„Finnst verst að ég fæ líklega aldrei að sjá þann sem skrifaði þetta undir fjögur augu“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. mars 2021 11:31 Alfreð Gíslason hefur þjálfað í Þýskalandi síðan 1997. getty/Soeren Stache Alfreð Gíslason, þjálfari þýska handboltalandsliðsins, viðurkennir að sér hafi brugðið að fá hótunarbréf í pósti. Hann efast um að hann muni nokkurn tímann hitta bréfritara, augliti til auglitis. Í síðustu viku birti Alfreð mynd af hótunarbréfinu sem hann fékk sent heim til sín. Þar var honum tjáð að ef hann myndi ekki hætta sem landsliðsþjálfari myndi það hafa afleiðingar fyrir hann. „Við erum öll þýsk og viljum hafa þýskan landsliðsþjálfara. Heimskulegt látbragð þitt á hliðarlínunni fer í taugarnar á manni. Ef þú segir ekki upp störfum þá munum við heimsækja þig og við skulum sjá hvað verður um húsið þitt þá. Við bíðum,“ stóð í bréfinu. Málið vakti mikla athygli og Alfreð fékk stuðning víða að, meðal annars frá forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni, og þjálfurum þýsku fótboltalandsliðanna, þeim Joachim Löw og Martinu Voss-Tecklenburg. „Ég er ekkert sérstaklega stressaður yfir þessu en það var samt mjög óþægileg tilfinning að fá þetta bréf,“ sagði Alfreð í samtali við Akureyri.net. „Við búum í litlu þorpi og allir fylgjast vel með öllum, þannig lagað, en þetta er samt óþægilegt. Mér finnst verst að ég fæ líklega aldrei að sjá þann sem skrifaði þetta undir fjögur augu. Svona er þetta eftir að samfélagsmiðlar komu til sögunnar; alls konar lið skrifar hitt og þetta undir dulnefni og þarf aldrei að standa fyrir málinu sínu. En það væri óskandi að sá sem sendi mér bréfið fyndist.“ Alfreð býr í litlu og friðsælu þorpi í nágrenni Magdeburgar. Þar sást varla lögreglubíll en nú er öldin önnur. „Nú keyra þeir hægt og rólega framhjá okkur nokkrum sinnum á dag! Það er einn af kostunum við Þýskaland að þeir taka svona mál mjög alvarlega,“ sagði Alfreð. „Nú er bara að henda upp fleiri myndavélum við húsið og ljóskösturum með hreyfiskynjurum. Það er í sjálfu sér það eina sem ég get gert – og verð að gera.“ Fyrr í þessum mánuði kom Alfreð þýska landsliðinu á Ólympíuleikana í Tókýó. Þýskaland endaði í 12. sæti á HM í Egyptalandi, á fyrsta stórmótinu undir stjórn Alfreðs. Þýski handboltinn Íslendingar erlendis Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Í beinni: ÍBV - Fram | Kemur fyrsta markið á Þórsvelli? Íslenski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Íslenski boltinn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Sjá meira
Í síðustu viku birti Alfreð mynd af hótunarbréfinu sem hann fékk sent heim til sín. Þar var honum tjáð að ef hann myndi ekki hætta sem landsliðsþjálfari myndi það hafa afleiðingar fyrir hann. „Við erum öll þýsk og viljum hafa þýskan landsliðsþjálfara. Heimskulegt látbragð þitt á hliðarlínunni fer í taugarnar á manni. Ef þú segir ekki upp störfum þá munum við heimsækja þig og við skulum sjá hvað verður um húsið þitt þá. Við bíðum,“ stóð í bréfinu. Málið vakti mikla athygli og Alfreð fékk stuðning víða að, meðal annars frá forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni, og þjálfurum þýsku fótboltalandsliðanna, þeim Joachim Löw og Martinu Voss-Tecklenburg. „Ég er ekkert sérstaklega stressaður yfir þessu en það var samt mjög óþægileg tilfinning að fá þetta bréf,“ sagði Alfreð í samtali við Akureyri.net. „Við búum í litlu þorpi og allir fylgjast vel með öllum, þannig lagað, en þetta er samt óþægilegt. Mér finnst verst að ég fæ líklega aldrei að sjá þann sem skrifaði þetta undir fjögur augu. Svona er þetta eftir að samfélagsmiðlar komu til sögunnar; alls konar lið skrifar hitt og þetta undir dulnefni og þarf aldrei að standa fyrir málinu sínu. En það væri óskandi að sá sem sendi mér bréfið fyndist.“ Alfreð býr í litlu og friðsælu þorpi í nágrenni Magdeburgar. Þar sást varla lögreglubíll en nú er öldin önnur. „Nú keyra þeir hægt og rólega framhjá okkur nokkrum sinnum á dag! Það er einn af kostunum við Þýskaland að þeir taka svona mál mjög alvarlega,“ sagði Alfreð. „Nú er bara að henda upp fleiri myndavélum við húsið og ljóskösturum með hreyfiskynjurum. Það er í sjálfu sér það eina sem ég get gert – og verð að gera.“ Fyrr í þessum mánuði kom Alfreð þýska landsliðinu á Ólympíuleikana í Tókýó. Þýskaland endaði í 12. sæti á HM í Egyptalandi, á fyrsta stórmótinu undir stjórn Alfreðs.
Þýski handboltinn Íslendingar erlendis Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Í beinni: ÍBV - Fram | Kemur fyrsta markið á Þórsvelli? Íslenski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Íslenski boltinn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Sjá meira