Kynnti langtímaáætlun um tilslakanir næstu tvo mánuði Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. mars 2021 23:59 Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur. Vísir/GEtty Dönsk stjórnvöld komust í kvöld að samkomulagi um að danskt samfélag skuli verða opið að mestu þegar allir 50 ára og eldri hafa verið bólusettir gegn kórónuveirunni. Þá var kynnt ítarleg langtímaáætlun um tilslakanir á sóttvarnareglum næstu tvo mánuði. Mette Frederiksen kynnti áætlunina á blaðamannafundi í Kaupmannahöfn í kvöld. Þverpólitísk sátt er um aðgerðirnar en allir flokkar á danska þinginu fyrir utan einn, Nye Borgerlige, standa að baki samkomulaginu. Þá er áætlunin háð því að vel gangi í faraldrinum og smitum haldi áfram að fækka, að því er segir í frétt danska ríkissjónvarpsins DR. Þá var jafnframt boðuð notkun á svokölluðum „kórónupassa,“ sem nálgast má í smáforriti heilbrigðisyfirvalda. Tilslakanirnar næstu mánuði eru margar háðar framvísun á þessum kórónuveirupassa, sem staðfestir ýmist bólusetningu, neikvæða niðurstöðu úr Covid-prófi eða mótefni hjá þeim sem honum framvísar. Aftur í skólann og klippingu Tilslakanirnar munu taka gildi með tveggja vikna millibili. Strax eftir páska, 6. apríl, munu börn og unglingar snúa aftur í skóla aðra hverja viku. Hið sama gildir um önnur skólastig. Sama dag verður starfsemi á borð við hárgreiðslustofur og nuddara leyft að opna á ný. Þá er stefnt að því að hægt verði að opna verslanir og verslunarmiðstöðvar, hvar gólfflötur er minni en 15 þúsund fermetrar, 13. apríl. Þetta mun þó ekki gilda á svæðum þar sem nýgengi smita er hátt, að því er segir í frétt DR. Áfram einhverjar takmarkanir Aðrar verslanir og verslunarmiðstöðvar munu fá að opna 21. apríl. Sama dag er stefnt að því að veitingastaðir og kaffihús geti byrjað að þjónusta gesti utandyra á ný, auk þess sem söfn og bókasöfn verða opnuð. Íþróttir barna og unglina verða einnig leyfðar innandyra 21. apríl. Tveimur vikum síðar, 6. maí, er stefnt að því að hægt verði að snæða innandyra á veitingastöðum, auk þess sem boðað er að leikhús og kvikmyndahús verði opnuð. Þá verði fullorðnum jafnframt heimilt að stunda íþróttir innandyra. 21. maí verði svo aðrar íþróttir og tómstundir leyfðar. Stjórnvöld vonast þannig til að danskt samfélag að mestu opið eftir tvo mánuði. Áfram er þó búist við að fjölda- og ferðatakmarkanir verði í gildi, auk grímuskyldu og fjarlægðarmarka. Danmörk Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Sjá meira
Mette Frederiksen kynnti áætlunina á blaðamannafundi í Kaupmannahöfn í kvöld. Þverpólitísk sátt er um aðgerðirnar en allir flokkar á danska þinginu fyrir utan einn, Nye Borgerlige, standa að baki samkomulaginu. Þá er áætlunin háð því að vel gangi í faraldrinum og smitum haldi áfram að fækka, að því er segir í frétt danska ríkissjónvarpsins DR. Þá var jafnframt boðuð notkun á svokölluðum „kórónupassa,“ sem nálgast má í smáforriti heilbrigðisyfirvalda. Tilslakanirnar næstu mánuði eru margar háðar framvísun á þessum kórónuveirupassa, sem staðfestir ýmist bólusetningu, neikvæða niðurstöðu úr Covid-prófi eða mótefni hjá þeim sem honum framvísar. Aftur í skólann og klippingu Tilslakanirnar munu taka gildi með tveggja vikna millibili. Strax eftir páska, 6. apríl, munu börn og unglingar snúa aftur í skóla aðra hverja viku. Hið sama gildir um önnur skólastig. Sama dag verður starfsemi á borð við hárgreiðslustofur og nuddara leyft að opna á ný. Þá er stefnt að því að hægt verði að opna verslanir og verslunarmiðstöðvar, hvar gólfflötur er minni en 15 þúsund fermetrar, 13. apríl. Þetta mun þó ekki gilda á svæðum þar sem nýgengi smita er hátt, að því er segir í frétt DR. Áfram einhverjar takmarkanir Aðrar verslanir og verslunarmiðstöðvar munu fá að opna 21. apríl. Sama dag er stefnt að því að veitingastaðir og kaffihús geti byrjað að þjónusta gesti utandyra á ný, auk þess sem söfn og bókasöfn verða opnuð. Íþróttir barna og unglina verða einnig leyfðar innandyra 21. apríl. Tveimur vikum síðar, 6. maí, er stefnt að því að hægt verði að snæða innandyra á veitingastöðum, auk þess sem boðað er að leikhús og kvikmyndahús verði opnuð. Þá verði fullorðnum jafnframt heimilt að stunda íþróttir innandyra. 21. maí verði svo aðrar íþróttir og tómstundir leyfðar. Stjórnvöld vonast þannig til að danskt samfélag að mestu opið eftir tvo mánuði. Áfram er þó búist við að fjölda- og ferðatakmarkanir verði í gildi, auk grímuskyldu og fjarlægðarmarka.
Danmörk Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Sjá meira