Þeir sem eru bólusettir utan Schengen mega koma til landsins Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. mars 2021 11:25 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, eftir ríkisstjórnarfund í morgun. Vísir/Vilhelm Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í morgun að taka gild bólusetningarvottorð farþega sem koma til landsins frá ríkjum utan Schengen. Þar með má hleypa þeim inn í landið sem bólusettir eru gegn kórónuveirunni í til dæmis Bretlandi og Bandaríkjunum. Þetta sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra í samtali við fréttamenn eftir ríkisstjórnarfundinn í morgun. Með breytingunni, sem tekur gildi í þessari viku að sögn Áslaugar, geta þeir sem eru bólusettir utan Schengen og eru með gild vottorð þess efnis komið til landsins. Á sama hátt verða vottorð um fyrri Covid-sýkingu tekin gild. Vottorðin þurfa að uppfylla skilyrði sóttvarnalæknis eins og verið hefur hingað til. Þau sem framvísa slíkum vottorðum þurfa hvorki að fara í sýnatöku eða sóttkví né framvísa vottorði um neikvætt PCR-próf á landamærum. Áslaug sagði að fordæmi væri fyrir breyttum reglum varðandi bólusetningar hjá löndum innan Schengen. Hún nefndi Kýpur í því samhengi en sagði að Ísland væri þó í forystu með jafnafgerandi ákvörðun og tekin var á ríkisstjórnarfundinum í morgun. Horfa til Bretlands og Bandaríkjanna Innt eftir því hvort hún væri með þessu að láta undan þrýstingi frá ferðaþjónustunni sagði Áslaug að hún og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra væru sammála um að mikilvægt væri að taka sömu vottorð gild, hvort sem þau væru frá löndum innan eða utan Schengen. Þarna væri einkum verið að horfa til Bretlands og Bandaríkjanna, sem Áslaug sagði okkar „stærstu markaði“ og að mikilvægt væri að fólk frá þessum löndum hefði kost á að koma til Íslands. Núverandi reglur kveða á um að hvorki sé tekið við bólusetningar- né mótefnisvottorðum á landamærum Íslands ef komufarþegi kemur frá ríki utan Schengen-samstarfsins. Reglurnar voru settar að tilmælum ráðherraráðs Evrópusambandsins. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í gær að hann teldi það skjóta skökku við að taka aðeins gild bólusetningar- og mótefnavottorð frá Schengen-ríkjum á landamærum. Tilkynning heilbrigðisráðuneytisins um nýja fyrirkomulagið. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Utanríkismál Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Tilslakanir ekki í kortunum: „Við njótum mjög mikils frjálsræðis núna” Tilslakanir á sóttvarnaaðgerðum innanlands eru ekki í kortunum, að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Þórólfur hefur skilað heilbrigðisráðherra tillögum sínum um næstu aðgerðir en vill ekki gefa upp hvað nákvæmlega felst í þeim fyrir utan það að litlar breytingar verði innanlands. 15. mars 2021 12:22 „Hljómar undarlega“ að taka aðeins Schengen-vottorð gild Sóttvarnalæknir telur það skjóta skökku við að taka aðeins gild bólusetningar- og mótefnavottorð frá Schengen-ríkjum á landamærum. Hann bendir á að stjórnvöld ráði þessum málum. 15. mars 2021 10:14 Lýsti áhyggjum af stöðu ferðaþjónustunnar á Alþingi Þingflokksformaður Viðreisnar segir óljóst hvernig stjórnvöld ætli að bregðast við vanda ferðaþjónustunnar takist ekki að bólusetja meirihluta þjóðarinnar fyrir sumarið. Ferðamálaráðherra segir stjórnvöld standa með ferðaþjónustunni en þróun í faraldursins í öðrum löndum ráði einnig miklu. 21. janúar 2021 12:21 Mest lesið Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Fleiri fréttir SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Sjá meira
