Jarðhræringar á Reykjanesskaga: Skýr merki um kvikuflæði Jóhann K. Jóhannsson skrifar 16. mars 2021 14:17 Suðurlandsvegur við syðri enda Fagradalsfjalls við Borgarfjall í gær. Vísir/Jóhann K. Þrátt fyrir minni og færri jarðskjálfta á Reykjanesskaga frá miðnætti eru skýr merki um kvikuflæði við Fagradalsfjall. Þetta sýna nýjar gervihnattamyndir af svæðinu. Jarðeðlisfræðingur segir stund milli stríða í jarðskjálftahrinunni. Öllu rólegra var á óróasvæðinu á Reykjanesskaga síðastliðna nótt en undanfarna daga. Frá miðnætti til klukkan sex í morgun mældust um fimm hundruð jarðskjálftar og var engin þeirra yfir þrír að stærð. Virknin er áfram mest syðst við Fagradalsfjall og austan við Þorbjörn. Jarðskjálftavirkni hefur svo verið að aukast lítillega með morgninum og urðu fjórir stærri en þrír um klukkan níu. „Aftur á móti er einhver þróun í skjálftavirkninni. Hún er ekki alveg á sama stað og hún var. Hún er norðaustan og er svona á svipuðum stað og fyrri hluta síðustu viku,“ segir Benedikt Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Benedikt Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur, segir að kvikugangurinn undir Fagradalsfjalli hafi nálgast yfirborð jarðar örlítið síðan á föstudag.Vísir/Stöð 2 Kvikugangurinn við Fagradalsfjall heldur áfram að stækka jafnt og þétt og samkvæmt nýjustu mælingum er kvikan á svipuðum stað og áður, á um kílómetra dýpi. „Við vorum að fá nýjar InSar myndir í morgun og fyrstu útreikningar benda til þess að hún sé á svipuðu dýpi. Svona efri hlutinn á þessu er í kringum einn kílómetri,“ segir Benedikt. Vísindamenn telja áfram líklegast að komi til eldgoss verði það við Nátthaga. Almannavarnir vinna því að undirbúningi viðbragðsáætlana komi til eldgoss. „Við sjáum alveg skýr merki um kvikuflæði enn þá. Ég held að þessa sé svona stund milli stríða frekar en að þetta sé að enda. Allavega lítur það þannig út núna,“ segir Benedikt. Vísindaráð almannavarna kemur til fundar eftir hádegi í dag þar sem rýnt verður í nýjustu gögn. „Við munum ræða þessa þróun í Vísindaráði og einmitt hvað þetta þýðir að við erum að sjá skjálftavirknina minnka og hreyfast til og einnig fara yfir GPS mælingar og InSar myndina saman ásamt þessari skjálftavirkni,“ segir Benedikt Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Enginn skjálfti yfir þremur í nótt Frá miðnætti hafa mælst rúmlega 600 jarðskjálftar á Reykjanesskaganum en enginn þeirra hefur verið stærri en þrír. 16. mars 2021 06:23 Skjálfti að stærð 4,3 á ellefta tímanum Skjálfti að stærðinni 4,3 reið yfir á Reykjanesskaga klukkan 22:32 í kvöld. Hann átti upptök sín við norðaustanvert Fagradalsfjall. Þetta er stærsti skjálftinn sem riðið hefur yfir síðan á þriðja tímanum í gær, þegar skjálfti að stærð 5,3 varð. 15. mars 2021 23:08 Mest lesið Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Erlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Fleiri fréttir Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Sjá meira
Öllu rólegra var á óróasvæðinu á Reykjanesskaga síðastliðna nótt en undanfarna daga. Frá miðnætti til klukkan sex í morgun mældust um fimm hundruð jarðskjálftar og var engin þeirra yfir þrír að stærð. Virknin er áfram mest syðst við Fagradalsfjall og austan við Þorbjörn. Jarðskjálftavirkni hefur svo verið að aukast lítillega með morgninum og urðu fjórir stærri en þrír um klukkan níu. „Aftur á móti er einhver þróun í skjálftavirkninni. Hún er ekki alveg á sama stað og hún var. Hún er norðaustan og er svona á svipuðum stað og fyrri hluta síðustu viku,“ segir Benedikt Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Benedikt Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur, segir að kvikugangurinn undir Fagradalsfjalli hafi nálgast yfirborð jarðar örlítið síðan á föstudag.Vísir/Stöð 2 Kvikugangurinn við Fagradalsfjall heldur áfram að stækka jafnt og þétt og samkvæmt nýjustu mælingum er kvikan á svipuðum stað og áður, á um kílómetra dýpi. „Við vorum að fá nýjar InSar myndir í morgun og fyrstu útreikningar benda til þess að hún sé á svipuðu dýpi. Svona efri hlutinn á þessu er í kringum einn kílómetri,“ segir Benedikt. Vísindamenn telja áfram líklegast að komi til eldgoss verði það við Nátthaga. Almannavarnir vinna því að undirbúningi viðbragðsáætlana komi til eldgoss. „Við sjáum alveg skýr merki um kvikuflæði enn þá. Ég held að þessa sé svona stund milli stríða frekar en að þetta sé að enda. Allavega lítur það þannig út núna,“ segir Benedikt. Vísindaráð almannavarna kemur til fundar eftir hádegi í dag þar sem rýnt verður í nýjustu gögn. „Við munum ræða þessa þróun í Vísindaráði og einmitt hvað þetta þýðir að við erum að sjá skjálftavirknina minnka og hreyfast til og einnig fara yfir GPS mælingar og InSar myndina saman ásamt þessari skjálftavirkni,“ segir Benedikt Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Enginn skjálfti yfir þremur í nótt Frá miðnætti hafa mælst rúmlega 600 jarðskjálftar á Reykjanesskaganum en enginn þeirra hefur verið stærri en þrír. 16. mars 2021 06:23 Skjálfti að stærð 4,3 á ellefta tímanum Skjálfti að stærðinni 4,3 reið yfir á Reykjanesskaga klukkan 22:32 í kvöld. Hann átti upptök sín við norðaustanvert Fagradalsfjall. Þetta er stærsti skjálftinn sem riðið hefur yfir síðan á þriðja tímanum í gær, þegar skjálfti að stærð 5,3 varð. 15. mars 2021 23:08 Mest lesið Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Erlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Fleiri fréttir Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Sjá meira
Enginn skjálfti yfir þremur í nótt Frá miðnætti hafa mælst rúmlega 600 jarðskjálftar á Reykjanesskaganum en enginn þeirra hefur verið stærri en þrír. 16. mars 2021 06:23
Skjálfti að stærð 4,3 á ellefta tímanum Skjálfti að stærðinni 4,3 reið yfir á Reykjanesskaga klukkan 22:32 í kvöld. Hann átti upptök sín við norðaustanvert Fagradalsfjall. Þetta er stærsti skjálftinn sem riðið hefur yfir síðan á þriðja tímanum í gær, þegar skjálfti að stærð 5,3 varð. 15. mars 2021 23:08