Byrja í elstu húsunum þar sem aðgengið er verst Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. mars 2021 15:37 Haraldur Þorleifsson, stofnandi Ueno og hvatamaður að stofnun Aðgengissjóðs Reykjavíkur, við athöfnina í Iðnó í dag. Vísir/Sigurjón Verkefninu Römpum upp Reykjavík var hrundið af stað í dag en markmiðið er að koma fyrir 100 römpum í Reykjavík fyrir fólk á hjólastólum eins fljótt og auðið er. Ríkisstjórnin hefur samþykkt að veita þremur milljónum króna í styrk til Aðgengissjóðs Reykjavíkur, sem heldur utan um verkefnið. Sjóðnum er ætlað að auka aðgengi hreyfihamlaðra að þjónustu, verslunum og veitingahúsum í Reykjavík en félagsmálaráðuneytið mun einnig styrkja verkefnið um 2 milljónir króna, að því er segir í tilkynningu á vef stjórnarráðsins. „Römpum upp Reykjavík“ var ýtt úr vör í Iðnó í dag, á degi aðgengis fyrir alla. Þar tóku til máls Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Haraldur Þorleifsson, stofnandi Ueno og hvatamaður að stofnun sjóðsins. Frá athöfninni í dag.Vísir/Sigurjón Byrjað verður í miðborg Reykjavíkur þar sem elstu húsin eru og aðgengið verst. Ráðgert er að sjóðurinn veiti styrki fyrir allt að 80% af kostnaði við gerð rampa eða upphækkana að verslunum og veitingastöðum. „Ég þekki það manna best að ætla að sækja einhvern viðburð, fara á veitingastað eða einfaldlega í verslun sem er mér ekki aðgengileg. Mörgum rekstraraðilum hefur reynst kostnaðurinn fyrirstaða því oft er um viðkvæman rekstur að ræða og því mikilvægt að tryggja aðgengi að fjármagni. Því er ég mjög stoltur af þessu verkefni og þakklátur öllum þeim sem hafa ákveðið að leggja Römpum upp Reykjavík lið,“ er haft eftir Haraldi í tilkynningu um verkefnið. Reykjavík Félagsmál Borgarstjórn Mest lesið Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Fleiri fréttir Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun Sjá meira
Sjóðnum er ætlað að auka aðgengi hreyfihamlaðra að þjónustu, verslunum og veitingahúsum í Reykjavík en félagsmálaráðuneytið mun einnig styrkja verkefnið um 2 milljónir króna, að því er segir í tilkynningu á vef stjórnarráðsins. „Römpum upp Reykjavík“ var ýtt úr vör í Iðnó í dag, á degi aðgengis fyrir alla. Þar tóku til máls Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Haraldur Þorleifsson, stofnandi Ueno og hvatamaður að stofnun sjóðsins. Frá athöfninni í dag.Vísir/Sigurjón Byrjað verður í miðborg Reykjavíkur þar sem elstu húsin eru og aðgengið verst. Ráðgert er að sjóðurinn veiti styrki fyrir allt að 80% af kostnaði við gerð rampa eða upphækkana að verslunum og veitingastöðum. „Ég þekki það manna best að ætla að sækja einhvern viðburð, fara á veitingastað eða einfaldlega í verslun sem er mér ekki aðgengileg. Mörgum rekstraraðilum hefur reynst kostnaðurinn fyrirstaða því oft er um viðkvæman rekstur að ræða og því mikilvægt að tryggja aðgengi að fjármagni. Því er ég mjög stoltur af þessu verkefni og þakklátur öllum þeim sem hafa ákveðið að leggja Römpum upp Reykjavík lið,“ er haft eftir Haraldi í tilkynningu um verkefnið.
Reykjavík Félagsmál Borgarstjórn Mest lesið Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Fleiri fréttir Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun Sjá meira