Á göngu í níu klukkustundir án þess að komast að gosinu: „Strákurinn minn var orðinn virkilega hræddur og var að örmagnast“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 21. mars 2021 15:39 Hinn níu ára gamli Adam Mustapha Safy lagði af stað með föður sínum í gær í von um að sjá eldgosið. Leiðangur feðganna reyndist erfiðari en þeir bjuggust við í fyrstu. Vísir/Rax/aðsend Níu ára drengur og faðir hans villtust af leið á leið sinni til að skoða eldgosið í Geldingadal í gær. Feðgarnir voru á göngu í um níu klukkutíma, matarlausir, með rafmagnslausan síma og hefðu mátt vera betur búnir. Feðgarnir komust heim heilir á húfi um miðnætti í gær en drengurinn var að sögn móður hans orðinn mjög hræddur og þreyttur. Svekktastur var hann yfir því að hafa ekki náð að komast alla leið að eldgosinu og sjá það með berum augum. „Við gerðum ráð fyrir að þetta væru kannski þrír tímar í göngu hvora leið og væri ekki svona erfiður leiðangur. Hann gerði sér ekki grein fyrir að það yrði komið myrkur þegar þeir væru á leiðinni til baka og voru ekki með vasaljós, ætluðu bara að taka símann og gerðu sér ekki grein fyrir að þetta yrði svona erfitt,“ segir Kamilla Þöll Finnbogadóttir, móðir hins níu ára gamla Adams Mustapha Safy, í samtali við Vísi. Nestið gleymdist í bílnum Fjölskyldan kann fólki sem varð á vegi feðganna í gær og aðstoðaði þá miklar þakkir. Feðgarnir lögðu af stað um klukkan tvö og lögðu bílnum við Bláa lónið, um klukkan fjögur varð síminn rafmagnslaus. Um klukkan sjö fengu þeir svo að hringja hjá manni sem varð á vegi þeirra á leiðinni og gátu þeir látið Kamillu vita af sér. Þá áttu þeir eftir um fjögurra kílómetra göngu að gosinu en var ráðlagt að snúa við en á þessum tímapunkti voru þeir þegar búnir að komast yfir stærsta fjallið á leið sinni. „Strákurinn minn er níu ára og eftir alla gönguna varð hann vitanlega mjög sár að ná ekki að sjá eldgosið með eigin augum. Þeir hófu að ganga að bílnum aftur, strákurinn minn kominn með krampa í fæturna og fannst nú leitt að hafa farið á æfingarnar og eiga minni orku inni, við tók löng og erfið ganga. Þeir höfðu gleymt drykk og mat í bílnum, þannig án matar voru þeir frá klukkan tvö,“ segir Kamilla, en sonur hennar hafði nýlega lokið handbolta- og fótboltaæfingu áður en feðgarnir lögðu af stað. Var hræddur um að verða úti Eftir að dimma tók voru þeir án ljóss þar sem síminn var batteríslaus. Þeim var orðið kalt, voru þreyttir og svangir. Þeir vissu ekki hvert þeir ættu að fara og týndu ítrekað leið sinni en gátu stundum fylgt bjarma frá vasaljósum annarra sem voru á ferðinni á svipuðum slóðum. „Strákurinn minn var orðinn virkilega hræddur og var að örmagnast og vildi bara sofa. Hann orðinn gegnumblautur i fæturnar og gat illa gengið. Þreyttur og hræddur að týnast alveg og verða úti. Faðir hans náði að bera hann á bakinu stöku sinnum,“ segir Kamilla. „Hann var orðinn þreyttur og rosalega hræddur, og hræddur um að deyja á staðnum. „Erum við nokkuð að fara að deyja hérna pabbi?“ spurði Adam pabba sinn að sögn Kamillu. „Þegar hann kom heim var hann rosalega þreyttur og gat varla haldið augunum opnum enda búinn að labba stanslaust í níu klukkutíma.“ Náði að kalla á hjálp Þeim var ráðlagt af göngufólki að ganga fyrir fjall nokkurt frekar en yfir það vegna þess að erfitt gæti verið að ganga upp grýtt fjallið og það án þess að hafa nokkurt ljós. „Þeir fóru því bak við fjall en sáu svo að það var leiðin til Grindavíkur sem var þó ekki í nálægð heldur, eftir nokkurn spöl ákváðu þeir að stoppa og setjast niður alveg týndir og þreyttir. Strákurinn minn alveg uppgefinn og fann ekki fyrir fótunum sínum vildi bara leggjast og sofna á steinunum. Orðinn hræddur við að verða úti,“ segir Kamilla. Eftir um tuttugu mínútna hvíld náði faðir hans að blístra á fólk sem hann kom auga á nokkurn spöl frá þeim og með þeirra aðstoð komust þeir loksins að leiðarenda, til baka að bílnum um klukkan hálf tólf. „Var það sama fólkið sem gaf stráknum mínum banana þar sem hann var mjög uppgefinn,“ segir Kamilla sem er fólkinu afar þákklát fyrir að hafa aðstoðað drenginn hennar. Ber sig vel eftir erfiðan gærdag Kamilla viðurkennir að hún hafi um tíma haft nokkrar áhyggjur af feðgunum. „Þeir voru bara á strigaskóm og maðurinn í gallabuxum en hann var reyndar í ullarbuxum innanundir drengurinn og í úlpu og með húfu.“ Aðspurð segist hún ekki viss um að sonur hennar muni hætta sér aftur í leiðangur að gosinu við betri aðstæður síðar. „Það er kannski of snemmt að segja, hann er mest svekktur að hafa ekki séð eldgosið,“ segir Kamilla. Drengurinn beri sig þó nokkuð vel í dag eftir erfiða lífsreynslu gærdagsins. „Hann er orðinn góður, óvenju brattur bara. Sterkur drengur,“ segir Kamilla. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Fleiri fréttir Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Sjá meira
„Við gerðum ráð fyrir að þetta væru kannski þrír tímar í göngu hvora leið og væri ekki svona erfiður leiðangur. Hann gerði sér ekki grein fyrir að það yrði komið myrkur þegar þeir væru á leiðinni til baka og voru ekki með vasaljós, ætluðu bara að taka símann og gerðu sér ekki grein fyrir að þetta yrði svona erfitt,“ segir Kamilla Þöll Finnbogadóttir, móðir hins níu ára gamla Adams Mustapha Safy, í samtali við Vísi. Nestið gleymdist í bílnum Fjölskyldan kann fólki sem varð á vegi feðganna í gær og aðstoðaði þá miklar þakkir. Feðgarnir lögðu af stað um klukkan tvö og lögðu bílnum við Bláa lónið, um klukkan fjögur varð síminn rafmagnslaus. Um klukkan sjö fengu þeir svo að hringja hjá manni sem varð á vegi þeirra á leiðinni og gátu þeir látið Kamillu vita af sér. Þá áttu þeir eftir um fjögurra kílómetra göngu að gosinu en var ráðlagt að snúa við en á þessum tímapunkti voru þeir þegar búnir að komast yfir stærsta fjallið á leið sinni. „Strákurinn minn er níu ára og eftir alla gönguna varð hann vitanlega mjög sár að ná ekki að sjá eldgosið með eigin augum. Þeir hófu að ganga að bílnum aftur, strákurinn minn kominn með krampa í fæturna og fannst nú leitt að hafa farið á æfingarnar og eiga minni orku inni, við tók löng og erfið ganga. Þeir höfðu gleymt drykk og mat í bílnum, þannig án matar voru þeir frá klukkan tvö,“ segir Kamilla, en sonur hennar hafði nýlega lokið handbolta- og fótboltaæfingu áður en feðgarnir lögðu af stað. Var hræddur um að verða úti Eftir að dimma tók voru þeir án ljóss þar sem síminn var batteríslaus. Þeim var orðið kalt, voru þreyttir og svangir. Þeir vissu ekki hvert þeir ættu að fara og týndu ítrekað leið sinni en gátu stundum fylgt bjarma frá vasaljósum annarra sem voru á ferðinni á svipuðum slóðum. „Strákurinn minn var orðinn virkilega hræddur og var að örmagnast og vildi bara sofa. Hann orðinn gegnumblautur i fæturnar og gat illa gengið. Þreyttur og hræddur að týnast alveg og verða úti. Faðir hans náði að bera hann á bakinu stöku sinnum,“ segir Kamilla. „Hann var orðinn þreyttur og rosalega hræddur, og hræddur um að deyja á staðnum. „Erum við nokkuð að fara að deyja hérna pabbi?“ spurði Adam pabba sinn að sögn Kamillu. „Þegar hann kom heim var hann rosalega þreyttur og gat varla haldið augunum opnum enda búinn að labba stanslaust í níu klukkutíma.“ Náði að kalla á hjálp Þeim var ráðlagt af göngufólki að ganga fyrir fjall nokkurt frekar en yfir það vegna þess að erfitt gæti verið að ganga upp grýtt fjallið og það án þess að hafa nokkurt ljós. „Þeir fóru því bak við fjall en sáu svo að það var leiðin til Grindavíkur sem var þó ekki í nálægð heldur, eftir nokkurn spöl ákváðu þeir að stoppa og setjast niður alveg týndir og þreyttir. Strákurinn minn alveg uppgefinn og fann ekki fyrir fótunum sínum vildi bara leggjast og sofna á steinunum. Orðinn hræddur við að verða úti,“ segir Kamilla. Eftir um tuttugu mínútna hvíld náði faðir hans að blístra á fólk sem hann kom auga á nokkurn spöl frá þeim og með þeirra aðstoð komust þeir loksins að leiðarenda, til baka að bílnum um klukkan hálf tólf. „Var það sama fólkið sem gaf stráknum mínum banana þar sem hann var mjög uppgefinn,“ segir Kamilla sem er fólkinu afar þákklát fyrir að hafa aðstoðað drenginn hennar. Ber sig vel eftir erfiðan gærdag Kamilla viðurkennir að hún hafi um tíma haft nokkrar áhyggjur af feðgunum. „Þeir voru bara á strigaskóm og maðurinn í gallabuxum en hann var reyndar í ullarbuxum innanundir drengurinn og í úlpu og með húfu.“ Aðspurð segist hún ekki viss um að sonur hennar muni hætta sér aftur í leiðangur að gosinu við betri aðstæður síðar. „Það er kannski of snemmt að segja, hann er mest svekktur að hafa ekki séð eldgosið,“ segir Kamilla. Drengurinn beri sig þó nokkuð vel í dag eftir erfiða lífsreynslu gærdagsins. „Hann er orðinn góður, óvenju brattur bara. Sterkur drengur,“ segir Kamilla.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Fleiri fréttir Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Sjá meira