Íslenska ríkið greiðir Aldísi bætur vegna skjals sem lögregla útbjó fyrir Jón Baldvin Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. mars 2021 22:38 Lögregla braut gegn lögum þegar hún miðlaði upplýsingum um Aldísi til föður hennar, Jóns Baldvins Hannibalssonar. Íslenska ríkið hefur samþykkt að greiða Aldísi Schram 1,2 milljón króna í miskabætur og 400 þúsund króna í málskostnað vegna ákvörðunar Persónuverndar, sem komst að þeirri niðurstöðu að embætti Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu hefði brotið gegn lögum með því að miðla upplýsingum um Aldísi til föður hennar. Í samkomulagi milli Aldísar og ríkisins segir að það feli í sér fullnaðargreiðslu vegna allra krafna sem Aldís kann að hafa öðlast gagnvart íslenska ríkinu í tengslum við málið. Þá skuldbindi hún sig til að hafa ekki frekari kröfur uppi gagnvart ríkinu vegna málsins. Samkomulagið er dagsett í dag. Persónuvernd komst að þeirri niðurstöðu 27. ágúst síðastliðnum að vinnsla Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu á persónuupplýsingum um Aldísi í tengslum við útgáfu og miðlun skjals sem geymdi upplýsingar um afskipti lögreglu af Aldísi samrýmdist ekki lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Umrætt skjal var gefið út af Herði Jóhannesssyni, þáverandi aðstoðarlögreglustjóra, og bar yfirskriftina „Til þess er það kann að varða“. Þar kom fram að lögregla hefði haft afskipti af Aldísi eða sinnt verkefnum vegna hennar og að foreldrar hennar hefðu aldrei kallað á lögreglu eða beðið lögreglu um aðstoð af neinu tagi vegna hennar. Í niðurstöðu Persónuverndar kom meðal annars fram að lögregla hefði ekki getað upplýst um forsendur þess að skjalið var unnið. Það hefði ekki verið varðveitt í skjalavörslukerfi embættisins. Þá þyrfti að leggja til grundvallar að einstaklingar mættu almennt treysta því að upplýsingum sem skráðar væru hjá lögreglu væri ekki miðlað til óviðkomandi aðila. Þar sem Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefði miðlað umræddum upplýsingum án heimildar hefði embættið ekki unnið upplýsingarnar með sanngjörnum, málefnalegum né lögmætum hætti gagnvart Aldísi. Dómsmál MeToo Kynferðisofbeldi Persónuvernd Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Lögreglan Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira
Í samkomulagi milli Aldísar og ríkisins segir að það feli í sér fullnaðargreiðslu vegna allra krafna sem Aldís kann að hafa öðlast gagnvart íslenska ríkinu í tengslum við málið. Þá skuldbindi hún sig til að hafa ekki frekari kröfur uppi gagnvart ríkinu vegna málsins. Samkomulagið er dagsett í dag. Persónuvernd komst að þeirri niðurstöðu 27. ágúst síðastliðnum að vinnsla Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu á persónuupplýsingum um Aldísi í tengslum við útgáfu og miðlun skjals sem geymdi upplýsingar um afskipti lögreglu af Aldísi samrýmdist ekki lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Umrætt skjal var gefið út af Herði Jóhannesssyni, þáverandi aðstoðarlögreglustjóra, og bar yfirskriftina „Til þess er það kann að varða“. Þar kom fram að lögregla hefði haft afskipti af Aldísi eða sinnt verkefnum vegna hennar og að foreldrar hennar hefðu aldrei kallað á lögreglu eða beðið lögreglu um aðstoð af neinu tagi vegna hennar. Í niðurstöðu Persónuverndar kom meðal annars fram að lögregla hefði ekki getað upplýst um forsendur þess að skjalið var unnið. Það hefði ekki verið varðveitt í skjalavörslukerfi embættisins. Þá þyrfti að leggja til grundvallar að einstaklingar mættu almennt treysta því að upplýsingum sem skráðar væru hjá lögreglu væri ekki miðlað til óviðkomandi aðila. Þar sem Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefði miðlað umræddum upplýsingum án heimildar hefði embættið ekki unnið upplýsingarnar með sanngjörnum, málefnalegum né lögmætum hætti gagnvart Aldísi.
Dómsmál MeToo Kynferðisofbeldi Persónuvernd Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Lögreglan Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira