Elvar á flugi í Frakklandi | Grétar Ari tapaði naumlega Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. mars 2021 22:00 Elvar hefur farið frábærlega af stað í Frakklandi. L'est Républican/Patrice Saucourt Elvar Ásgeirsson og Grétar Ari Guðjónsson léku með liðum sínum í frönsku B-deildinni í handbolta í kvöld. Nancy vann botnlið Angers 28-24 á meðan Nice tapaði með eins marks mun gegn Cherbourg, 32-31. Síðan Elvar gekk til liðs við Nancy hefur liðið unnið fimm leiki í röð. Alls hefur liðið reyndar unnið sex leiki í röð en það vann leikinn áður en Elvar setti blek á blað í Frakklandi. Í kvöld tók það á móti botnliði Angers og vann nokkuð sannfærandi fjögurra marka sigur. Nancy var fimm mörkum yfir í hálfleik, staðan þá 14-9. Í stað þess að stinga af í síðari hálfleik þá tókst gestunum að halda sér inn í leiknum þangað til skammt var til leiksloka, lokatölur 28-24. Elvar skoraði sjö mörk úr 11 skotum í kvöld og var næst markahæstur í liði Nancy í kvöld. Eftir enn einn sigurinn er Nancy komið upp í 2. sæti deildarinnar með 28 stig að loknum 18 leikjum. Markvörðurinn Grétar Ari Guðjónsson var milli stanganna er Nice tapaði með aðeins eins marks mun gegn Cherbourg á heimavelli í kvöld, lokatölur 31-32. Grétar Ari varði níu skot í leiknum og var með 23 prósent þeirra skota sem rötuðu á markið. Nice er í 7. sæti deildarinnar, aðeins tveimur stigum frá umspilssæti en liðin sem enda í 3. til 6. sæti fara í umspil um sæti í frönsku úrvalsdeildinni á meðan efstu tvö liðin fara beint upp. Flest lið deildarinnar eiga átta leiki eftir. Handbolti Franski handboltinn Mest lesið Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Sjá meira
Síðan Elvar gekk til liðs við Nancy hefur liðið unnið fimm leiki í röð. Alls hefur liðið reyndar unnið sex leiki í röð en það vann leikinn áður en Elvar setti blek á blað í Frakklandi. Í kvöld tók það á móti botnliði Angers og vann nokkuð sannfærandi fjögurra marka sigur. Nancy var fimm mörkum yfir í hálfleik, staðan þá 14-9. Í stað þess að stinga af í síðari hálfleik þá tókst gestunum að halda sér inn í leiknum þangað til skammt var til leiksloka, lokatölur 28-24. Elvar skoraði sjö mörk úr 11 skotum í kvöld og var næst markahæstur í liði Nancy í kvöld. Eftir enn einn sigurinn er Nancy komið upp í 2. sæti deildarinnar með 28 stig að loknum 18 leikjum. Markvörðurinn Grétar Ari Guðjónsson var milli stanganna er Nice tapaði með aðeins eins marks mun gegn Cherbourg á heimavelli í kvöld, lokatölur 31-32. Grétar Ari varði níu skot í leiknum og var með 23 prósent þeirra skota sem rötuðu á markið. Nice er í 7. sæti deildarinnar, aðeins tveimur stigum frá umspilssæti en liðin sem enda í 3. til 6. sæti fara í umspil um sæti í frönsku úrvalsdeildinni á meðan efstu tvö liðin fara beint upp. Flest lið deildarinnar eiga átta leiki eftir.
Handbolti Franski handboltinn Mest lesið Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Sjá meira