Hinn atvinnulausi Einstein eða hvað hefði gerst ef Einstein hefði fengið einhverfugreiningu sem barn? Ingibjörg Elsa Björnsdóttir skrifar 14. mars 2021 09:37 Samkvæmt tölum frá National Autistic Society í Bretlandi eru um 700.000 með einhverfugreiningu á Bretlandseyjum. Einungis 16% fullorðinna á einhverfurófi eru hins vegar í fullu starfi. Meira en 77% þeirra sem voru einhverfir en án atvinnu sögðust helst vilja fá launaða vinnu. Ekkert bendir til þess að staða fullorðinna einhverfra sé nokkuð betri hér á Íslandi. Börn á einhverfurófi fá ýmsan stuðning en við 18 ára aldur fellur allur sá stuðningur burt. Það er engu líkara en að fullorðnir einhverfir eigi bara að gufa upp og helst hverfa – PÚFF – á 18 ára afmælinu. Svo einfalt er það hins vegar ekki. Nú er það svo að á undanförnum árum hefur fjöldi greininga barna með hin ýmsu heilkenni og raskanir aukist í hverjum árgangi. Um er að ræða greiningar á einhverfu, ADD/ADHD, lesblindu, einhverfu/ADHD samsetningu og fleiru. Upp eru að vaxa stórir árgangar barna sem eru mörg með greiningar og sem ætlast til þess að fá að taka þátt í samfélaginu í framtíðinni bæði í leik og starfi. Samfélagið er hins vegar ennþá gamaldags, vinnumarkaðurinn beinlínis hallærislegur og þjóðfélagið í heild algjörlega vanbúið og óundirbúið að taka við miklum fjölda einstaklinga sem eru með greiningar þegar þau komast á fullorðinsár. En samfélagið verður að taka miklum breytingum. Heilafjölbreytni og mismunandi tegundir heilaheilsu verða að fá fulla viðurkenningu á sama hátt og réttindi samkynhneigðra hafa fengið viðurkenningu og réttindi ýmissa annarra hópa fólks. Mannleg fjölbreytni í allri sinni dýrð verður að vera viðurkennd og samþykkt skilyrðislaust. Lausn samfélagsins í dag gagnvart einhverfum er að gera marga einhverfa að öryrkjum. En það er ljóst að í samfélagi framtíðarinnar verða svo margir einstaklingar með allskyns greiningar og frávik að það verður ekki hægt að setja allan þann hóp á örorkubætur. Það einfaldlega mun ekki verða til fjármagn til þess. Þessvegna verða að verða breytingar úti í atvinnulífinu. „Ég er algjörlega lost“ segir ung einhverf kona á 27. aldursári. Önnur einhverf kona upplifir það að vera rekin vegna „samstarfsörðugleika“. Enginn sálfræðingur er kallaður til. Ekkert tillit er tekið til þess að hún er einhverf. Henni er einfaldlega sagt upp. Þessi illa meðferð á einhverfum verður að hætta. Það á að skylda alla stóra vinnustaði að vera með starfandi sálfræðinga skv. lögum. Fyrsta skylda slíkra sálfræðinga á að vera að tryggja mannlega fjölbreytni á vinnustað. Allir eiga að geta fengið vinnu við sitt hæfi. Við verðum að fara að hefja greiningar upp til skýjanna. Við verðum að læra að meta fólk með greiningar í staðinn fyrir að leggja það í einelti og útiloka það. Það kaldhæðnislega í þessu öllu saman er að ef þú ert þroskaskertur einstaklingur er líklegra að þú fáir hjálp og að þér verði útveguð vinna á vernduðum vinnustað. En ef þú ert með ódæmigerða einhverfu án þroskaskerðingar, er nákvæmlega ekkert gert fyrir þig. Ég sem pára þessi orð er sjálf með ódæmigerða einhverfu/ADHD samsetningu og ég get einnig tjáð mig í rituðu og töluðu máli. Ég er með 4 háskólagráður en get hvergi fengið vinnu á vinnumarkaði. Ég hef fundið mér vettvang sem sjálfboðaliði og heimsóknarvinur í Rauða krossinum. Ég hef rofið félagslega einangrun eldri borgara og heimsótt fjölda fólks. Ég stunda einnig söngnám og reyni að vera sólarmeginn í lífinu almennt séð. Ég telst vera 75% öryrki. En ég er með almenna greindarvísitölu 146. Af því að ég er þetta greind fæ ég enga aðstoð, hvorki frá sveitarfélagi mínu né öðrum. Ég get því ekki annað en spurt spurningarinnar? Ef Albert Einstein hefði fengið einhverfugreiningu í leikskóla hefði hann komist inn í Tækniháskólann í Zürich og hefði afstæðiskenningin nokkurn tímann orðið til? Í íslensku samfélagi í dag væri Einstein atvinnulaus og á örorku. Enginn myndi taka hann alvarlega. Verðum við ekki að fara að gera róttækar samfélagsbreytingar og samþykkja mannlega fjölbreytni eins og hún er í öllu sínu dýrðlega veldi? Höfundur er með B.A. B.Sc. M.Sc. og M.A. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Félagsmál Ingibjörg Elsa Björnsdóttir Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Samkvæmt tölum frá National Autistic Society í Bretlandi eru um 700.000 með einhverfugreiningu á Bretlandseyjum. Einungis 16% fullorðinna á einhverfurófi eru hins vegar í fullu starfi. Meira en 77% þeirra sem voru einhverfir en án atvinnu sögðust helst vilja fá launaða vinnu. Ekkert bendir til þess að staða fullorðinna einhverfra sé nokkuð betri hér á Íslandi. Börn á einhverfurófi fá ýmsan stuðning en við 18 ára aldur fellur allur sá stuðningur burt. Það er engu líkara en að fullorðnir einhverfir eigi bara að gufa upp og helst hverfa – PÚFF – á 18 ára afmælinu. Svo einfalt er það hins vegar ekki. Nú er það svo að á undanförnum árum hefur fjöldi greininga barna með hin ýmsu heilkenni og raskanir aukist í hverjum árgangi. Um er að ræða greiningar á einhverfu, ADD/ADHD, lesblindu, einhverfu/ADHD samsetningu og fleiru. Upp eru að vaxa stórir árgangar barna sem eru mörg með greiningar og sem ætlast til þess að fá að taka þátt í samfélaginu í framtíðinni bæði í leik og starfi. Samfélagið er hins vegar ennþá gamaldags, vinnumarkaðurinn beinlínis hallærislegur og þjóðfélagið í heild algjörlega vanbúið og óundirbúið að taka við miklum fjölda einstaklinga sem eru með greiningar þegar þau komast á fullorðinsár. En samfélagið verður að taka miklum breytingum. Heilafjölbreytni og mismunandi tegundir heilaheilsu verða að fá fulla viðurkenningu á sama hátt og réttindi samkynhneigðra hafa fengið viðurkenningu og réttindi ýmissa annarra hópa fólks. Mannleg fjölbreytni í allri sinni dýrð verður að vera viðurkennd og samþykkt skilyrðislaust. Lausn samfélagsins í dag gagnvart einhverfum er að gera marga einhverfa að öryrkjum. En það er ljóst að í samfélagi framtíðarinnar verða svo margir einstaklingar með allskyns greiningar og frávik að það verður ekki hægt að setja allan þann hóp á örorkubætur. Það einfaldlega mun ekki verða til fjármagn til þess. Þessvegna verða að verða breytingar úti í atvinnulífinu. „Ég er algjörlega lost“ segir ung einhverf kona á 27. aldursári. Önnur einhverf kona upplifir það að vera rekin vegna „samstarfsörðugleika“. Enginn sálfræðingur er kallaður til. Ekkert tillit er tekið til þess að hún er einhverf. Henni er einfaldlega sagt upp. Þessi illa meðferð á einhverfum verður að hætta. Það á að skylda alla stóra vinnustaði að vera með starfandi sálfræðinga skv. lögum. Fyrsta skylda slíkra sálfræðinga á að vera að tryggja mannlega fjölbreytni á vinnustað. Allir eiga að geta fengið vinnu við sitt hæfi. Við verðum að fara að hefja greiningar upp til skýjanna. Við verðum að læra að meta fólk með greiningar í staðinn fyrir að leggja það í einelti og útiloka það. Það kaldhæðnislega í þessu öllu saman er að ef þú ert þroskaskertur einstaklingur er líklegra að þú fáir hjálp og að þér verði útveguð vinna á vernduðum vinnustað. En ef þú ert með ódæmigerða einhverfu án þroskaskerðingar, er nákvæmlega ekkert gert fyrir þig. Ég sem pára þessi orð er sjálf með ódæmigerða einhverfu/ADHD samsetningu og ég get einnig tjáð mig í rituðu og töluðu máli. Ég er með 4 háskólagráður en get hvergi fengið vinnu á vinnumarkaði. Ég hef fundið mér vettvang sem sjálfboðaliði og heimsóknarvinur í Rauða krossinum. Ég hef rofið félagslega einangrun eldri borgara og heimsótt fjölda fólks. Ég stunda einnig söngnám og reyni að vera sólarmeginn í lífinu almennt séð. Ég telst vera 75% öryrki. En ég er með almenna greindarvísitölu 146. Af því að ég er þetta greind fæ ég enga aðstoð, hvorki frá sveitarfélagi mínu né öðrum. Ég get því ekki annað en spurt spurningarinnar? Ef Albert Einstein hefði fengið einhverfugreiningu í leikskóla hefði hann komist inn í Tækniháskólann í Zürich og hefði afstæðiskenningin nokkurn tímann orðið til? Í íslensku samfélagi í dag væri Einstein atvinnulaus og á örorku. Enginn myndi taka hann alvarlega. Verðum við ekki að fara að gera róttækar samfélagsbreytingar og samþykkja mannlega fjölbreytni eins og hún er í öllu sínu dýrðlega veldi? Höfundur er með B.A. B.Sc. M.Sc. og M.A.
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar