Mannapar í San Diego bólusettir gegn Covid-19 Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. mars 2021 12:38 Alvanalegt er að bólusetja mannapa með bóluefnum sem hafa verið þróuð fyrir hunda og ketti. San Diego Zoo/Christina Simmons Níu mannapar í dýragarðinum í San Diego hafa verið bólusettir gegn Covid-19. Um er að ræða fjóra órangúta og fimm simpasa, sem hafa fengið tvo skammta af bóluefni frá Zoetis, fyrirtæki sem framleiðir lyf fyrir dýr. Um er að ræða tilraunaverkefni en átta górillur í dýragarðinum greindust með Covid-19 í janúar síðastliðnum, fyrstar mannapa í heiminum. Verndunarsinnar hafa áhyggjur af útbreiðslu sjúkdómsins meðal mannapa, ekki síst górilla, sem eru í útrýmingarhættu. „Þetta er ekki normið,“ sagði Nadine Lamberski, yfirmaður hjá San Diego Zoo Wildlife Alliance, í samtali við National Geographic. „Á öllum mínum ferli hef ég aldrei haft aðgang að tilraunabóluefni svona snemma né hef ég haft jafn yfirþyrmandi löngun til að nota það.“ Meðal skepnanna sem voru bólusettar var Karen, fyrsti órangútinn til að gangast undir opna hjartaskurðaðgerð árið 1994. Að sögn Lamberski hefur aukaverkana ekki orðið vart hjá öpunum en ónæmi þeirra verður rannsakað á næstunni til að kanna virkni efnisins. Covid-19 hefur greinst hjá öðrum dýrategundum í dýragörðum, meðal annars ljónum og tígrisdýrum í Bronx-dýragarðinum í New York og ljónum í Barcelona. Þá hefur SARS-CoV-2, veiran sem veldur Covid-19, fundist í hundum, köttum og minkum. Zoetis hóf þróun bóluefnisins í febrúar á síðasta ári eftir að hundur greindist í Hong Kong. Bóluefnið var úrskurðað öruggt og áhrifaríkt í október síðastliðnum, að minnsta kosti hjá hundum og köttum. Að sögn Lamberski er alvanalegt að bóluefni sem þróuð eru með hunda og ketti í huga séu gefin mannöpum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Dýr Dýraheilbrigði Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Sjá meira
Um er að ræða tilraunaverkefni en átta górillur í dýragarðinum greindust með Covid-19 í janúar síðastliðnum, fyrstar mannapa í heiminum. Verndunarsinnar hafa áhyggjur af útbreiðslu sjúkdómsins meðal mannapa, ekki síst górilla, sem eru í útrýmingarhættu. „Þetta er ekki normið,“ sagði Nadine Lamberski, yfirmaður hjá San Diego Zoo Wildlife Alliance, í samtali við National Geographic. „Á öllum mínum ferli hef ég aldrei haft aðgang að tilraunabóluefni svona snemma né hef ég haft jafn yfirþyrmandi löngun til að nota það.“ Meðal skepnanna sem voru bólusettar var Karen, fyrsti órangútinn til að gangast undir opna hjartaskurðaðgerð árið 1994. Að sögn Lamberski hefur aukaverkana ekki orðið vart hjá öpunum en ónæmi þeirra verður rannsakað á næstunni til að kanna virkni efnisins. Covid-19 hefur greinst hjá öðrum dýrategundum í dýragörðum, meðal annars ljónum og tígrisdýrum í Bronx-dýragarðinum í New York og ljónum í Barcelona. Þá hefur SARS-CoV-2, veiran sem veldur Covid-19, fundist í hundum, köttum og minkum. Zoetis hóf þróun bóluefnisins í febrúar á síðasta ári eftir að hundur greindist í Hong Kong. Bóluefnið var úrskurðað öruggt og áhrifaríkt í október síðastliðnum, að minnsta kosti hjá hundum og köttum. Að sögn Lamberski er alvanalegt að bóluefni sem þróuð eru með hunda og ketti í huga séu gefin mannöpum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Dýr Dýraheilbrigði Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Sjá meira