Jarðhræringar á Reykjanesskaga: Skýr merki um kvikuflæði Jóhann K. Jóhannsson skrifar 16. mars 2021 14:17 Suðurlandsvegur við syðri enda Fagradalsfjalls við Borgarfjall í gær. Vísir/Jóhann K. Þrátt fyrir minni og færri jarðskjálfta á Reykjanesskaga frá miðnætti eru skýr merki um kvikuflæði við Fagradalsfjall. Þetta sýna nýjar gervihnattamyndir af svæðinu. Jarðeðlisfræðingur segir stund milli stríða í jarðskjálftahrinunni. Öllu rólegra var á óróasvæðinu á Reykjanesskaga síðastliðna nótt en undanfarna daga. Frá miðnætti til klukkan sex í morgun mældust um fimm hundruð jarðskjálftar og var engin þeirra yfir þrír að stærð. Virknin er áfram mest syðst við Fagradalsfjall og austan við Þorbjörn. Jarðskjálftavirkni hefur svo verið að aukast lítillega með morgninum og urðu fjórir stærri en þrír um klukkan níu. „Aftur á móti er einhver þróun í skjálftavirkninni. Hún er ekki alveg á sama stað og hún var. Hún er norðaustan og er svona á svipuðum stað og fyrri hluta síðustu viku,“ segir Benedikt Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Benedikt Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur, segir að kvikugangurinn undir Fagradalsfjalli hafi nálgast yfirborð jarðar örlítið síðan á föstudag.Vísir/Stöð 2 Kvikugangurinn við Fagradalsfjall heldur áfram að stækka jafnt og þétt og samkvæmt nýjustu mælingum er kvikan á svipuðum stað og áður, á um kílómetra dýpi. „Við vorum að fá nýjar InSar myndir í morgun og fyrstu útreikningar benda til þess að hún sé á svipuðu dýpi. Svona efri hlutinn á þessu er í kringum einn kílómetri,“ segir Benedikt. Vísindamenn telja áfram líklegast að komi til eldgoss verði það við Nátthaga. Almannavarnir vinna því að undirbúningi viðbragðsáætlana komi til eldgoss. „Við sjáum alveg skýr merki um kvikuflæði enn þá. Ég held að þessa sé svona stund milli stríða frekar en að þetta sé að enda. Allavega lítur það þannig út núna,“ segir Benedikt. Vísindaráð almannavarna kemur til fundar eftir hádegi í dag þar sem rýnt verður í nýjustu gögn. „Við munum ræða þessa þróun í Vísindaráði og einmitt hvað þetta þýðir að við erum að sjá skjálftavirknina minnka og hreyfast til og einnig fara yfir GPS mælingar og InSar myndina saman ásamt þessari skjálftavirkni,“ segir Benedikt Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Enginn skjálfti yfir þremur í nótt Frá miðnætti hafa mælst rúmlega 600 jarðskjálftar á Reykjanesskaganum en enginn þeirra hefur verið stærri en þrír. 16. mars 2021 06:23 Skjálfti að stærð 4,3 á ellefta tímanum Skjálfti að stærðinni 4,3 reið yfir á Reykjanesskaga klukkan 22:32 í kvöld. Hann átti upptök sín við norðaustanvert Fagradalsfjall. Þetta er stærsti skjálftinn sem riðið hefur yfir síðan á þriðja tímanum í gær, þegar skjálfti að stærð 5,3 varð. 15. mars 2021 23:08 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Sjá meira
Öllu rólegra var á óróasvæðinu á Reykjanesskaga síðastliðna nótt en undanfarna daga. Frá miðnætti til klukkan sex í morgun mældust um fimm hundruð jarðskjálftar og var engin þeirra yfir þrír að stærð. Virknin er áfram mest syðst við Fagradalsfjall og austan við Þorbjörn. Jarðskjálftavirkni hefur svo verið að aukast lítillega með morgninum og urðu fjórir stærri en þrír um klukkan níu. „Aftur á móti er einhver þróun í skjálftavirkninni. Hún er ekki alveg á sama stað og hún var. Hún er norðaustan og er svona á svipuðum stað og fyrri hluta síðustu viku,“ segir Benedikt Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Benedikt Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur, segir að kvikugangurinn undir Fagradalsfjalli hafi nálgast yfirborð jarðar örlítið síðan á föstudag.Vísir/Stöð 2 Kvikugangurinn við Fagradalsfjall heldur áfram að stækka jafnt og þétt og samkvæmt nýjustu mælingum er kvikan á svipuðum stað og áður, á um kílómetra dýpi. „Við vorum að fá nýjar InSar myndir í morgun og fyrstu útreikningar benda til þess að hún sé á svipuðu dýpi. Svona efri hlutinn á þessu er í kringum einn kílómetri,“ segir Benedikt. Vísindamenn telja áfram líklegast að komi til eldgoss verði það við Nátthaga. Almannavarnir vinna því að undirbúningi viðbragðsáætlana komi til eldgoss. „Við sjáum alveg skýr merki um kvikuflæði enn þá. Ég held að þessa sé svona stund milli stríða frekar en að þetta sé að enda. Allavega lítur það þannig út núna,“ segir Benedikt. Vísindaráð almannavarna kemur til fundar eftir hádegi í dag þar sem rýnt verður í nýjustu gögn. „Við munum ræða þessa þróun í Vísindaráði og einmitt hvað þetta þýðir að við erum að sjá skjálftavirknina minnka og hreyfast til og einnig fara yfir GPS mælingar og InSar myndina saman ásamt þessari skjálftavirkni,“ segir Benedikt Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Enginn skjálfti yfir þremur í nótt Frá miðnætti hafa mælst rúmlega 600 jarðskjálftar á Reykjanesskaganum en enginn þeirra hefur verið stærri en þrír. 16. mars 2021 06:23 Skjálfti að stærð 4,3 á ellefta tímanum Skjálfti að stærðinni 4,3 reið yfir á Reykjanesskaga klukkan 22:32 í kvöld. Hann átti upptök sín við norðaustanvert Fagradalsfjall. Þetta er stærsti skjálftinn sem riðið hefur yfir síðan á þriðja tímanum í gær, þegar skjálfti að stærð 5,3 varð. 15. mars 2021 23:08 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Sjá meira
Enginn skjálfti yfir þremur í nótt Frá miðnætti hafa mælst rúmlega 600 jarðskjálftar á Reykjanesskaganum en enginn þeirra hefur verið stærri en þrír. 16. mars 2021 06:23
Skjálfti að stærð 4,3 á ellefta tímanum Skjálfti að stærðinni 4,3 reið yfir á Reykjanesskaga klukkan 22:32 í kvöld. Hann átti upptök sín við norðaustanvert Fagradalsfjall. Þetta er stærsti skjálftinn sem riðið hefur yfir síðan á þriðja tímanum í gær, þegar skjálfti að stærð 5,3 varð. 15. mars 2021 23:08