Menn taldir hafa eyðilagt eða eytt stærstum hluta regnskóganna Kjartan Kjartansson skrifar 8. mars 2021 11:15 Á Indónesíu hefur mikið skóglendi verið rutt til að rýma til fyrir ræktun fyrir pálmaolíu. Myndin er frá Aceh-héraði. Vísir/EPA Um tveir þriðju hlutar regnskóga jarðarinnar hafa verið eyðilagðir eða eyddir vegna athafna manna. Meira en helmingurinn skógareyðingarinnar frá árinu 2002 hefur átt sér stað í Amasonfrumskóginum og öðrum regnskógum í nágrenni hans í Suður-Ameríku. Niðurstöður greiningar félagasamtakanna Regnskógasjóðs Noregs eru að menn hafi eytt um 34% upprunalegra regnskóga á jörðinni með skógarhöggi og með því að ryðja skóg fyrir landbúnað og önnur nyt. Menn hafi einnig eytt um 30% skóglendisins og gert það viðkvæmara fyrir eldum og frekari eyðingu í framtíðinni, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Eyðing regnskóganna er nú stór þáttur í losun manna á gróðurhúsalofttegundum sem valda loftslagsbreytingum en gríðarlegt magn kolefnis er bundið í regnskógunum. Skógurinn sem eftir stendur á jafnframt erfiðara uppdráttar í breyttu loftslagi. „Þetta er ógnvekjandi vítahringur. Eyðingin bara frá 2002 til 2019 var stærra landsvæði en Frakkland,“ segir Anders Krogh, höfundur skýrslunnar. Hratt hefur gengið á Amasonregnskóginn í Brasilíu. Bændur og jarðabraskarar hafa brennt fleiri hektara skóglendis til að búa til pláss fyrir ræktun á sojabaunum, nautgripur og nytjajurtum. Ástandið er sagt hafa versnað eftir að Jair Bolsonaro tók við embætti forseta árið 2019 og gróf undan umhverfisreglugerðum og eftirliti með þeim. Krogh segir að besta vonin til að verja þá regnskóga sem eftir eru sé einnig í Amason. Frumskógurinn þar ásamt Orinoco- og Andes-regnskógunum í nágrenninu eru saman um 73,5% allra regnskóga sem eftir eru á jörðinni. Næstmest er eyðingin á eyjum Suðaustur-Asíu, sérstaklega Indónesíu. Þar hefur skógur verið ruddur af miklum móð til að rýma til fyrir framleiðslu á pálmaolíu sem er notuð í allt frá matvælum til snyrtivara og iðnaðar. Í Mið-Afríku er eyðingin mest á vatnasvæði Kongófljóts. Eins og annars staðar er það landbúnaður og skógarhögg sem gengur nærri regnskóginum. Á kortinu frá Google Earth Engine hér fyrir neðan má sjá glöggt eyðingu regnskógar í Rodonia í Brasilíu frá 1984 til 2018. Umhverfismál Loftslagsmál Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Sjá meira
Niðurstöður greiningar félagasamtakanna Regnskógasjóðs Noregs eru að menn hafi eytt um 34% upprunalegra regnskóga á jörðinni með skógarhöggi og með því að ryðja skóg fyrir landbúnað og önnur nyt. Menn hafi einnig eytt um 30% skóglendisins og gert það viðkvæmara fyrir eldum og frekari eyðingu í framtíðinni, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Eyðing regnskóganna er nú stór þáttur í losun manna á gróðurhúsalofttegundum sem valda loftslagsbreytingum en gríðarlegt magn kolefnis er bundið í regnskógunum. Skógurinn sem eftir stendur á jafnframt erfiðara uppdráttar í breyttu loftslagi. „Þetta er ógnvekjandi vítahringur. Eyðingin bara frá 2002 til 2019 var stærra landsvæði en Frakkland,“ segir Anders Krogh, höfundur skýrslunnar. Hratt hefur gengið á Amasonregnskóginn í Brasilíu. Bændur og jarðabraskarar hafa brennt fleiri hektara skóglendis til að búa til pláss fyrir ræktun á sojabaunum, nautgripur og nytjajurtum. Ástandið er sagt hafa versnað eftir að Jair Bolsonaro tók við embætti forseta árið 2019 og gróf undan umhverfisreglugerðum og eftirliti með þeim. Krogh segir að besta vonin til að verja þá regnskóga sem eftir eru sé einnig í Amason. Frumskógurinn þar ásamt Orinoco- og Andes-regnskógunum í nágrenninu eru saman um 73,5% allra regnskóga sem eftir eru á jörðinni. Næstmest er eyðingin á eyjum Suðaustur-Asíu, sérstaklega Indónesíu. Þar hefur skógur verið ruddur af miklum móð til að rýma til fyrir framleiðslu á pálmaolíu sem er notuð í allt frá matvælum til snyrtivara og iðnaðar. Í Mið-Afríku er eyðingin mest á vatnasvæði Kongófljóts. Eins og annars staðar er það landbúnaður og skógarhögg sem gengur nærri regnskóginum. Á kortinu frá Google Earth Engine hér fyrir neðan má sjá glöggt eyðingu regnskógar í Rodonia í Brasilíu frá 1984 til 2018.
Umhverfismál Loftslagsmál Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Sjá meira