„Finnst verst að ég fæ líklega aldrei að sjá þann sem skrifaði þetta undir fjögur augu“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. mars 2021 11:31 Alfreð Gíslason hefur þjálfað í Þýskalandi síðan 1997. getty/Soeren Stache Alfreð Gíslason, þjálfari þýska handboltalandsliðsins, viðurkennir að sér hafi brugðið að fá hótunarbréf í pósti. Hann efast um að hann muni nokkurn tímann hitta bréfritara, augliti til auglitis. Í síðustu viku birti Alfreð mynd af hótunarbréfinu sem hann fékk sent heim til sín. Þar var honum tjáð að ef hann myndi ekki hætta sem landsliðsþjálfari myndi það hafa afleiðingar fyrir hann. „Við erum öll þýsk og viljum hafa þýskan landsliðsþjálfara. Heimskulegt látbragð þitt á hliðarlínunni fer í taugarnar á manni. Ef þú segir ekki upp störfum þá munum við heimsækja þig og við skulum sjá hvað verður um húsið þitt þá. Við bíðum,“ stóð í bréfinu. Málið vakti mikla athygli og Alfreð fékk stuðning víða að, meðal annars frá forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni, og þjálfurum þýsku fótboltalandsliðanna, þeim Joachim Löw og Martinu Voss-Tecklenburg. „Ég er ekkert sérstaklega stressaður yfir þessu en það var samt mjög óþægileg tilfinning að fá þetta bréf,“ sagði Alfreð í samtali við Akureyri.net. „Við búum í litlu þorpi og allir fylgjast vel með öllum, þannig lagað, en þetta er samt óþægilegt. Mér finnst verst að ég fæ líklega aldrei að sjá þann sem skrifaði þetta undir fjögur augu. Svona er þetta eftir að samfélagsmiðlar komu til sögunnar; alls konar lið skrifar hitt og þetta undir dulnefni og þarf aldrei að standa fyrir málinu sínu. En það væri óskandi að sá sem sendi mér bréfið fyndist.“ Alfreð býr í litlu og friðsælu þorpi í nágrenni Magdeburgar. Þar sást varla lögreglubíll en nú er öldin önnur. „Nú keyra þeir hægt og rólega framhjá okkur nokkrum sinnum á dag! Það er einn af kostunum við Þýskaland að þeir taka svona mál mjög alvarlega,“ sagði Alfreð. „Nú er bara að henda upp fleiri myndavélum við húsið og ljóskösturum með hreyfiskynjurum. Það er í sjálfu sér það eina sem ég get gert – og verð að gera.“ Fyrr í þessum mánuði kom Alfreð þýska landsliðinu á Ólympíuleikana í Tókýó. Þýskaland endaði í 12. sæti á HM í Egyptalandi, á fyrsta stórmótinu undir stjórn Alfreðs. Þýski handboltinn Íslendingar erlendis Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Sjá meira
Í síðustu viku birti Alfreð mynd af hótunarbréfinu sem hann fékk sent heim til sín. Þar var honum tjáð að ef hann myndi ekki hætta sem landsliðsþjálfari myndi það hafa afleiðingar fyrir hann. „Við erum öll þýsk og viljum hafa þýskan landsliðsþjálfara. Heimskulegt látbragð þitt á hliðarlínunni fer í taugarnar á manni. Ef þú segir ekki upp störfum þá munum við heimsækja þig og við skulum sjá hvað verður um húsið þitt þá. Við bíðum,“ stóð í bréfinu. Málið vakti mikla athygli og Alfreð fékk stuðning víða að, meðal annars frá forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni, og þjálfurum þýsku fótboltalandsliðanna, þeim Joachim Löw og Martinu Voss-Tecklenburg. „Ég er ekkert sérstaklega stressaður yfir þessu en það var samt mjög óþægileg tilfinning að fá þetta bréf,“ sagði Alfreð í samtali við Akureyri.net. „Við búum í litlu þorpi og allir fylgjast vel með öllum, þannig lagað, en þetta er samt óþægilegt. Mér finnst verst að ég fæ líklega aldrei að sjá þann sem skrifaði þetta undir fjögur augu. Svona er þetta eftir að samfélagsmiðlar komu til sögunnar; alls konar lið skrifar hitt og þetta undir dulnefni og þarf aldrei að standa fyrir málinu sínu. En það væri óskandi að sá sem sendi mér bréfið fyndist.“ Alfreð býr í litlu og friðsælu þorpi í nágrenni Magdeburgar. Þar sást varla lögreglubíll en nú er öldin önnur. „Nú keyra þeir hægt og rólega framhjá okkur nokkrum sinnum á dag! Það er einn af kostunum við Þýskaland að þeir taka svona mál mjög alvarlega,“ sagði Alfreð. „Nú er bara að henda upp fleiri myndavélum við húsið og ljóskösturum með hreyfiskynjurum. Það er í sjálfu sér það eina sem ég get gert – og verð að gera.“ Fyrr í þessum mánuði kom Alfreð þýska landsliðinu á Ólympíuleikana í Tókýó. Þýskaland endaði í 12. sæti á HM í Egyptalandi, á fyrsta stórmótinu undir stjórn Alfreðs.
Þýski handboltinn Íslendingar erlendis Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Sjá meira