Vaknaði í Grindavík og fattaði að líklega væri verið að leita að honum Kolbeinn Tumi Daðason og Jóhann K. Jóhannsson skrifa 22. mars 2021 10:51 Daniel hefur verið í sjö ár á Íslandi og segist vera orðinn nokkuð vanur fjallamennsku. Vísir/Egill Daniel Höhne, þýskur karlmaður búsettur á Íslandi, er eigandi bíls sem fannst mannlaus austan við Grindavíkurveg til móts við Bláa lónið í morgun. Hann lagði upp í göngu klukkan tólf á hádegi á sunnudag og í stað þess að fara aftur að bíl sínum ákvað hann að gista í Grindavík og sækja bílinn daginn eftir. „Þetta er líklega lengsta mögulega gönguleiðin. En ég lagði hér og fór í vænan göngutúr,“ segir Daniel. Almannavarnir höfðu mælt með því að leggja bílum sínum á þessum slóðum því þar væru bílastæði að finna. Flestir virðast þó hafa ekið að lokun á Suðurstrandarvegi, lagt úti í kanti og gengið styttri leið. Klippa: Var ekki týndur heldur gisti í Grindavík Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út í morgun um klukkan hálf níu vegna mannlauss bíls á þýskum númerum á þeim slóðum hvaðan fjöldi fólks lagði upp í göngu inn í Geldingadal í gær. Klukkustund síðar var leit hætt enda maðurinn kominn í leitirnar. Gerði hann lögreglu sjálfur grein fyrir því að hann væri eigandi bílsins. „Ég fór af stað um klukkan tólf og þetta tók um þrjá tíma,“ segir Daniel í samtali við Vísi um gönguna að gosstöðvunum. Jeppi Daniels sem björgunarsveitir tóku eftir í morgun.Vísir/Egill „Þetta var svo fallegt. Þetta er fyrsta virka eldgosið sem ég sé. Þetta var stórkostlegt,“ segir Daniel í samtali við Vísi. Hann segir hafa lagt bíl sínum og lagt upp í gönguferð. Eftir langan dag á gosstöðvunum kom hann niður nærri Grindavík og ákvað að finna sér gistingu. Svo vaknaði hann í morgun og heyrði af leit vegna bíls. Daniel var þreyttur eftir langan dag í gær og fann sér gistingu í Grindavík.Vísir/Egill „Ég taldi þetta geta verið minn bíl,“ segir Daniel. Klukkan hafi verið orðin margt í gær og hann því fundið sér gistingu. „Ég hugsaði að ég gæti sótt bílinn nú í morgun. Svo heyrði ég af rýmingu, hugsaði um bílinn og hafði samband við lögreglu.“ Hann hefur búið hér á landi frá 2014, starfað sem leiðsögumaður meðal annars og vanur útivist og fjallgöngum. Hann sé þó alltaf að læra. Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Grindavík Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Fleiri fréttir Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Sjá meira
„Þetta er líklega lengsta mögulega gönguleiðin. En ég lagði hér og fór í vænan göngutúr,“ segir Daniel. Almannavarnir höfðu mælt með því að leggja bílum sínum á þessum slóðum því þar væru bílastæði að finna. Flestir virðast þó hafa ekið að lokun á Suðurstrandarvegi, lagt úti í kanti og gengið styttri leið. Klippa: Var ekki týndur heldur gisti í Grindavík Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út í morgun um klukkan hálf níu vegna mannlauss bíls á þýskum númerum á þeim slóðum hvaðan fjöldi fólks lagði upp í göngu inn í Geldingadal í gær. Klukkustund síðar var leit hætt enda maðurinn kominn í leitirnar. Gerði hann lögreglu sjálfur grein fyrir því að hann væri eigandi bílsins. „Ég fór af stað um klukkan tólf og þetta tók um þrjá tíma,“ segir Daniel í samtali við Vísi um gönguna að gosstöðvunum. Jeppi Daniels sem björgunarsveitir tóku eftir í morgun.Vísir/Egill „Þetta var svo fallegt. Þetta er fyrsta virka eldgosið sem ég sé. Þetta var stórkostlegt,“ segir Daniel í samtali við Vísi. Hann segir hafa lagt bíl sínum og lagt upp í gönguferð. Eftir langan dag á gosstöðvunum kom hann niður nærri Grindavík og ákvað að finna sér gistingu. Svo vaknaði hann í morgun og heyrði af leit vegna bíls. Daniel var þreyttur eftir langan dag í gær og fann sér gistingu í Grindavík.Vísir/Egill „Ég taldi þetta geta verið minn bíl,“ segir Daniel. Klukkan hafi verið orðin margt í gær og hann því fundið sér gistingu. „Ég hugsaði að ég gæti sótt bílinn nú í morgun. Svo heyrði ég af rýmingu, hugsaði um bílinn og hafði samband við lögreglu.“ Hann hefur búið hér á landi frá 2014, starfað sem leiðsögumaður meðal annars og vanur útivist og fjallgöngum. Hann sé þó alltaf að læra.
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Grindavík Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Fleiri fréttir Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Sjá meira