Líkur á að hraun renni yfir Suðurstrandarveg Jóhann K. Jóhannsson skrifar 11. mars 2021 11:47 Suðurstrandarvegur liggur frá Grindavík til Þorlákshafnar. Vísir/Vilhelm Jarðskjálfti af stærðinni 4,6 í Eldvörpum skömmu fyrir klukkan níu í morgun er merki um spennubreytingar á Reykjanesskaga. Smáskjálftavirkni á svæðinu er en talinn fyrirboði eldgoss en talið er að kvikugangurinn við Fagradalsfjall hafi færst til suðurs. Skjálftinn við Eldvörp í morgun varð sex kílómetra vestan við Grindavík og fannst allt norður á Akranes og Hvanneyri og austur á Hvolsvöll. Sérfræðingar segja skjálftann hafa orðið vegna spennubreytinga á svæðinu vestan við Fagradalsfjall. Frá miðnætti til klukkan sjö í morgun mældust um 800 jarðskjálftar á Reykjanesskaga. Virknin er að mestu bundin við syðsta enda kvikugangsins við Fagradalsfjall. Enginn gosórói hefur þó mælst. Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvár hjá Veðurstofu Íslands segir stærstu skjálftana núna vera vegna spennulosunar á svæðinu. Fagradalsfjall á Reykjanesi.Vísir/Vilhelm „Gangurinn virðist áfram vera að stækka og þrýstingur að vera að byggjast upp sem veldur þessum gikkskjálftum og þeir geta verið langt í burtu frá þeim stað þar sem að kvikan er að koma upp í jarðskorpuna,“ segir Kristín. Engin merki eru um að kvika sér að ganga til annarsstaðar á svæðinu en eftir því sem jarðskjálftavirkni heldur áfram er mun líklegra að atburðurinn endi með eldgosi. „Það er hugsanlegt að gangurinn hafi verið að færast aðeins til suðurs. Við erum að skoða það einmitt núna. Það í rauninni breytist sviðsmyndinni ekkert rosalega mikið en ef það kæmi upp hraun þarna að þá mundi það renna að lokum beint út í sjó og yfir Suðurstrandarveginn,“ segir Kristín. „Það er hugsanlegt að gangurinn hafi verið að færast aðeins til suðurs. Við erum að skoða það einmitt núna. Það í rauninni breytist sviðsmyndinni ekkert rosalega mikið en ef það kæmi upp hraun þarna að þá mundi það renna að lokum beint út í sjó og yfir Suðurstrandaveginn,“ segir Kristín Jónsdóttir hópstjóri náttúruvár á Veðurstofu Íslands.Vísir/Vilhelm Komi upp eldgos á þessum stað eru afar litlar líkur eru á að hætta muni skapast í byggð. Fyrr í vikunni var grein frá því að kvika væri á um eins kílómetra dýpi en ekki liggja fyrir upplýsinga um að hún hafi færst nær yfirborði. „Nei við erum ekki með neitt í hendi akkúrat núna um það. Við erum að fylgjast með þessu og ef að gangurinn er að vaxa í þessa átt þá ættum við að sjá það greinilega í skjálftavirkninni að það er í rauninni þessi fremsti hluti gangsins að er virkur hverju sinni og við höfum séð mestu virknina veran sannarlega í Fagradalsfjallinu. Það er svæðið sem við erum að horfa á núna,“ segir Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvár hjá Veðurstofu Íslands. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Samgöngur Grindavík Hafnarfjörður Ölfus Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Sjá meira
Skjálftinn við Eldvörp í morgun varð sex kílómetra vestan við Grindavík og fannst allt norður á Akranes og Hvanneyri og austur á Hvolsvöll. Sérfræðingar segja skjálftann hafa orðið vegna spennubreytinga á svæðinu vestan við Fagradalsfjall. Frá miðnætti til klukkan sjö í morgun mældust um 800 jarðskjálftar á Reykjanesskaga. Virknin er að mestu bundin við syðsta enda kvikugangsins við Fagradalsfjall. Enginn gosórói hefur þó mælst. Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvár hjá Veðurstofu Íslands segir stærstu skjálftana núna vera vegna spennulosunar á svæðinu. Fagradalsfjall á Reykjanesi.Vísir/Vilhelm „Gangurinn virðist áfram vera að stækka og þrýstingur að vera að byggjast upp sem veldur þessum gikkskjálftum og þeir geta verið langt í burtu frá þeim stað þar sem að kvikan er að koma upp í jarðskorpuna,“ segir Kristín. Engin merki eru um að kvika sér að ganga til annarsstaðar á svæðinu en eftir því sem jarðskjálftavirkni heldur áfram er mun líklegra að atburðurinn endi með eldgosi. „Það er hugsanlegt að gangurinn hafi verið að færast aðeins til suðurs. Við erum að skoða það einmitt núna. Það í rauninni breytist sviðsmyndinni ekkert rosalega mikið en ef það kæmi upp hraun þarna að þá mundi það renna að lokum beint út í sjó og yfir Suðurstrandarveginn,“ segir Kristín. „Það er hugsanlegt að gangurinn hafi verið að færast aðeins til suðurs. Við erum að skoða það einmitt núna. Það í rauninni breytist sviðsmyndinni ekkert rosalega mikið en ef það kæmi upp hraun þarna að þá mundi það renna að lokum beint út í sjó og yfir Suðurstrandaveginn,“ segir Kristín Jónsdóttir hópstjóri náttúruvár á Veðurstofu Íslands.Vísir/Vilhelm Komi upp eldgos á þessum stað eru afar litlar líkur eru á að hætta muni skapast í byggð. Fyrr í vikunni var grein frá því að kvika væri á um eins kílómetra dýpi en ekki liggja fyrir upplýsinga um að hún hafi færst nær yfirborði. „Nei við erum ekki með neitt í hendi akkúrat núna um það. Við erum að fylgjast með þessu og ef að gangurinn er að vaxa í þessa átt þá ættum við að sjá það greinilega í skjálftavirkninni að það er í rauninni þessi fremsti hluti gangsins að er virkur hverju sinni og við höfum séð mestu virknina veran sannarlega í Fagradalsfjallinu. Það er svæðið sem við erum að horfa á núna,“ segir Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvár hjá Veðurstofu Íslands.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Samgöngur Grindavík Hafnarfjörður Ölfus Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Sjá meira