Harmar að embættisfólk hafi fengið bólusetningu fyrr en forgangshópar Sylvía Hall skrifar 6. mars 2021 23:49 Bárður á Steig Nielsen, lögmaður Færeyja. Mynd/Kringvarp Færeyja Sendiherra Færeyja í London fékk ásamt maka sínum bólusetningu í lok janúar eftir að mennta- og utanríkisráðuneytið þar í landi hafði sent beiðni þess efnis til landlæknisins í lok síðasta árs. Bárður á Steig Nielsen, lögmaður Færeyja, segir að héðan í frá verði öllum bólusetningaráætlunum fylgt og forgangshópar virtir. Greint var frá bólusetningunum fyrr í vikunni, en ráðuneytið hafði einnig beðið um að sendiherra Færeyja í Kína fengi bólusetningu ásamt maka sínum þar sem þau vildu ekki láta bólusetja sig í Kína. Sú beiðni var send þann 17. febrúar og tók landlæknirinn Lars Fodgaard Møller vel í þá beiðni. Ekki var heimild fyrir bólusetningunum þar sem gildandi bólusetningaráætlun gerði ráð fyrir því að aðeins heilbrigðisstarfsfólk og aðrir framlínustarfsmenn yrðu bólusettir fyrst um sinn, sem og elstu aldurshóparnir. Þá var stefnt að því að klára að bólusetja alla í umönnunarstörfum fyrir lok apríl. Lars Fodgaard Møller, landlæknir Færeyja, er formaður hópsins sem sér um útfærslu bólusetninga í Færeyjum. Ráðherrann segist ekki hafa vitað af beiðninni Jenis av Rana, utanríkis- og menntamálaráðherra Færeyja og formaður Miðflokksins þar í landi, segist ekki hafa vitað að beiðnirnar hefðu verið sendar til landlæknisins. Hann hafði fyrst heyrt af málinu í útvarpsfréttum. Hann segist þó ekki telja að sendiherrarnir hafi endilega gert sér grein fyrir því að þeir væru að fara fram fyrir röðina. Kórónuveiran hafi verið í meiri útbreiðslu í London og Kína en í Færeyjum og það hafi sennilega verið ástæðan fyrir því að beiðnin var send. „Í mínu huga, sem almennur borgari, læknir og ráðherra tel ég þó að það séu aðrir hópar sem þurfi meira á bólusetningu að halda en sendiherrar, því sendiherrar eru í þeirri stöðu að geta unnið heiman frá sér og líka í löndunum sem þau fara til,“ sagði Jenis í samtali við Kringvarpið. Bárður á Steig Nielsen segir ljóst að þetta muni ekki endurtaka sig. Ráðherrar, embættismenn og aðrir opinberir starfsmenn muni þurfa að bíða eftir því að röðin komi að sér. „Bólusetningaráætlunin var sett til að tryggja það að þeir sem þurfa bóluefnið fái bóluefnið. Ég held það efist enginn lengur um það, hvorki stjórnmálamenn né embættismenn, að áætluninni verður fylgt upp á punkt og prik,“ sagði Bárður í samtali við Kringvarpið. Færeyjar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent Fleiri fréttir Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Sjá meira
Greint var frá bólusetningunum fyrr í vikunni, en ráðuneytið hafði einnig beðið um að sendiherra Færeyja í Kína fengi bólusetningu ásamt maka sínum þar sem þau vildu ekki láta bólusetja sig í Kína. Sú beiðni var send þann 17. febrúar og tók landlæknirinn Lars Fodgaard Møller vel í þá beiðni. Ekki var heimild fyrir bólusetningunum þar sem gildandi bólusetningaráætlun gerði ráð fyrir því að aðeins heilbrigðisstarfsfólk og aðrir framlínustarfsmenn yrðu bólusettir fyrst um sinn, sem og elstu aldurshóparnir. Þá var stefnt að því að klára að bólusetja alla í umönnunarstörfum fyrir lok apríl. Lars Fodgaard Møller, landlæknir Færeyja, er formaður hópsins sem sér um útfærslu bólusetninga í Færeyjum. Ráðherrann segist ekki hafa vitað af beiðninni Jenis av Rana, utanríkis- og menntamálaráðherra Færeyja og formaður Miðflokksins þar í landi, segist ekki hafa vitað að beiðnirnar hefðu verið sendar til landlæknisins. Hann hafði fyrst heyrt af málinu í útvarpsfréttum. Hann segist þó ekki telja að sendiherrarnir hafi endilega gert sér grein fyrir því að þeir væru að fara fram fyrir röðina. Kórónuveiran hafi verið í meiri útbreiðslu í London og Kína en í Færeyjum og það hafi sennilega verið ástæðan fyrir því að beiðnin var send. „Í mínu huga, sem almennur borgari, læknir og ráðherra tel ég þó að það séu aðrir hópar sem þurfi meira á bólusetningu að halda en sendiherrar, því sendiherrar eru í þeirri stöðu að geta unnið heiman frá sér og líka í löndunum sem þau fara til,“ sagði Jenis í samtali við Kringvarpið. Bárður á Steig Nielsen segir ljóst að þetta muni ekki endurtaka sig. Ráðherrar, embættismenn og aðrir opinberir starfsmenn muni þurfa að bíða eftir því að röðin komi að sér. „Bólusetningaráætlunin var sett til að tryggja það að þeir sem þurfa bóluefnið fái bóluefnið. Ég held það efist enginn lengur um það, hvorki stjórnmálamenn né embættismenn, að áætluninni verður fylgt upp á punkt og prik,“ sagði Bárður í samtali við Kringvarpið.
Færeyjar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent Fleiri fréttir Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Sjá meira