„Hendir bara gildru fyrir dómarann sem kokgleypir og dæmir víti“ Sindri Sverrisson skrifar 19. mars 2021 09:31 Valsmenn fórnuðu höndum eftir að dæmt var víti á þá í blálokin á leiknum við ÍBV. Stöð 2 Sport „Mér finnst þetta aldrei vera víti,“ segir Ásgeir Örn Hallgrímsson um vítadóminn umdeilda sem leiddi til sigurmarks ÍBV gegn Val í Oís-deild karla í handbolta. ÍBV vann leikinn 29-28 eftir að víti var dæmt á Vigni Stefánsson fyrir brot á Gabríel Martinez Róbertssyni í blálokin. Hákon Daði Styrmisson skoraði úr vítinu. Í Seinni bylgjunni voru menn ekki sammála um hvort dæma hefði átt víti en umræðuna má sjá hér að neðan. Afstaða Ásgeirs var skýr: Klippa: Seinni bylgjan - Vítið sem tryggði ÍBV sigur „Ég veit ekki hvernig hann á að spila vörn ef hann má ekki loka svona. Hann er töluvert fyrir utan. Leikmaðurinn hjá ÍBV sækir snertinguna. Hann vill fá snertinguna – hendir sér hálfgert niður og hendir bara gildru fyrir dómarann sem kokgleypir og dæmir víti,“ sagði Ásgeir. „Þetta er svolítið stórt hliðarskref“ Jóhann Gunnar Einarsson bar í bætifláka fyrir dómara leiksins: „Þetta eru áherslurnar núna. Hornamenn fengu aðeins meira rými í sinn leik,“ sagði Jóhann og bætti við: „Þetta er svolítið stórt hliðarskref, fullstórt því Gabríel er í engu færi, svo hann býður upp á þetta. En þetta er líka spurning um að lesa leikinn. Ef hann hefði bara dæmt línu þá held ég að allir hefðu verið sáttir. En auðvitað dæma dómarar eftir reglunum og Jónas [Elíasson, dómari] mat það þannig að Vignir hefði verið á hreyfingu til að þrengja enn meira færið,“ sagði Jóhann. Hann tók þó undir með Ásgeiri varðandi það að Gabríel hefði „ýkt“ brotið. „Hvað átti Vignir að gera, fara frá?“ spurði Ásgeir. „Hann átti að sleppa þessu hliðarskrefi. Þess vegna er dæmt víti, Ásgeir,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson þáttastjórnandi. „Ég er ósammála því. Hann verður að fá séns á að spila vörnina líka. Ég veit alveg að það eru áherslur á að taka á svona en mér finnst þetta bara ekki dæmi um það sem á að taka út úr leiknum,“ sagði Ásgeir. Olís-deild karla Valur ÍBV Seinni bylgjan Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti Fleiri fréttir Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Sjá meira
ÍBV vann leikinn 29-28 eftir að víti var dæmt á Vigni Stefánsson fyrir brot á Gabríel Martinez Róbertssyni í blálokin. Hákon Daði Styrmisson skoraði úr vítinu. Í Seinni bylgjunni voru menn ekki sammála um hvort dæma hefði átt víti en umræðuna má sjá hér að neðan. Afstaða Ásgeirs var skýr: Klippa: Seinni bylgjan - Vítið sem tryggði ÍBV sigur „Ég veit ekki hvernig hann á að spila vörn ef hann má ekki loka svona. Hann er töluvert fyrir utan. Leikmaðurinn hjá ÍBV sækir snertinguna. Hann vill fá snertinguna – hendir sér hálfgert niður og hendir bara gildru fyrir dómarann sem kokgleypir og dæmir víti,“ sagði Ásgeir. „Þetta er svolítið stórt hliðarskref“ Jóhann Gunnar Einarsson bar í bætifláka fyrir dómara leiksins: „Þetta eru áherslurnar núna. Hornamenn fengu aðeins meira rými í sinn leik,“ sagði Jóhann og bætti við: „Þetta er svolítið stórt hliðarskref, fullstórt því Gabríel er í engu færi, svo hann býður upp á þetta. En þetta er líka spurning um að lesa leikinn. Ef hann hefði bara dæmt línu þá held ég að allir hefðu verið sáttir. En auðvitað dæma dómarar eftir reglunum og Jónas [Elíasson, dómari] mat það þannig að Vignir hefði verið á hreyfingu til að þrengja enn meira færið,“ sagði Jóhann. Hann tók þó undir með Ásgeiri varðandi það að Gabríel hefði „ýkt“ brotið. „Hvað átti Vignir að gera, fara frá?“ spurði Ásgeir. „Hann átti að sleppa þessu hliðarskrefi. Þess vegna er dæmt víti, Ásgeir,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson þáttastjórnandi. „Ég er ósammála því. Hann verður að fá séns á að spila vörnina líka. Ég veit alveg að það eru áherslur á að taka á svona en mér finnst þetta bara ekki dæmi um það sem á að taka út úr leiknum,“ sagði Ásgeir.
Olís-deild karla Valur ÍBV Seinni bylgjan Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti Fleiri fréttir Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Sjá meira