Íslenska ríkið greiðir Aldísi bætur vegna skjals sem lögregla útbjó fyrir Jón Baldvin Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. mars 2021 22:38 Lögregla braut gegn lögum þegar hún miðlaði upplýsingum um Aldísi til föður hennar, Jóns Baldvins Hannibalssonar. Íslenska ríkið hefur samþykkt að greiða Aldísi Schram 1,2 milljón króna í miskabætur og 400 þúsund króna í málskostnað vegna ákvörðunar Persónuverndar, sem komst að þeirri niðurstöðu að embætti Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu hefði brotið gegn lögum með því að miðla upplýsingum um Aldísi til föður hennar. Í samkomulagi milli Aldísar og ríkisins segir að það feli í sér fullnaðargreiðslu vegna allra krafna sem Aldís kann að hafa öðlast gagnvart íslenska ríkinu í tengslum við málið. Þá skuldbindi hún sig til að hafa ekki frekari kröfur uppi gagnvart ríkinu vegna málsins. Samkomulagið er dagsett í dag. Persónuvernd komst að þeirri niðurstöðu 27. ágúst síðastliðnum að vinnsla Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu á persónuupplýsingum um Aldísi í tengslum við útgáfu og miðlun skjals sem geymdi upplýsingar um afskipti lögreglu af Aldísi samrýmdist ekki lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Umrætt skjal var gefið út af Herði Jóhannesssyni, þáverandi aðstoðarlögreglustjóra, og bar yfirskriftina „Til þess er það kann að varða“. Þar kom fram að lögregla hefði haft afskipti af Aldísi eða sinnt verkefnum vegna hennar og að foreldrar hennar hefðu aldrei kallað á lögreglu eða beðið lögreglu um aðstoð af neinu tagi vegna hennar. Í niðurstöðu Persónuverndar kom meðal annars fram að lögregla hefði ekki getað upplýst um forsendur þess að skjalið var unnið. Það hefði ekki verið varðveitt í skjalavörslukerfi embættisins. Þá þyrfti að leggja til grundvallar að einstaklingar mættu almennt treysta því að upplýsingum sem skráðar væru hjá lögreglu væri ekki miðlað til óviðkomandi aðila. Þar sem Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefði miðlað umræddum upplýsingum án heimildar hefði embættið ekki unnið upplýsingarnar með sanngjörnum, málefnalegum né lögmætum hætti gagnvart Aldísi. Dómsmál MeToo Kynferðisofbeldi Persónuvernd Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Lögreglan Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Fleiri fréttir Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Sjá meira
Í samkomulagi milli Aldísar og ríkisins segir að það feli í sér fullnaðargreiðslu vegna allra krafna sem Aldís kann að hafa öðlast gagnvart íslenska ríkinu í tengslum við málið. Þá skuldbindi hún sig til að hafa ekki frekari kröfur uppi gagnvart ríkinu vegna málsins. Samkomulagið er dagsett í dag. Persónuvernd komst að þeirri niðurstöðu 27. ágúst síðastliðnum að vinnsla Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu á persónuupplýsingum um Aldísi í tengslum við útgáfu og miðlun skjals sem geymdi upplýsingar um afskipti lögreglu af Aldísi samrýmdist ekki lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Umrætt skjal var gefið út af Herði Jóhannesssyni, þáverandi aðstoðarlögreglustjóra, og bar yfirskriftina „Til þess er það kann að varða“. Þar kom fram að lögregla hefði haft afskipti af Aldísi eða sinnt verkefnum vegna hennar og að foreldrar hennar hefðu aldrei kallað á lögreglu eða beðið lögreglu um aðstoð af neinu tagi vegna hennar. Í niðurstöðu Persónuverndar kom meðal annars fram að lögregla hefði ekki getað upplýst um forsendur þess að skjalið var unnið. Það hefði ekki verið varðveitt í skjalavörslukerfi embættisins. Þá þyrfti að leggja til grundvallar að einstaklingar mættu almennt treysta því að upplýsingum sem skráðar væru hjá lögreglu væri ekki miðlað til óviðkomandi aðila. Þar sem Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefði miðlað umræddum upplýsingum án heimildar hefði embættið ekki unnið upplýsingarnar með sanngjörnum, málefnalegum né lögmætum hætti gagnvart Aldísi.
Dómsmál MeToo Kynferðisofbeldi Persónuvernd Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Lögreglan Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Fleiri fréttir Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Sjá meira