Fánaberi Íslands í Ríó ákærður fyrir líkamsárás Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. mars 2021 07:01 Þormóður Árni Jónsson ber fána Íslands inn á Maracana leikvanginn í Ríó þann 5. ágúst 2016. Getty/Lars Baron Þormóður Jónsson, þrefaldur Ólympíufari og fánaberi Íslands á leikunum í Ríó 2016, hefur verið ákærður fyrir að ráðast á dyravörð á Lewboski bar aðfaranótt Þorláksmessu 2018. Þormóður segist í stuttu samtali við Vísi ekki hafa ráðist á neinn. Um vitleysu sé að ræða. Í ákæru lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu segir að Þormóður, sem er nýorðinn 38 ára, hafi veist með ofbeldi að 34 ára gömlum dyraverði fyrir utan Lebowski Bar og slegið hann með krepptum hnefa í andlit með þeim afleiðingum að dyravörðurinn hlaut áverka fyrir framan vinstra eyra. Brotið telst varða við 217. grein almennra hegningarlaga en viðurlög við brotum á lögunum varða að hámarki sex mánaða fangelsi nema brotið sé mjög alvarlegt. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur á dögunum en Þormóður neitar sök. Þormóður vildi lítið tjá sig um málið við Vísi enda væri langt í frá að niðurstaða væri komin í málið. „Ég réðst ekki á neinn, það er bara þannig. Þetta er bara vitleysa,“ sagði Þormóður. Þormóður er einn besti júdókappi sem Ísland hefur alið. Hann keppti fyrir Íslands hönd á þrennum Ólympíuleikum; í Peking 2008, London 2012 og Ríó 2016 þegar hann var þess heiðurs aðnjótandi að vera fánaberi Íslands. Hann starfar í dag sem framkvæmdastjóri Júdósambands Íslands. Dómsmál Júdó Reykjavík Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Fleiri fréttir Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Sjá meira
Í ákæru lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu segir að Þormóður, sem er nýorðinn 38 ára, hafi veist með ofbeldi að 34 ára gömlum dyraverði fyrir utan Lebowski Bar og slegið hann með krepptum hnefa í andlit með þeim afleiðingum að dyravörðurinn hlaut áverka fyrir framan vinstra eyra. Brotið telst varða við 217. grein almennra hegningarlaga en viðurlög við brotum á lögunum varða að hámarki sex mánaða fangelsi nema brotið sé mjög alvarlegt. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur á dögunum en Þormóður neitar sök. Þormóður vildi lítið tjá sig um málið við Vísi enda væri langt í frá að niðurstaða væri komin í málið. „Ég réðst ekki á neinn, það er bara þannig. Þetta er bara vitleysa,“ sagði Þormóður. Þormóður er einn besti júdókappi sem Ísland hefur alið. Hann keppti fyrir Íslands hönd á þrennum Ólympíuleikum; í Peking 2008, London 2012 og Ríó 2016 þegar hann var þess heiðurs aðnjótandi að vera fánaberi Íslands. Hann starfar í dag sem framkvæmdastjóri Júdósambands Íslands.
Dómsmál Júdó Reykjavík Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Fleiri fréttir Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Sjá meira