Guðmundur Andri víkur úr oddvitasætinu fyrir Þórunni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. mars 2021 07:43 Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, vill aftur á þing. Vísir/Vilhelm Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, mun leiða lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi, Kraganum, fyrir alþingiskosningarnar í september verði tillaga uppstillingarnefndar flokksins í kjördæminu samþykkt. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í dag og vísað í heimildir blaðsins en Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður flokksins sem var oddviti í kjördæminu 2017, staðfestir þetta líka í færslu sem hann birti á Facebook-síðu sinni í morgun. Hann mun þannig víkja sæti fyrir Þórunni en í færslunni segist hann hafa tjáð uppstillingarnefnd flokksins að hann væri til í að sitja áfram á þingi. Þá teldi hann mjög líklegt að Samfylkingin fengi tvo þingmenn í Kraganum næst og hann væri reiðubúinn til að berjast fyrir því. „Fréttablaðið segir það fáheyrt í frétt í dag að oddviti færi sig um sæti og virðist telja það firn mikil að rúmlega sextugur karl standi upp fyrir sér yngri konu. Það held ég að sé ofmælt; minni til dæmis á það þegar Ögmundur Jónasson stóð upp fyrir Guðfríði Lilju í Kraganum. Þórunn Sveinbjarnardóttir mun sem sagt leiða listann og það styð ég. Hún hefur verið öflugur málsvari launafólks undanfarin ár en var áður þingmaður kjördæmisins og ráðherra. Hún verður öflug í fyrsta sæti. Og ég verð öflugur í öðru sæti. Að ekki sé nú talað um unga fólkið sem kemur svo í næstu sætum á eftir ...“ segir Guðmundur Andri í færslu sinni. Þá gerir uppstillingarnefndin tillögu um að Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, fyrrverandi formaður framkvæmdastjórnar flokksins, verði í þriðja sæti listans. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að Jónu Þóreyju Pétursdóttur, fyrrverandi forseta Stúdentaráðs Háskóla Íslands, hafi verið boðið það sæti en hún hafnað boðinu. Fyrir mánuði síðan var greint frá því að Þórunn færi mögulega aftur í framboð fyrir Samfylkinguna í Kraganum. Daginn eftir var svo greint frá því að Þórunn ætlaði ekki að bjóða sig aftur fram sem formann BHM. Þórunn sat á þingi fyrir Samfylkinguna á árunum 1999 til 2011 og gegndi embætti umhverfisráðherra á árunum 2007 til 2009. Fréttin var uppfærð kl. 08:44. Samfylkingin Alþingiskosningar 2021 Suðvesturkjördæmi Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fleiri fréttir Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Bein útsending: Logi kynnir aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Sjá meira
Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í dag og vísað í heimildir blaðsins en Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður flokksins sem var oddviti í kjördæminu 2017, staðfestir þetta líka í færslu sem hann birti á Facebook-síðu sinni í morgun. Hann mun þannig víkja sæti fyrir Þórunni en í færslunni segist hann hafa tjáð uppstillingarnefnd flokksins að hann væri til í að sitja áfram á þingi. Þá teldi hann mjög líklegt að Samfylkingin fengi tvo þingmenn í Kraganum næst og hann væri reiðubúinn til að berjast fyrir því. „Fréttablaðið segir það fáheyrt í frétt í dag að oddviti færi sig um sæti og virðist telja það firn mikil að rúmlega sextugur karl standi upp fyrir sér yngri konu. Það held ég að sé ofmælt; minni til dæmis á það þegar Ögmundur Jónasson stóð upp fyrir Guðfríði Lilju í Kraganum. Þórunn Sveinbjarnardóttir mun sem sagt leiða listann og það styð ég. Hún hefur verið öflugur málsvari launafólks undanfarin ár en var áður þingmaður kjördæmisins og ráðherra. Hún verður öflug í fyrsta sæti. Og ég verð öflugur í öðru sæti. Að ekki sé nú talað um unga fólkið sem kemur svo í næstu sætum á eftir ...“ segir Guðmundur Andri í færslu sinni. Þá gerir uppstillingarnefndin tillögu um að Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, fyrrverandi formaður framkvæmdastjórnar flokksins, verði í þriðja sæti listans. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að Jónu Þóreyju Pétursdóttur, fyrrverandi forseta Stúdentaráðs Háskóla Íslands, hafi verið boðið það sæti en hún hafnað boðinu. Fyrir mánuði síðan var greint frá því að Þórunn færi mögulega aftur í framboð fyrir Samfylkinguna í Kraganum. Daginn eftir var svo greint frá því að Þórunn ætlaði ekki að bjóða sig aftur fram sem formann BHM. Þórunn sat á þingi fyrir Samfylkinguna á árunum 1999 til 2011 og gegndi embætti umhverfisráðherra á árunum 2007 til 2009. Fréttin var uppfærð kl. 08:44.
Samfylkingin Alþingiskosningar 2021 Suðvesturkjördæmi Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fleiri fréttir Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Bein útsending: Logi kynnir aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Sjá meira