„Það eru allir að tala um píkur alla daga“ Jakob Bjarnar skrifar 15. mars 2021 17:22 Brynjar telur ekki hættandi á að halda tækifærisræður því hann hafi engan áhuga á því að vera orðinn fréttaefni næsta dags fyrir að hafa sagt tvíræðan brandara. Það væri einatt túlkað sem árás á konur jafnvel þó grínið væri á kostnað karlsins. vísir/vilhelm Brynjar Níelsson alþingismaður er hættur að halda tækifærisræður vegna viðtekinnar móðgunargirni og ríkjandi vandlætingar. Brynjar var gestur Þórarins Hjartarsonar sem heldur úti hlaðvarpsþættinum Ein pæling. Þeir ræddu útskúfunarofstopa sem mörgum þykir nóg um, meðal annarra þeim Brynjari og Þórarni. Ætlar ekki að verða fréttaefni vegna tvíræðra bandara Brynjar segir umrætt fyrirbærið stórskaðlegt, varasamt og upplýsti að sjálfur væri hann hættur að halda tækifærisræður. En oft er leitað til pólitíkusa af ýmsum hópum og félagasamtökum með slíkt. En fólk sé orðið svo upptekið af því að móðgast að ekki sé á það hættandi. Brynjar geti ekki einu sinni gert grín að sjálfum sér án þess að því væri illa tekið, að sögn. En þeir félagar urðu afdráttarlausari eftir því sem á þáttinn leið. Brynjar sagði móðgunargirnina bara aukast og aukast og meðal þess sem glatist í því fári öllu sé kímnigáfan. Það gerist ekki á einni nóttu en með afar markvissum hætti þó. Hérna lenti ég í skemmtilegri umræðu um helstu vandamál í íslensku samfélagi nú um stundir. Deili þessu svo samfélagsverkfræðingarnir og rétthugsunarliðið geti fussað og sveiaðPosted by Brynjar Níelsson on Mánudagur, 15. mars 2021 „Þú finnur alveg að menn veigra sér við því að segja eitthvað, jafnvel mjög fyndið af því að það gæti hugsanlega móðgað einhvern. Hvert erum við komin þá?“ spurði Brynjar gáttaður og lýsti því svo yfir að hann væri alveg snarhættur því að halda tækifærisræður. „Ég ætla ekki að horfa á í fréttum, í einhverjum fjölmiðlum daginn eftir að Brynjar Níelsson hafi verið með tvíræðan brandara. Þú mátt ekki segja neina kynferðislega brandara. Það er alltaf árás á einhvern.“ Stanslaust píkutal Þetta þótti Brynjari öfugsnúið í ljósi kröfu sem sett hefur verið fram: „Hjá einhverjum kvennahópum að það sé eilíft talað um píkuna. Menn tala ekki um neitt annað en þessa píku. Það eru allir að tala um píkur alla daga. Og enn eru menn að halda því fram að hún sé eitthvað tabú?! Ef þú vilt tala um píkuna á þér þá bara gerir þú það. Mér er nákvæmlega sama,“ sagði Brynjar. Og bætti því við að ef hann segði brandara um kynferðisleg samskipti fólks væri það jafnvel orðið fréttaefni og héti þá árás og aðför að konum, jafnvel þó brandarinn væri á kostnað karla. Grín og gaman Samfélagsmiðlar Alþingi Félagasamtök Félagsmál Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Fleiri fréttir Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks Sjá meira
Brynjar var gestur Þórarins Hjartarsonar sem heldur úti hlaðvarpsþættinum Ein pæling. Þeir ræddu útskúfunarofstopa sem mörgum þykir nóg um, meðal annarra þeim Brynjari og Þórarni. Ætlar ekki að verða fréttaefni vegna tvíræðra bandara Brynjar segir umrætt fyrirbærið stórskaðlegt, varasamt og upplýsti að sjálfur væri hann hættur að halda tækifærisræður. En oft er leitað til pólitíkusa af ýmsum hópum og félagasamtökum með slíkt. En fólk sé orðið svo upptekið af því að móðgast að ekki sé á það hættandi. Brynjar geti ekki einu sinni gert grín að sjálfum sér án þess að því væri illa tekið, að sögn. En þeir félagar urðu afdráttarlausari eftir því sem á þáttinn leið. Brynjar sagði móðgunargirnina bara aukast og aukast og meðal þess sem glatist í því fári öllu sé kímnigáfan. Það gerist ekki á einni nóttu en með afar markvissum hætti þó. Hérna lenti ég í skemmtilegri umræðu um helstu vandamál í íslensku samfélagi nú um stundir. Deili þessu svo samfélagsverkfræðingarnir og rétthugsunarliðið geti fussað og sveiaðPosted by Brynjar Níelsson on Mánudagur, 15. mars 2021 „Þú finnur alveg að menn veigra sér við því að segja eitthvað, jafnvel mjög fyndið af því að það gæti hugsanlega móðgað einhvern. Hvert erum við komin þá?“ spurði Brynjar gáttaður og lýsti því svo yfir að hann væri alveg snarhættur því að halda tækifærisræður. „Ég ætla ekki að horfa á í fréttum, í einhverjum fjölmiðlum daginn eftir að Brynjar Níelsson hafi verið með tvíræðan brandara. Þú mátt ekki segja neina kynferðislega brandara. Það er alltaf árás á einhvern.“ Stanslaust píkutal Þetta þótti Brynjari öfugsnúið í ljósi kröfu sem sett hefur verið fram: „Hjá einhverjum kvennahópum að það sé eilíft talað um píkuna. Menn tala ekki um neitt annað en þessa píku. Það eru allir að tala um píkur alla daga. Og enn eru menn að halda því fram að hún sé eitthvað tabú?! Ef þú vilt tala um píkuna á þér þá bara gerir þú það. Mér er nákvæmlega sama,“ sagði Brynjar. Og bætti því við að ef hann segði brandara um kynferðisleg samskipti fólks væri það jafnvel orðið fréttaefni og héti þá árás og aðför að konum, jafnvel þó brandarinn væri á kostnað karla.
Grín og gaman Samfélagsmiðlar Alþingi Félagasamtök Félagsmál Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Fleiri fréttir Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks Sjá meira