Píratar eru lýðræðisflokkurinn Haraldur Tristan Gunnarsson skrifar 9. mars 2021 07:30 Stundum sé ég umræður á samfélagsmiðlum um hvort og hve mikið Píratar séu vinstri eða hægri flokkur. Vitaskuld á sérhver maður sína eigin skilgreiningu á hugtökunum „vinstri” og „hægri”, nokkuð loðnum frá upphafi, utan þeirra sem nefna þau „úreld hugtök”; óumflýjanlega lýkur umræðunni þannig að enginn lærir neitt. Fyrir mig er svarið frekar einfalt: Píratar eru lýðræðisflokkurinn. Öll grunnstefna okkar Pírata snertur lýðræði: án borgararéttinda og friðhelgi einkalífsins yrðu kjósendur auðkúgaðir; án upplýsinga- og tjáningarfrelsis og gagnsæis gætu kjósendur ekki komist að skynsamlegum, þó ekki endilega einróma, ákvörðunum. Eflaust aðstoðar gagnrýnin hugsun líka, þó fáir flokkar segjast vera á móti henni, sem betur fer. Eftir er einungis málsgrein 6., krafa beins lýðræðis, sem annarrar hliðar á lýðræði sem Ísland skortir, og sjálfsákvörðunarréttar. Píratar eru lýðræðisflokkurinn! Bæði í því sem við segjum og hvernig við erum: enginn er yfir öðrum, meðal okkar er ekkert stigveldi og enginn formaður. Við viljum efla lýðræði á Íslandi, á öllum sviðum lífsins, þar með hagkerfinu. Er lýðræði vinstri eða hægri? Svarið við þessari spurningu var einu sinni skýrt. Allir núlifandi íslendingar hefðu setið til vinstri í þingi Frakklands árið 1789, nema þeir fáu sem vilja einveldi, guðveldi og þrælahald. Sem betur fer hefur veröldin breyst nokkuð í síðustu tvær aldir. Nema kannski þeir flokkar sem hunsuðu atkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá: þeir eru hugsanlega gamaldags hægrimenn. Nýja stjórnarskráin veitir vægt beint lýðræði gagnvart ríkinu Píratar vilja nýju stjórnarskrána því hún inniheldur margt gott, slíkt sem ákvæði um lýðræðislega stjórn á auðlindum Íslands og um upplýsingarétt, en einnig um beint lýðræði. Með beinu lýðræði gætum við Íslendingar öðlast margt sem væri erfitt bara með þingi. Alþingiskosningar eru takmarkaðar að því leyti að þær neyða kjósanda til að kjósa einn flokk til að sinna öllum málum er varða ríkið, þó að kjósandinn samþykki ekki allar skoðanir og áherslur flokksins. Kjósandi má vera hlynntur einum flokki fyrir eitt mál og öðrum fyrir annað. Með málskoti og frumkvæði geta kjósendur mótað samfélagið á beinni hátt og enn kosið flokka, til þess að vera stöðugir eða betri með ríkisfé eða örlátari gagnvart heilbrigðiskerfinu, án þess að einkennilegu áherslur þessara flokka njóti óhefts forgangs í lagamótun. Kaldhæðnislega sýnist sú mótsögn í ferli nýju stjórnarskrárinnar, því kjósendur kusu að innleiða nýja stjórnarskrá í atkvæðagreiðslu árið 2012 en, einu ári seinna, kusu flokka sem mynduðu ríkisstjórn sem hunsaði atkvæðagreiðslunni. Greinilega kusu kjósendur vegna annarra mála en einungis stjórnarskrár -- og eðlilega! En enn kaldhæðnislegra er að nýja stjórnarskráin af stjórnlagaráði kæmi ekki alveg í veg fyrir því að svipað gerðist aftur, því í henni stendur “Alþingi getur ákveðið að þjóðaratkvæðagreiðslan skuli vera bindandi.” Í Sviss geta kjósendur krafist bindandi atkvæðagreiðslu og Sviss er enn ríkt og stöðugt land. Greinilega er nýja stjórnarskráin ekki fullkomin en samt ágætis byrjun, þó við vildum kannski efla ákvæði um frumkvæði kjósenda. Píratar vilja nýju stjórnarskrána sem fyrst. En við viljum líka lýðræði í hagkerfinu Píratar eru lýðræðisflokkurinn og lýðræði varðar ekki bara ríkið og sveitarfélög. Tvö helstu valda á Íslandi, og flestum vestrænum löndum, eru stjórnvöld og peningar. Að vísu stýrir ríkið hagkerfinu svolítið, en leyfir öðrum aðilum að drottna að mestu leyti. Í hagkerfinu í dag er fátt og lítið af lýðræði að finna. Lífeyrissjóðir eiga mikinn hluta í mörgum fyrirtækjum landsins en sjóðsfélagar, sem oft vinna í þessum fyrirtækjum, hafa ekki mikil áhrif á hvernig sjóðirnir virka. Píratar vilja lýðræðisvæða lífeyrissjóðina þannig að allir sjóðsfélagar geti kosið stjórn hvers sjóðs. Meginþorri fullorðinna landsmanna vinna til að ná endum saman. Í flestum tilvikum eru vinnustaðir ekki lýðræðislegir og því upplifa starfsmenn ekki lýðræði í daglegu lífi. Stefna Pírata er því að láta starfsmenn, í öllum fyrirtækjum með fleiri en 50 starfsmönnum, kjósa að minnsta kosti þriðjung stjórnar fyrirtækis þeirra. Það myndi láta helming starfandi fólks upplifa lýðræði í atvinnulífi, en einungis snerta þau fáu stóru fyrirtæki. Einnig viljum við beita efnahagslegum hvötum til að fyrirtæki, stór sem smá, auki lýðræði í stjórn umfram lágmarkið, til að finna raunverulega jafnvægið þar sem skilvirknin er mest. Þetta er ekki öfgastefna. Á Svíþjóð geta starfsmenn í fyrirtækjum kosið fulltrúa í stjórn, ef fyrirtækið hefur fleiri en 25 starfsmenn. Á Danmörku eiga starfsmenn rétt á að kjósa þriðjung stjórnar í fyrirtækjum þar sem starfa fleiri en 35 starfsmenn. Á Noregi er þröskuldurinn 50 starfsmenn. Þessi nágrannalönd okkar eru ennþá rík og stöðug. Píratar eru ekki bara flokkur lýðræðis varðandi ríkið en einnig lífið allt. Höfundur er í framboði í prófkjöri Pírata í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Píratar Stjórnarskrá Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Mest lesið 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun Hver vill verða öryrki? Grétar Pétur Geirsson Skoðun Skoðun Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Stundum sé ég umræður á samfélagsmiðlum um hvort og hve mikið Píratar séu vinstri eða hægri flokkur. Vitaskuld á sérhver maður sína eigin skilgreiningu á hugtökunum „vinstri” og „hægri”, nokkuð loðnum frá upphafi, utan þeirra sem nefna þau „úreld hugtök”; óumflýjanlega lýkur umræðunni þannig að enginn lærir neitt. Fyrir mig er svarið frekar einfalt: Píratar eru lýðræðisflokkurinn. Öll grunnstefna okkar Pírata snertur lýðræði: án borgararéttinda og friðhelgi einkalífsins yrðu kjósendur auðkúgaðir; án upplýsinga- og tjáningarfrelsis og gagnsæis gætu kjósendur ekki komist að skynsamlegum, þó ekki endilega einróma, ákvörðunum. Eflaust aðstoðar gagnrýnin hugsun líka, þó fáir flokkar segjast vera á móti henni, sem betur fer. Eftir er einungis málsgrein 6., krafa beins lýðræðis, sem annarrar hliðar á lýðræði sem Ísland skortir, og sjálfsákvörðunarréttar. Píratar eru lýðræðisflokkurinn! Bæði í því sem við segjum og hvernig við erum: enginn er yfir öðrum, meðal okkar er ekkert stigveldi og enginn formaður. Við viljum efla lýðræði á Íslandi, á öllum sviðum lífsins, þar með hagkerfinu. Er lýðræði vinstri eða hægri? Svarið við þessari spurningu var einu sinni skýrt. Allir núlifandi íslendingar hefðu setið til vinstri í þingi Frakklands árið 1789, nema þeir fáu sem vilja einveldi, guðveldi og þrælahald. Sem betur fer hefur veröldin breyst nokkuð í síðustu tvær aldir. Nema kannski þeir flokkar sem hunsuðu atkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá: þeir eru hugsanlega gamaldags hægrimenn. Nýja stjórnarskráin veitir vægt beint lýðræði gagnvart ríkinu Píratar vilja nýju stjórnarskrána því hún inniheldur margt gott, slíkt sem ákvæði um lýðræðislega stjórn á auðlindum Íslands og um upplýsingarétt, en einnig um beint lýðræði. Með beinu lýðræði gætum við Íslendingar öðlast margt sem væri erfitt bara með þingi. Alþingiskosningar eru takmarkaðar að því leyti að þær neyða kjósanda til að kjósa einn flokk til að sinna öllum málum er varða ríkið, þó að kjósandinn samþykki ekki allar skoðanir og áherslur flokksins. Kjósandi má vera hlynntur einum flokki fyrir eitt mál og öðrum fyrir annað. Með málskoti og frumkvæði geta kjósendur mótað samfélagið á beinni hátt og enn kosið flokka, til þess að vera stöðugir eða betri með ríkisfé eða örlátari gagnvart heilbrigðiskerfinu, án þess að einkennilegu áherslur þessara flokka njóti óhefts forgangs í lagamótun. Kaldhæðnislega sýnist sú mótsögn í ferli nýju stjórnarskrárinnar, því kjósendur kusu að innleiða nýja stjórnarskrá í atkvæðagreiðslu árið 2012 en, einu ári seinna, kusu flokka sem mynduðu ríkisstjórn sem hunsaði atkvæðagreiðslunni. Greinilega kusu kjósendur vegna annarra mála en einungis stjórnarskrár -- og eðlilega! En enn kaldhæðnislegra er að nýja stjórnarskráin af stjórnlagaráði kæmi ekki alveg í veg fyrir því að svipað gerðist aftur, því í henni stendur “Alþingi getur ákveðið að þjóðaratkvæðagreiðslan skuli vera bindandi.” Í Sviss geta kjósendur krafist bindandi atkvæðagreiðslu og Sviss er enn ríkt og stöðugt land. Greinilega er nýja stjórnarskráin ekki fullkomin en samt ágætis byrjun, þó við vildum kannski efla ákvæði um frumkvæði kjósenda. Píratar vilja nýju stjórnarskrána sem fyrst. En við viljum líka lýðræði í hagkerfinu Píratar eru lýðræðisflokkurinn og lýðræði varðar ekki bara ríkið og sveitarfélög. Tvö helstu valda á Íslandi, og flestum vestrænum löndum, eru stjórnvöld og peningar. Að vísu stýrir ríkið hagkerfinu svolítið, en leyfir öðrum aðilum að drottna að mestu leyti. Í hagkerfinu í dag er fátt og lítið af lýðræði að finna. Lífeyrissjóðir eiga mikinn hluta í mörgum fyrirtækjum landsins en sjóðsfélagar, sem oft vinna í þessum fyrirtækjum, hafa ekki mikil áhrif á hvernig sjóðirnir virka. Píratar vilja lýðræðisvæða lífeyrissjóðina þannig að allir sjóðsfélagar geti kosið stjórn hvers sjóðs. Meginþorri fullorðinna landsmanna vinna til að ná endum saman. Í flestum tilvikum eru vinnustaðir ekki lýðræðislegir og því upplifa starfsmenn ekki lýðræði í daglegu lífi. Stefna Pírata er því að láta starfsmenn, í öllum fyrirtækjum með fleiri en 50 starfsmönnum, kjósa að minnsta kosti þriðjung stjórnar fyrirtækis þeirra. Það myndi láta helming starfandi fólks upplifa lýðræði í atvinnulífi, en einungis snerta þau fáu stóru fyrirtæki. Einnig viljum við beita efnahagslegum hvötum til að fyrirtæki, stór sem smá, auki lýðræði í stjórn umfram lágmarkið, til að finna raunverulega jafnvægið þar sem skilvirknin er mest. Þetta er ekki öfgastefna. Á Svíþjóð geta starfsmenn í fyrirtækjum kosið fulltrúa í stjórn, ef fyrirtækið hefur fleiri en 25 starfsmenn. Á Danmörku eiga starfsmenn rétt á að kjósa þriðjung stjórnar í fyrirtækjum þar sem starfa fleiri en 35 starfsmenn. Á Noregi er þröskuldurinn 50 starfsmenn. Þessi nágrannalönd okkar eru ennþá rík og stöðug. Píratar eru ekki bara flokkur lýðræðis varðandi ríkið en einnig lífið allt. Höfundur er í framboði í prófkjöri Pírata í Reykjavík.
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar