Hvar er verndin? Katla Hólm Vilbergs- og Þórhildardóttir skrifar 12. mars 2021 09:00 Í gegnum allar áætlanir, sáttmála og stefnur sem snúa að aðgerðum og hlutverki yfirvalda í baráttunni við mansal er rauður þráður: Að sækja brotafólk til saka og veita þolendum vernd. Þennan þráð má þannig finna í skjali dómsmálaráðuneytisins um „Áherslur stjórnvalda í aðgerðum gegn mansali og annars konar hagnýtingu,“ sem kom út árið 2019. Þennan þráð má finna í samningi Sameinuðu þjóðanna gegn fjölþjóðlegri, skipulagðri glæpastarfsemi, og enn fremur íPalermó-sáttmálanum sem hefur verið fullgilt samkomulag hér á Íslandi í tíu ár. Okkur ber að vernda þolendur mansals. Nú hyggst dómsmálaráðherra breyta mansalsákvæði hegningarlaga. Í frumvarpi ráðherrans er ætlunin að rýmka heimildir ákvæðisins, bæði til þess að auka vernd þolenda mansals og til að auka líkur á að brotafólk sé sótt til saka. Eða svo segir í það minnsta á vef Alþingis. Hins vegar er ekki augljóst hvernig fyrirhuguð breyting mun í raun vernda þolendur. Það verður ekki af frumvarpinu tekið að það rýmkar vissulega heimildir til að refsa illvirkjum, sem er jú mikilvægur liður í aðgerðum gegn mansali. Aftur á móti er ekkert í frumvarpinu sem bendir til sérstakra aðgerða til að verja þolendur, ekki frekar en í núverandi lagabókstaf. Enn og aftur er áherslan á aðgerðir sem seint verður hægt að flokka sem beina vernd. Oftar en ekki eru þolendur mansals hælisleitendur, flóttafólk, týnt fólk, óskráð fólk. Fólk sem er að flýja ofbeldi, nauðganir og ólýsanlegan hrylling. Fólk sem þráir lausn úr aðstæðum sínum. Fólk sem þarf vernd og okkur, sem siðmenntað og mannúðlegt samfélag, ber skylda til að veita þessa vernd. Að sækja til saka einn mann hér eða þar hrekkur skammt þegar þolendum er síðan vísað á dyr og sendir aftur í gin kvalarans. Það kemur alltaf hrotti í hrotta stað. Því þarf alþjóðasamfélagið - Ísland þar með talið - að leggja meiri og sterkari áherslu á verndina sem þolendur eiga að fá. Þau þurfa að geta treyst á öruggt skjól og ekki skal gleyma að Alþingi, sem löggjafi þessa lands, hefur samþykkt þessa áherslu. Okkur ber að vernda þolendur mansals. Höfundur er sitjandi þingkona Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Píratar Hælisleitendur Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Sjá meira
Í gegnum allar áætlanir, sáttmála og stefnur sem snúa að aðgerðum og hlutverki yfirvalda í baráttunni við mansal er rauður þráður: Að sækja brotafólk til saka og veita þolendum vernd. Þennan þráð má þannig finna í skjali dómsmálaráðuneytisins um „Áherslur stjórnvalda í aðgerðum gegn mansali og annars konar hagnýtingu,“ sem kom út árið 2019. Þennan þráð má finna í samningi Sameinuðu þjóðanna gegn fjölþjóðlegri, skipulagðri glæpastarfsemi, og enn fremur íPalermó-sáttmálanum sem hefur verið fullgilt samkomulag hér á Íslandi í tíu ár. Okkur ber að vernda þolendur mansals. Nú hyggst dómsmálaráðherra breyta mansalsákvæði hegningarlaga. Í frumvarpi ráðherrans er ætlunin að rýmka heimildir ákvæðisins, bæði til þess að auka vernd þolenda mansals og til að auka líkur á að brotafólk sé sótt til saka. Eða svo segir í það minnsta á vef Alþingis. Hins vegar er ekki augljóst hvernig fyrirhuguð breyting mun í raun vernda þolendur. Það verður ekki af frumvarpinu tekið að það rýmkar vissulega heimildir til að refsa illvirkjum, sem er jú mikilvægur liður í aðgerðum gegn mansali. Aftur á móti er ekkert í frumvarpinu sem bendir til sérstakra aðgerða til að verja þolendur, ekki frekar en í núverandi lagabókstaf. Enn og aftur er áherslan á aðgerðir sem seint verður hægt að flokka sem beina vernd. Oftar en ekki eru þolendur mansals hælisleitendur, flóttafólk, týnt fólk, óskráð fólk. Fólk sem er að flýja ofbeldi, nauðganir og ólýsanlegan hrylling. Fólk sem þráir lausn úr aðstæðum sínum. Fólk sem þarf vernd og okkur, sem siðmenntað og mannúðlegt samfélag, ber skylda til að veita þessa vernd. Að sækja til saka einn mann hér eða þar hrekkur skammt þegar þolendum er síðan vísað á dyr og sendir aftur í gin kvalarans. Það kemur alltaf hrotti í hrotta stað. Því þarf alþjóðasamfélagið - Ísland þar með talið - að leggja meiri og sterkari áherslu á verndina sem þolendur eiga að fá. Þau þurfa að geta treyst á öruggt skjól og ekki skal gleyma að Alþingi, sem löggjafi þessa lands, hefur samþykkt þessa áherslu. Okkur ber að vernda þolendur mansals. Höfundur er sitjandi þingkona Pírata.
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar