100 milljóna króna göngu og hjólastígur Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 14. mars 2021 12:35 Matthildur Ásmundardóttir, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar, sem fagnar því að sveitarfélagið hafi fengið hæsta styrkin í ár úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða. Aðsend Nú styttist óðum í að framkvæmdir við lagningu göngu- og hjólastígs frá Svínafelli yfir í Þjóðgarðinn í Skaftafelli hefjist en Sveitarfélagið Hornafjörður fékk í vikunni tæplega hundrað milljónir króna styrk í verkið. Framkvæmdasjóður ferðamannastaða veitti í vikunni styrki til 54 verkefna um allt land og nemur styrkupphæðin samtals 807 milljónum króna. Hæsta styrkinn hlaut Sveitarfélagið Hornafjörður, eða 97,4 milljónir króna til að hanna og byggja upp göngu- og hjólastíg frá Svínafelli yfir í þjóðgarðinn í Skaftafelli. Matthildur Ásmundardóttir, bæjarstjóri er hæstánægð með styrkinn. „Já, við sóttum í sjóðinn fyrir tveimur árum og fengum þá fjármagn í að hanna stíginn. Nú liggur hönnunin fyrir þannig að nú getum við farið að hefjast handa við að leggja göngu og hjólreiðastíginn, sem tengir Svínafell við Freysnes og við flugvöllinn í Skaftafelli og svo þjónustumiðstöð Vatnakjökulsþjóðgarðs inn í Skaftafelli“, Matthildur segir að stígurinn verði um 10 kílómetrar. „Það er frábært að fá þennan styrk. Á svæðinu erum við að glíma við náttúruöflin. Það er sprunga á Svínadalsheiðinni, sem gæti fallið hvenær sem er og við erum svona að reyna að bjóða upp á leiðir fram hjá svæðinu þannig að fólk staldri ekki allt of lengi á sama stað, heldur geti farið leiðar sinnar annað hvort hjólandi eða gangandi með fram skriðjöklunum,“ segir Matthildur. Nýi göngu og hjólreiðastígurinn verður um 10 kílómetrar í Sveitarfélaginu Hornafirði.Aðsend En hvenær ætlar Matthildur og hennar fólk að hefja framkvæmdir og hvenær mun þeim ljúka? „Vonandi sem fyrst. Ég er nú ekki með það á hreinu hvenær þeim lýkur en þetta felur í sér einhverja brúargerð þannig að við þurfum að bjóða verkefnið út. Við erum ekki alveg komin á það stig enn þá. Það þarf að fara að vinna að útboðsgögnum þannig að hægt sé að bjóða út þessa framkvæmd," segir bæjarstjórinn. Hornafjörður Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Sjá meira
Framkvæmdasjóður ferðamannastaða veitti í vikunni styrki til 54 verkefna um allt land og nemur styrkupphæðin samtals 807 milljónum króna. Hæsta styrkinn hlaut Sveitarfélagið Hornafjörður, eða 97,4 milljónir króna til að hanna og byggja upp göngu- og hjólastíg frá Svínafelli yfir í þjóðgarðinn í Skaftafelli. Matthildur Ásmundardóttir, bæjarstjóri er hæstánægð með styrkinn. „Já, við sóttum í sjóðinn fyrir tveimur árum og fengum þá fjármagn í að hanna stíginn. Nú liggur hönnunin fyrir þannig að nú getum við farið að hefjast handa við að leggja göngu og hjólreiðastíginn, sem tengir Svínafell við Freysnes og við flugvöllinn í Skaftafelli og svo þjónustumiðstöð Vatnakjökulsþjóðgarðs inn í Skaftafelli“, Matthildur segir að stígurinn verði um 10 kílómetrar. „Það er frábært að fá þennan styrk. Á svæðinu erum við að glíma við náttúruöflin. Það er sprunga á Svínadalsheiðinni, sem gæti fallið hvenær sem er og við erum svona að reyna að bjóða upp á leiðir fram hjá svæðinu þannig að fólk staldri ekki allt of lengi á sama stað, heldur geti farið leiðar sinnar annað hvort hjólandi eða gangandi með fram skriðjöklunum,“ segir Matthildur. Nýi göngu og hjólreiðastígurinn verður um 10 kílómetrar í Sveitarfélaginu Hornafirði.Aðsend En hvenær ætlar Matthildur og hennar fólk að hefja framkvæmdir og hvenær mun þeim ljúka? „Vonandi sem fyrst. Ég er nú ekki með það á hreinu hvenær þeim lýkur en þetta felur í sér einhverja brúargerð þannig að við þurfum að bjóða verkefnið út. Við erum ekki alveg komin á það stig enn þá. Það þarf að fara að vinna að útboðsgögnum þannig að hægt sé að bjóða út þessa framkvæmd," segir bæjarstjórinn.
Hornafjörður Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Sjá meira