Fleiri Reykvíkingar ánægðir með borgarstjóra en óánægðir Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. mars 2021 12:02 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri nýtur töluverðs meiri stuðnings vestan Elliðaár en austan. Vísir/Vilhelm Fleiri Reykvíkingar eru ánægðir með störf Dags B. Eggertssonar borgarstjóra en óánægðir. Dæmið snýst hins vegar við þegar horft er til landsbyggðarinnar. Þetta kemur fram í nýrri könnun Maskínu þar sem ánægja með störf borgarstjóra var könnuð. Rúmlega fjörutíu prósent Reykvíkinga er ánægður með störf borgarstjóra en þriðjungur er óánægður. Ánægjan er mest í vesturbæ og miðbænum þar sem helmingur er ánægður með störf hans og rétt tæplega það í tilfelli íbúa Hlíða, Laugadals, Háaleitis og Bústaðahverfis. Eftir því sem fjarlægðin við miðbæinn eykst verður óánægjan meiri. Tæplega helmingur íbúa í Breiðholti, Árbæ, Grafarvogi, Grafarholti og Úlfarsárdal er óánægður með störf borgarstjóra. Þar er ánægjan á bilinu 22 til 34 prósent. Íbúar annarra sveitarfélaga eru óánægðari með störf borgarstjóra Reykjavíkur því innan við fjórðungur er ánægður með störf hans en næstum tveir af hverjum fimm óánægðir. Þá eru Reykvíkingar með háskólapróf ánægðari með störf Dags en þeir sem eru með minni menntun. Séu viðhorf allra landsmanna rýnd kemur í ljós að konur eru aðeins ánægðari með störf Dags en karlar, yngra fólk er ánægðara en þeir sem eldri eru og þeir sem eru með háskólapróf eru ánægðari en þeir sem minni menntun hafa. Svarendur könnunar voru 868 talsins, koma úr Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks (e. panel) sem er dreginn með tilviljun úr Þjóðskrá og svarar á netinu. Svarendur eru allsstaðar að af landinu og á aldrinum 18 ára og eldri. Gögnin eru vigtuð með tilliti til kyns, aldurs og búsetu samkvæmt Þjóðskrá. Könnunin fór fram dagana 15. til 25. febrúar 2021. Tengd skjöl BorgarstjoriPDF183KBSækja skjal Borgarstjórn Reykjavík Skoðanakannanir Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Veður Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Innlent Fleiri fréttir Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Sjá meira
Rúmlega fjörutíu prósent Reykvíkinga er ánægður með störf borgarstjóra en þriðjungur er óánægður. Ánægjan er mest í vesturbæ og miðbænum þar sem helmingur er ánægður með störf hans og rétt tæplega það í tilfelli íbúa Hlíða, Laugadals, Háaleitis og Bústaðahverfis. Eftir því sem fjarlægðin við miðbæinn eykst verður óánægjan meiri. Tæplega helmingur íbúa í Breiðholti, Árbæ, Grafarvogi, Grafarholti og Úlfarsárdal er óánægður með störf borgarstjóra. Þar er ánægjan á bilinu 22 til 34 prósent. Íbúar annarra sveitarfélaga eru óánægðari með störf borgarstjóra Reykjavíkur því innan við fjórðungur er ánægður með störf hans en næstum tveir af hverjum fimm óánægðir. Þá eru Reykvíkingar með háskólapróf ánægðari með störf Dags en þeir sem eru með minni menntun. Séu viðhorf allra landsmanna rýnd kemur í ljós að konur eru aðeins ánægðari með störf Dags en karlar, yngra fólk er ánægðara en þeir sem eldri eru og þeir sem eru með háskólapróf eru ánægðari en þeir sem minni menntun hafa. Svarendur könnunar voru 868 talsins, koma úr Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks (e. panel) sem er dreginn með tilviljun úr Þjóðskrá og svarar á netinu. Svarendur eru allsstaðar að af landinu og á aldrinum 18 ára og eldri. Gögnin eru vigtuð með tilliti til kyns, aldurs og búsetu samkvæmt Þjóðskrá. Könnunin fór fram dagana 15. til 25. febrúar 2021. Tengd skjöl BorgarstjoriPDF183KBSækja skjal
Borgarstjórn Reykjavík Skoðanakannanir Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Veður Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Innlent Fleiri fréttir Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Sjá meira