Þetta sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra í samtali við fréttamenn eftir ríkisstjórnarfundinn í morgun. Með breytingunni, sem tekur gildi í þessari viku að sögn Áslaugar, geta þeir sem eru bólusettir utan Schengen og eru með gild vottorð þess efnis komið til landsins. Á sama hátt verða vottorð um fyrri Covid-sýkingu tekin gild. Vottorðin þurfa að uppfylla skilyrði sóttvarnalæknis eins og verið hefur hingað til. Þau sem framvísa slíkum vottorðum þurfa hvorki að fara í sýnatöku eða sóttkví né framvísa vottorði um neikvætt PCR-próf á landamærum. Áslaug sagði að fordæmi væri fyrir breyttum reglum varðandi bólusetningar hjá löndum innan Schengen. Hún nefndi Kýpur í því samhengi en sagði að Ísland væri þó í forystu með jafnafgerandi ákvörðun og tekin var á ríkisstjórnarfundinum í morgun. Horfa til Bretlands og Bandaríkjanna Innt eftir því hvort hún væri með þessu að láta undan þrýstingi frá ferðaþjónustunni sagði Áslaug að hún og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra væru sammála um að mikilvægt væri að taka sömu vottorð gild, hvort sem þau væru frá löndum innan eða utan Schengen. Þarna væri einkum verið að horfa til Bretlands og Bandaríkjanna, sem Áslaug sagði okkar „stærstu markaði“ og að mikilvægt væri að fólk frá þessum löndum hefði kost á að koma til Íslands. Núverandi reglur kveða á um að hvorki sé tekið við bólusetningar- né mótefnisvottorðum á landamærum Íslands ef komufarþegi kemur frá ríki utan Schengen-samstarfsins. Reglurnar voru settar að tilmælum ráðherraráðs Evrópusambandsins. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í gær að hann teldi það skjóta skökku við að taka aðeins gild bólusetningar- og mótefnavottorð frá Schengen-ríkjum á landamærum. Tilkynning heilbrigðisráðuneytisins um nýja fyrirkomulagið. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Utanríkismál Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Tilslakanir ekki í kortunum: „Við njótum mjög mikils frjálsræðis núna” Tilslakanir á sóttvarnaaðgerðum innanlands eru ekki í kortunum, að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Þórólfur hefur skilað heilbrigðisráðherra tillögum sínum um næstu aðgerðir en vill ekki gefa upp hvað nákvæmlega felst í þeim fyrir utan það að litlar breytingar verði innanlands. 15. mars 2021 12:22 „Hljómar undarlega“ að taka aðeins Schengen-vottorð gild Sóttvarnalæknir telur það skjóta skökku við að taka aðeins gild bólusetningar- og mótefnavottorð frá Schengen-ríkjum á landamærum. Hann bendir á að stjórnvöld ráði þessum málum. 15. mars 2021 10:14 Lýsti áhyggjum af stöðu ferðaþjónustunnar á Alþingi Þingflokksformaður Viðreisnar segir óljóst hvernig stjórnvöld ætli að bregðast við vanda ferðaþjónustunnar takist ekki að bólusetja meirihluta þjóðarinnar fyrir sumarið. Ferðamálaráðherra segir stjórnvöld standa með ferðaþjónustunni en þróun í faraldursins í öðrum löndum ráði einnig miklu. 21. janúar 2021 12:21 Mest lesið Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Fleiri fréttir SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Sjá meira
Tilslakanir ekki í kortunum: „Við njótum mjög mikils frjálsræðis núna” Tilslakanir á sóttvarnaaðgerðum innanlands eru ekki í kortunum, að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Þórólfur hefur skilað heilbrigðisráðherra tillögum sínum um næstu aðgerðir en vill ekki gefa upp hvað nákvæmlega felst í þeim fyrir utan það að litlar breytingar verði innanlands. 15. mars 2021 12:22
„Hljómar undarlega“ að taka aðeins Schengen-vottorð gild Sóttvarnalæknir telur það skjóta skökku við að taka aðeins gild bólusetningar- og mótefnavottorð frá Schengen-ríkjum á landamærum. Hann bendir á að stjórnvöld ráði þessum málum. 15. mars 2021 10:14
Lýsti áhyggjum af stöðu ferðaþjónustunnar á Alþingi Þingflokksformaður Viðreisnar segir óljóst hvernig stjórnvöld ætli að bregðast við vanda ferðaþjónustunnar takist ekki að bólusetja meirihluta þjóðarinnar fyrir sumarið. Ferðamálaráðherra segir stjórnvöld standa með ferðaþjónustunni en þróun í faraldursins í öðrum löndum ráði einnig miklu. 21. janúar 2021 12:21