Vaknaði í Grindavík og fattaði að líklega væri verið að leita að honum Kolbeinn Tumi Daðason og Jóhann K. Jóhannsson skrifa 22. mars 2021 10:51 Daniel hefur verið í sjö ár á Íslandi og segist vera orðinn nokkuð vanur fjallamennsku. Vísir/Egill Daniel Höhne, þýskur karlmaður búsettur á Íslandi, er eigandi bíls sem fannst mannlaus austan við Grindavíkurveg til móts við Bláa lónið í morgun. Hann lagði upp í göngu klukkan tólf á hádegi á sunnudag og í stað þess að fara aftur að bíl sínum ákvað hann að gista í Grindavík og sækja bílinn daginn eftir. „Þetta er líklega lengsta mögulega gönguleiðin. En ég lagði hér og fór í vænan göngutúr,“ segir Daniel. Almannavarnir höfðu mælt með því að leggja bílum sínum á þessum slóðum því þar væru bílastæði að finna. Flestir virðast þó hafa ekið að lokun á Suðurstrandarvegi, lagt úti í kanti og gengið styttri leið. Klippa: Var ekki týndur heldur gisti í Grindavík Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út í morgun um klukkan hálf níu vegna mannlauss bíls á þýskum númerum á þeim slóðum hvaðan fjöldi fólks lagði upp í göngu inn í Geldingadal í gær. Klukkustund síðar var leit hætt enda maðurinn kominn í leitirnar. Gerði hann lögreglu sjálfur grein fyrir því að hann væri eigandi bílsins. „Ég fór af stað um klukkan tólf og þetta tók um þrjá tíma,“ segir Daniel í samtali við Vísi um gönguna að gosstöðvunum. Jeppi Daniels sem björgunarsveitir tóku eftir í morgun.Vísir/Egill „Þetta var svo fallegt. Þetta er fyrsta virka eldgosið sem ég sé. Þetta var stórkostlegt,“ segir Daniel í samtali við Vísi. Hann segir hafa lagt bíl sínum og lagt upp í gönguferð. Eftir langan dag á gosstöðvunum kom hann niður nærri Grindavík og ákvað að finna sér gistingu. Svo vaknaði hann í morgun og heyrði af leit vegna bíls. Daniel var þreyttur eftir langan dag í gær og fann sér gistingu í Grindavík.Vísir/Egill „Ég taldi þetta geta verið minn bíl,“ segir Daniel. Klukkan hafi verið orðin margt í gær og hann því fundið sér gistingu. „Ég hugsaði að ég gæti sótt bílinn nú í morgun. Svo heyrði ég af rýmingu, hugsaði um bílinn og hafði samband við lögreglu.“ Hann hefur búið hér á landi frá 2014, starfað sem leiðsögumaður meðal annars og vanur útivist og fjallgöngum. Hann sé þó alltaf að læra. Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Grindavík Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Sjá meira
„Þetta er líklega lengsta mögulega gönguleiðin. En ég lagði hér og fór í vænan göngutúr,“ segir Daniel. Almannavarnir höfðu mælt með því að leggja bílum sínum á þessum slóðum því þar væru bílastæði að finna. Flestir virðast þó hafa ekið að lokun á Suðurstrandarvegi, lagt úti í kanti og gengið styttri leið. Klippa: Var ekki týndur heldur gisti í Grindavík Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út í morgun um klukkan hálf níu vegna mannlauss bíls á þýskum númerum á þeim slóðum hvaðan fjöldi fólks lagði upp í göngu inn í Geldingadal í gær. Klukkustund síðar var leit hætt enda maðurinn kominn í leitirnar. Gerði hann lögreglu sjálfur grein fyrir því að hann væri eigandi bílsins. „Ég fór af stað um klukkan tólf og þetta tók um þrjá tíma,“ segir Daniel í samtali við Vísi um gönguna að gosstöðvunum. Jeppi Daniels sem björgunarsveitir tóku eftir í morgun.Vísir/Egill „Þetta var svo fallegt. Þetta er fyrsta virka eldgosið sem ég sé. Þetta var stórkostlegt,“ segir Daniel í samtali við Vísi. Hann segir hafa lagt bíl sínum og lagt upp í gönguferð. Eftir langan dag á gosstöðvunum kom hann niður nærri Grindavík og ákvað að finna sér gistingu. Svo vaknaði hann í morgun og heyrði af leit vegna bíls. Daniel var þreyttur eftir langan dag í gær og fann sér gistingu í Grindavík.Vísir/Egill „Ég taldi þetta geta verið minn bíl,“ segir Daniel. Klukkan hafi verið orðin margt í gær og hann því fundið sér gistingu. „Ég hugsaði að ég gæti sótt bílinn nú í morgun. Svo heyrði ég af rýmingu, hugsaði um bílinn og hafði samband við lögreglu.“ Hann hefur búið hér á landi frá 2014, starfað sem leiðsögumaður meðal annars og vanur útivist og fjallgöngum. Hann sé þó alltaf að læra.
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Grindavík Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels