Segir litakóðakerfið klaufaleg mistök Birgir Olgeirsson skrifar 19. mars 2021 18:30 Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Vísir/Einar Kára Stefánssyni, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, líst illa á áætlanir stjórnvalda um að taka upp litakóðakerfi á landamærunum. „Mér finnst þetta úr þeirri fjarlægð sem ég er frá þessu að þetta líti út eins og klaufaleg mistök. Ástæðan fyrir því að mér finnst þetta líta út eins og mistök eru eftirfarandi: Svona faraldur sem er að ganga yfir hefur sýnt okkur fram á að það er mjög erfitt að spá fyrir um hvað gerist næst. Við höfum ekki hugmynd um hvernig ástandið verður á Íslandi 1. maí. Við höfum enn síður nokkurn möguleika á að spá fyrir hvernig ástandið verður í þeim löndum þar sem fólk býr sem hingað kæmi. Staðreyndin er sú að þó svo að það sé farið fram á vottorð um neikvætt próf og þó svo menn séu prófaðir á landamærunum þá er reynslan sú að mjög stór hundraðshluti þeirra sem kemur inn reynist vera sýktur eftir fimm daga sóttkví,“ segir Kári. Neikvætt PCR-próf frá brottfararstað og fyrri skimun á landamærunum veiti ekki nema svolítið öryggi að hans mati. Það minnki straum þeirra sýktu sem hefðu komið inn í landið. „En það er mjög mikil hætta á að það komist fólk inn í landið sem er sýkt og breiðir út þessa pest.“ Seinni skimunin á landamærunum að lokinni sóttkví hafi gripið marga sýkta sem að öðrum kosti hefðu komist inn í landið. „Ég skil að mörgu leyti þær röksemdir sem búa að baki því að lýsa yfir að eftir ákveðinn tíma, í þessu tilviki eftir 1. maí, þá verði kringumstaðan breytt á landamærum vegna þess að ferðaþjónustan þurfi að geta byrjað að skipuleggja sig. En ég held að þetta sé bjarnargreiði fyrir ferðaþjónustuna vegna þess að ef við opnum og fáum fjórðu bylgjuna þá vegur þetta fyrst og fremst að ferðaþjónustunni. Ég held að þetta séu mistök,“ segir Kári. Klippa: Viðtal við Kára Stefánsson í heild sinni Hann segir gott fólk sitja í ríkisstjórninni sem hafi staðið sig mjög vel í þessum faraldri. „Ríkisstjórnin hefur skilið þetta eftir í höndunum á sóttvarnayfirvöldum og getur nú barið sér á brjóst yfir því að 92 prósent þjóðarinnar hafi stutt þær aðgerðir sem hefur verið gripið til. En það er eins gott fyrir þessa ríkisstjórn að horfa til þess á kosningaári að ástæðan fyrir því að stuðningurinn hefur verið svo mikill er sú að þau hafa gert þetta á mjög skynsaman hátt. Þessi ákvörðun að segja fyrir fram með eins og hálfs mánaðar fyrirvara að það eigi að gera eitthvað ákveðið þann fyrsta maí sem felur í sér að létta á aðgerðum á landamærunum er í besta falli óskynsamlegt og óheppuilegt og ég vona að þau sjá að sér, þetta góða fólk. Ég reikna með að þau séu það góð að þau komi til með að skipta um skoðun. Þetta er ekki hægt. Það er ekki verið að hlúa að ferðaþjónustu. Það er ekki verið að sinna sóttvörnum, það er ekki verið að hlúa að fólkinu í landinu. Það er verið að taka ákvörðun sem byggir á mjög sterkri óskhyggju,“ segir Kári. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði við fréttastofu að loknum ríkisstjórnarfundi í dag að enn sé stefnt að litakóðakerfi á landamærunum 1. maí. Hún benti á að ef litakóðakerfið tæki gildi á landamærunum á morgun þá yrðu sóttvarnaaðgerðir óbreyttar því öll lönd í Evrópu væru rauð. Kári gefur lítið fyrir þau rök. „Vegna þess að ég vonast til þess að fyrsta maí verði eitthvað af þessum löndum orðin græn aftur. Þá sitjum við uppi með þann vanda að þó svo sem menn komi frá Danmörku þá er mjög erfitt að fá staðfestingu á því hvar ferðin byrjaði. Hættan er á því að fólk komi frá hinum og þessum löndum í gegnum þau lönd sem græn eru. Og reynslan sýnir okkur að það er ekki bara fræðileg áhætta, það er raunveruleiki. Svona gerist þetta. Mér finnst þetta í alla staði mjög óskynsamlegt.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ferðamennska á Íslandi Íslensk erfðagreining Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
„Mér finnst þetta úr þeirri fjarlægð sem ég er frá þessu að þetta líti út eins og klaufaleg mistök. Ástæðan fyrir því að mér finnst þetta líta út eins og mistök eru eftirfarandi: Svona faraldur sem er að ganga yfir hefur sýnt okkur fram á að það er mjög erfitt að spá fyrir um hvað gerist næst. Við höfum ekki hugmynd um hvernig ástandið verður á Íslandi 1. maí. Við höfum enn síður nokkurn möguleika á að spá fyrir hvernig ástandið verður í þeim löndum þar sem fólk býr sem hingað kæmi. Staðreyndin er sú að þó svo að það sé farið fram á vottorð um neikvætt próf og þó svo menn séu prófaðir á landamærunum þá er reynslan sú að mjög stór hundraðshluti þeirra sem kemur inn reynist vera sýktur eftir fimm daga sóttkví,“ segir Kári. Neikvætt PCR-próf frá brottfararstað og fyrri skimun á landamærunum veiti ekki nema svolítið öryggi að hans mati. Það minnki straum þeirra sýktu sem hefðu komið inn í landið. „En það er mjög mikil hætta á að það komist fólk inn í landið sem er sýkt og breiðir út þessa pest.“ Seinni skimunin á landamærunum að lokinni sóttkví hafi gripið marga sýkta sem að öðrum kosti hefðu komist inn í landið. „Ég skil að mörgu leyti þær röksemdir sem búa að baki því að lýsa yfir að eftir ákveðinn tíma, í þessu tilviki eftir 1. maí, þá verði kringumstaðan breytt á landamærum vegna þess að ferðaþjónustan þurfi að geta byrjað að skipuleggja sig. En ég held að þetta sé bjarnargreiði fyrir ferðaþjónustuna vegna þess að ef við opnum og fáum fjórðu bylgjuna þá vegur þetta fyrst og fremst að ferðaþjónustunni. Ég held að þetta séu mistök,“ segir Kári. Klippa: Viðtal við Kára Stefánsson í heild sinni Hann segir gott fólk sitja í ríkisstjórninni sem hafi staðið sig mjög vel í þessum faraldri. „Ríkisstjórnin hefur skilið þetta eftir í höndunum á sóttvarnayfirvöldum og getur nú barið sér á brjóst yfir því að 92 prósent þjóðarinnar hafi stutt þær aðgerðir sem hefur verið gripið til. En það er eins gott fyrir þessa ríkisstjórn að horfa til þess á kosningaári að ástæðan fyrir því að stuðningurinn hefur verið svo mikill er sú að þau hafa gert þetta á mjög skynsaman hátt. Þessi ákvörðun að segja fyrir fram með eins og hálfs mánaðar fyrirvara að það eigi að gera eitthvað ákveðið þann fyrsta maí sem felur í sér að létta á aðgerðum á landamærunum er í besta falli óskynsamlegt og óheppuilegt og ég vona að þau sjá að sér, þetta góða fólk. Ég reikna með að þau séu það góð að þau komi til með að skipta um skoðun. Þetta er ekki hægt. Það er ekki verið að hlúa að ferðaþjónustu. Það er ekki verið að sinna sóttvörnum, það er ekki verið að hlúa að fólkinu í landinu. Það er verið að taka ákvörðun sem byggir á mjög sterkri óskhyggju,“ segir Kári. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði við fréttastofu að loknum ríkisstjórnarfundi í dag að enn sé stefnt að litakóðakerfi á landamærunum 1. maí. Hún benti á að ef litakóðakerfið tæki gildi á landamærunum á morgun þá yrðu sóttvarnaaðgerðir óbreyttar því öll lönd í Evrópu væru rauð. Kári gefur lítið fyrir þau rök. „Vegna þess að ég vonast til þess að fyrsta maí verði eitthvað af þessum löndum orðin græn aftur. Þá sitjum við uppi með þann vanda að þó svo sem menn komi frá Danmörku þá er mjög erfitt að fá staðfestingu á því hvar ferðin byrjaði. Hættan er á því að fólk komi frá hinum og þessum löndum í gegnum þau lönd sem græn eru. Og reynslan sýnir okkur að það er ekki bara fræðileg áhætta, það er raunveruleiki. Svona gerist þetta. Mér finnst þetta í alla staði mjög óskynsamlegt.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ferðamennska á Íslandi Íslensk erfðagreining Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira