi verið mörgum vonbrigði. Aðgerðirnar eru þær hörðustu sem gripið hefur verið til hér á landi vegna kórónuveirufaraldursins og ná til landsins alls. Til viðbótar við hertar aðgerðir hefur hættustigi verið lýst yfir á Landspítala og neyðarstigi almannavarna hefur sömuleiðis verið lýst yfir. Aðgerðirnar taka allar gildi á miðnætti en frá þeim tíma mega ekki fleiri en tíu manns koma saman næstu þrjár vikurnar í von um að hefta útbreiðslu covid-19. Að meginreglu gilda fjöldatakmörk fyrir alla nema börn sem fædd eru 2015 eða síðar. Helstu aðgerðir Trú-- og lífskoðunarfélög mega taka á móti allt að 30 gestum. Sund- og baðstöðum verður lokað sem og líkamsræktarstöðvum og heilsurækt. Íþróttir barna þar sem hætta er á snertismiti eru óheimilar. Sviðslistir verða óheimilar og þar með verður leikhúsum og kvikmyndahúsum lokað. Skemmtistöðum, krám og spilasölum verður lokað. Veitingastaðir mega taka á móti 20 gestum og hafa opið til klukkan 22 þar sem síðustu gestum er hleypt inn klukkan 21. Ekki mega fleiri en fimmtíu manns vera í hverri verslun og færri í minni verslunum og aldrei fleiri en fimm manns á hverja tíu fermetra. Ökunám og flugnám með kennara verður óheimilt. Hársnyrtistofur og snyrtistofur mega hins vegar hafa opið áfram með almennum takörkunum. Skólum allt frá grunn- og upp í háskóla verður lokað frá og með morgundeginum og fram yfir páskafrí en nánar er unnið að reglum sem taka gildi að því loknu. Ítarlega er fjallað um aðgerðirnar í reglugerð heilbrigðisráðherra. Leikskólar lokaðir til hádegis Þá hefur Reykjavíkurborg tekið ákvörðun um að allir leikskólar borgarinnar verði lokaðir til hádegis á morgun, en stjórn Félags leikskólakennara segir stjórnvöld taka óþarfa áhættu með því að halda leikskólum opnum fram að páskafríi. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg frá því í kvöld er birtur listi yfir alla þá þjónustu, skóla- og frístundastarf sem verður lokað. Má þar til að mynda nefna alla tónlistarskóla, félagsmiðstöðvar og frístundaheimili, æfingar skólahljómsveita falla niður og ylströndin í Nauthólsvík og skíðasvæði verða lokuð. Sama á við um Fjölskyldu- og húsdýragarðinn en söfn borgarinnar verða opin með tilliti til tíu manna fjöldatakmarkana. Öllum auglýstum viðburðum verður þó aflýst. Nánar er gerð grein fyrir þjónustu á vegum þjónustumiðstöðva velferðarsviðs í tilkynningu á vef borgarinnar. Engin áhrif á Strætó en Landspítali á hættustig Hertar sóttvarnaaðgerðir stjórnvalda munu aftur á móti ekki hafa áhrif á starfsemi Strætó en þar gilda áfram þær reglur sem verið hafa í gildi, til að mynda hvað lýtur að grímuskyldu og persónubundnar sóttvarnir. Ljóst er að fermingar og aðrar athafnir á vegum trú- og lífsskoðunarfélaga kunna að vera í uppnámi næstu þrjár vikurnar. Líkt og áður segir hefur Landspítalinn verið færður á hættustig sem hefur í för með sér að gerðar eru sérstakar ráðstafanir umfram það sem gilt hefur að undanförnu. Á það til að mynda við um heimsóknir og flutning sjúklinga milli stofnanna líkt og nánar er fjallað um hér. Þá hefur verið ákveðið að endurvekja bakvarðasveit heilbrigðisþjónustu en heilbrigðisráðuneytið óskaði í dag eftir liðsinni heilbrigðisstarfsfólk sem er reiðubúið að koma tímabundið til starfa með skömmum fyrirvara. Upplýsingafundir aftur í streymi Boðað hefur verið til upplýsingafundar klukkan ellefu í fyrramálið þar sem fjölmiðlum er boðið að taka þátt í gegnum fjarfund líkt og áður var, en ekki með því að mæta í hús líkt og verið hefur upp á síðkastið. Á fundinum munu þau Þórólfur Guðnason, Alma Möller og Rögnvaldur Ólafsson, fara yfir stöðu mála vegna faraldursins. Samkvæmt þeim tölum sem þegar hafa verið birtar á covid.is eru nú 75 í einangrun á Íslandi, smitaðir af covid-19 og 454 eru í sóttkví. Ætla má að þeim hafi farið fjölgandi í dag eftir því sem smitrakningu vindur fram. Búast má við að tölur verði næst uppfærðar í fyrramálið. AstraZeneca og óljós skilaboð frá ESB Hátt í tuttugu þúsund hafa þegar lokið bólusetningu hér á landi en stjórnvöld greindu frá því í dag að ákveðið hafi verið að hefja aftur bólusetningar með bóluefni AstraZeneca. Þá hafa stjórnvöld komið á framfæri mótmælum við Evrópusambandið vegna hertra reglna um útflutning bóluefnis frá sambandinu sem kynntar voru í dag. Ráða mátti af yfirlýsingu ESB að Ísland væri meðal þeirra ríkja sem höftin næðu til en það stenst ekki skoðun að sögn ráðherra og brýtur í bága við EES-samninginn. Forseti framkvæmdastjórnar ESB hefur fullvissað íslensk stjórnvöld um að bannið nái ekki til innflutning bóluefnis til Íslands frá ESB. Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík Almannavarnir Landspítalinn Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Aðgerðirnar taka allar gildi á miðnætti en frá þeim tíma mega ekki fleiri en tíu manns koma saman næstu þrjár vikurnar í von um að hefta útbreiðslu covid-19. Að meginreglu gilda fjöldatakmörk fyrir alla nema börn sem fædd eru 2015 eða síðar. Helstu aðgerðir Trú-- og lífskoðunarfélög mega taka á móti allt að 30 gestum. Sund- og baðstöðum verður lokað sem og líkamsræktarstöðvum og heilsurækt. Íþróttir barna þar sem hætta er á snertismiti eru óheimilar. Sviðslistir verða óheimilar og þar með verður leikhúsum og kvikmyndahúsum lokað. Skemmtistöðum, krám og spilasölum verður lokað. Veitingastaðir mega taka á móti 20 gestum og hafa opið til klukkan 22 þar sem síðustu gestum er hleypt inn klukkan 21. Ekki mega fleiri en fimmtíu manns vera í hverri verslun og færri í minni verslunum og aldrei fleiri en fimm manns á hverja tíu fermetra. Ökunám og flugnám með kennara verður óheimilt. Hársnyrtistofur og snyrtistofur mega hins vegar hafa opið áfram með almennum takörkunum. Skólum allt frá grunn- og upp í háskóla verður lokað frá og með morgundeginum og fram yfir páskafrí en nánar er unnið að reglum sem taka gildi að því loknu. Ítarlega er fjallað um aðgerðirnar í reglugerð heilbrigðisráðherra. Leikskólar lokaðir til hádegis Þá hefur Reykjavíkurborg tekið ákvörðun um að allir leikskólar borgarinnar verði lokaðir til hádegis á morgun, en stjórn Félags leikskólakennara segir stjórnvöld taka óþarfa áhættu með því að halda leikskólum opnum fram að páskafríi. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg frá því í kvöld er birtur listi yfir alla þá þjónustu, skóla- og frístundastarf sem verður lokað. Má þar til að mynda nefna alla tónlistarskóla, félagsmiðstöðvar og frístundaheimili, æfingar skólahljómsveita falla niður og ylströndin í Nauthólsvík og skíðasvæði verða lokuð. Sama á við um Fjölskyldu- og húsdýragarðinn en söfn borgarinnar verða opin með tilliti til tíu manna fjöldatakmarkana. Öllum auglýstum viðburðum verður þó aflýst. Nánar er gerð grein fyrir þjónustu á vegum þjónustumiðstöðva velferðarsviðs í tilkynningu á vef borgarinnar. Engin áhrif á Strætó en Landspítali á hættustig Hertar sóttvarnaaðgerðir stjórnvalda munu aftur á móti ekki hafa áhrif á starfsemi Strætó en þar gilda áfram þær reglur sem verið hafa í gildi, til að mynda hvað lýtur að grímuskyldu og persónubundnar sóttvarnir. Ljóst er að fermingar og aðrar athafnir á vegum trú- og lífsskoðunarfélaga kunna að vera í uppnámi næstu þrjár vikurnar. Líkt og áður segir hefur Landspítalinn verið færður á hættustig sem hefur í för með sér að gerðar eru sérstakar ráðstafanir umfram það sem gilt hefur að undanförnu. Á það til að mynda við um heimsóknir og flutning sjúklinga milli stofnanna líkt og nánar er fjallað um hér. Þá hefur verið ákveðið að endurvekja bakvarðasveit heilbrigðisþjónustu en heilbrigðisráðuneytið óskaði í dag eftir liðsinni heilbrigðisstarfsfólk sem er reiðubúið að koma tímabundið til starfa með skömmum fyrirvara. Upplýsingafundir aftur í streymi Boðað hefur verið til upplýsingafundar klukkan ellefu í fyrramálið þar sem fjölmiðlum er boðið að taka þátt í gegnum fjarfund líkt og áður var, en ekki með því að mæta í hús líkt og verið hefur upp á síðkastið. Á fundinum munu þau Þórólfur Guðnason, Alma Möller og Rögnvaldur Ólafsson, fara yfir stöðu mála vegna faraldursins. Samkvæmt þeim tölum sem þegar hafa verið birtar á covid.is eru nú 75 í einangrun á Íslandi, smitaðir af covid-19 og 454 eru í sóttkví. Ætla má að þeim hafi farið fjölgandi í dag eftir því sem smitrakningu vindur fram. Búast má við að tölur verði næst uppfærðar í fyrramálið. AstraZeneca og óljós skilaboð frá ESB Hátt í tuttugu þúsund hafa þegar lokið bólusetningu hér á landi en stjórnvöld greindu frá því í dag að ákveðið hafi verið að hefja aftur bólusetningar með bóluefni AstraZeneca. Þá hafa stjórnvöld komið á framfæri mótmælum við Evrópusambandið vegna hertra reglna um útflutning bóluefnis frá sambandinu sem kynntar voru í dag. Ráða mátti af yfirlýsingu ESB að Ísland væri meðal þeirra ríkja sem höftin næðu til en það stenst ekki skoðun að sögn ráðherra og brýtur í bága við EES-samninginn. Forseti framkvæmdastjórnar ESB hefur fullvissað íslensk stjórnvöld um að bannið nái ekki til innflutning bóluefnis til Íslands frá ESB.
Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík Almannavarnir Landspítalinn Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira