Gleymdir vegir Þröstur Friðfinnsson skrifar 17. mars 2021 07:01 Stjórnvöld eru að gera átak í samgöngumálum víða um land og ekki vanþörf á. Það er þakkarvert sem gert er, en þó eru enn til vegir sem ekki ná athygli þingmanna þó brýn þörf sé á úrbótum. Það er sorglegt ef alvarleg slys þurfa að verða til að horft sé til vegabóta þar sem þörfin má þó kallast augljós. Ég hef á undanförnum árum reynt við ýmis tækifæri að minna á einn gleymdan veg, sem er vegurinn um Fnjóskadal og Dalsmynni. Þessi vegur var byggður um miðja síðustu öld og má heita enn í upprunalegri mynd. Hann er mjór, krókóttur og mishæðóttur malarvegur, langt frá því að standast nokkur nútíma viðmið um umferðaröryggi. Samt tekst ekki að ná eyrum ráðamanna og engin áform eru um endurbyggingu vegarins á komandi árum, er hún þó ansi brýn orðin. Þingmenn bera því við að umferð um veginn sé ekki næg til að réttlæta endurbætur. Það eru eiginlega afleit rök, því í raun er það bara ástand vegarins sem hamlar því að umferð um hann margfaldist. Eftir að Vaðlaheiðargöng hafa tekið við megin straumi umferðar austur frá Akureyri, ætti þessi leið um Fnjóskadal og Dalsmynni að byggjast upp sem einstaklega falleg ferðamannaleið, jafnt að vetri sem sumri. Hún er hluti af Norðurstrandarleið, eða Arctic Coast Way, og mun á komandi árum fá mjög vaxandi athygli og umferð vegna þess. Að sönnu er snjóflóðahætta í Dalsmynni einhverja daga flesta vetur, en þá er einfalt að loka leiðinni, enda þekkt hætta og vel fylgst með. Þessi leið hefur mun breiðari tilgang en Víkurskarð og ætti að taka við sem leið 2 á móti göngunum í framtíðinni. Það má kalla mikinn galla á okkar skipulagi í vegamálum, að eðlilega flokkun vega skortir. Vegir hafa almennt þríþætt hlutverk í okkar samfélagi; Þeir þjóna sem flutningaleiðir fyrir vörur, sem ferðamannaleiðir og loks sem tengileiðir fyrir íbúa viðkomandi svæðis eða milli landssvæða. Sumir vegir þjóna öllum þremur hlutverkum, sumir einu eða tveimur. Vegur um Fnjóskadal og Dalsmynni þjónar t.d. ekki þungaflutningum og þarf því ekki að byggjast upp til að bera þá. En hann er mikilvæg tengileið fyrir íbúa í Fnjóskadal. Þeir eiga ekki annan kost nú til að sinna sínum daglegu erindum en grýttan veg, með ryki eða drullu í kaupbæti eftir tíðafari. Einnig er þessi vegur ferðamannaleið en mikið fáfarnari en skyldi, vegna þess hve slæmur og beinlínis hættulegur vegurinn er. Með vegabótum mun verða umtalsverð og vaxandi umferð ferðamanna um þessa leið, bæði í rútum og á einkabílum. Ég skora á ráðamenn að koma veginum um Fnjóskadal og Dalsmynni strax inn á áætlun og byggja hann síðan markvisst upp á næstu árum svo hann megi sinna sínu hlutverki til framtíðar með þeim sóma sem ber. Fegurð Fnjóskadals og Dalsmynnis er óumdeild og ætti að vera ferðamönnum aðgengileg án þess að þeir þurfi að leggja sig í stórhættu til að njóta. Höfundur er sveitarstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þröstur Friðfinnsson Grýtubakkahreppur Samgöngur Vegagerð Þingeyjarsveit Mest lesið Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Stjórnvöld eru að gera átak í samgöngumálum víða um land og ekki vanþörf á. Það er þakkarvert sem gert er, en þó eru enn til vegir sem ekki ná athygli þingmanna þó brýn þörf sé á úrbótum. Það er sorglegt ef alvarleg slys þurfa að verða til að horft sé til vegabóta þar sem þörfin má þó kallast augljós. Ég hef á undanförnum árum reynt við ýmis tækifæri að minna á einn gleymdan veg, sem er vegurinn um Fnjóskadal og Dalsmynni. Þessi vegur var byggður um miðja síðustu öld og má heita enn í upprunalegri mynd. Hann er mjór, krókóttur og mishæðóttur malarvegur, langt frá því að standast nokkur nútíma viðmið um umferðaröryggi. Samt tekst ekki að ná eyrum ráðamanna og engin áform eru um endurbyggingu vegarins á komandi árum, er hún þó ansi brýn orðin. Þingmenn bera því við að umferð um veginn sé ekki næg til að réttlæta endurbætur. Það eru eiginlega afleit rök, því í raun er það bara ástand vegarins sem hamlar því að umferð um hann margfaldist. Eftir að Vaðlaheiðargöng hafa tekið við megin straumi umferðar austur frá Akureyri, ætti þessi leið um Fnjóskadal og Dalsmynni að byggjast upp sem einstaklega falleg ferðamannaleið, jafnt að vetri sem sumri. Hún er hluti af Norðurstrandarleið, eða Arctic Coast Way, og mun á komandi árum fá mjög vaxandi athygli og umferð vegna þess. Að sönnu er snjóflóðahætta í Dalsmynni einhverja daga flesta vetur, en þá er einfalt að loka leiðinni, enda þekkt hætta og vel fylgst með. Þessi leið hefur mun breiðari tilgang en Víkurskarð og ætti að taka við sem leið 2 á móti göngunum í framtíðinni. Það má kalla mikinn galla á okkar skipulagi í vegamálum, að eðlilega flokkun vega skortir. Vegir hafa almennt þríþætt hlutverk í okkar samfélagi; Þeir þjóna sem flutningaleiðir fyrir vörur, sem ferðamannaleiðir og loks sem tengileiðir fyrir íbúa viðkomandi svæðis eða milli landssvæða. Sumir vegir þjóna öllum þremur hlutverkum, sumir einu eða tveimur. Vegur um Fnjóskadal og Dalsmynni þjónar t.d. ekki þungaflutningum og þarf því ekki að byggjast upp til að bera þá. En hann er mikilvæg tengileið fyrir íbúa í Fnjóskadal. Þeir eiga ekki annan kost nú til að sinna sínum daglegu erindum en grýttan veg, með ryki eða drullu í kaupbæti eftir tíðafari. Einnig er þessi vegur ferðamannaleið en mikið fáfarnari en skyldi, vegna þess hve slæmur og beinlínis hættulegur vegurinn er. Með vegabótum mun verða umtalsverð og vaxandi umferð ferðamanna um þessa leið, bæði í rútum og á einkabílum. Ég skora á ráðamenn að koma veginum um Fnjóskadal og Dalsmynni strax inn á áætlun og byggja hann síðan markvisst upp á næstu árum svo hann megi sinna sínu hlutverki til framtíðar með þeim sóma sem ber. Fegurð Fnjóskadals og Dalsmynnis er óumdeild og ætti að vera ferðamönnum aðgengileg án þess að þeir þurfi að leggja sig í stórhættu til að njóta. Höfundur er sveitarstjóri.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun