Sá á kvölina sem ekki á völina Berglind Ósk Guðmundsdóttir skrifar 5. mars 2021 12:01 Almenningur klórar sér í kollinum yfir þessum biðraðaleik heilbrigðisráðherra. Það er eins og talið sé betra að fólk bíði og kveljist frekar en að ríkið semji við einkaaðila. Á bakvið eitt númer á biðlista er þjáður einstaklingur í bið eftir heilbrigðisþjónustu. Biðlistar eru nú normið. Engin teikn eru á lofti að leysa eigi þennan vanda, getum við unað við núverandi ástand? Valfrelsi í heilbrigðisþjónustu Almenningur á að hafa valfrelsi um heilbrigðisþjónustu og hún skal vera óháð efnahag. Jafnt aðgengi að heilbrigðisþjónustu merkir ekki að öll heilbrigðisþjónusta þurfi að vera á færum ríkisins. Þessa mýtu þarf að kveða niður. Ef lögð er áhersla á jafnræði í greiðslum fyrir heilbrigðisþjónustu óháð rekstrarformi getum við fækkað fjöldanum í röðunum og nýtt kraft heilbrigðisstarfsfólksins á sem bestan máta. Fjármagn á að fylgja sjúklingi sem á svo valið um þjónustuna. Einkarekstur tryggir jafnt aðgengi Fáum við samkeppni í rekstur heilsugæslu, með valfrelsi sjúklingsins í forgrunni, eykst aðhald og fjármunir munu nýtast á hagkvæmari hátt. Einnig verður krafa um betri gæði og þjónustan verður skilvirkari. Norðurlöndin eru búin að fatta þetta, þar eru einkareknar heilsugæslur í forgrunni. Fyrirmyndin er klár, hér á landi þurfum við að efla og nýta betur möguleika á fjölbreyttum rekstrarformum á heilsugæslu. Samningar á milli Sjúkratrygginga og heimilislækna eru sárafáir sem þýðir að valfrelsi einstaklinga er verulega takmarkað og miðast nánast einvörðungu við þjónustu heilsugæslustöðva. Skortur á heimilislæknum er einnig vandamál sem leysa þarf. Lausnin felst í fjölbreyttu rekstrarformi heilsugæslustöðva. Útvistum valkvæðum aðgerðum. Kostnaðurinn við það að senda Íslendinga til Svíþjóðar í liðaskiptaaðgerðir er margfalt meiri en að semja við lækna innanlands. Engin stefna virðist liggja fyrir í heilbrigðismálum um dreifingu á þjónustu innan eða utan Landspítalans. Á hvaða vegferð erum við? Nú eru ýmis mál í uppnámi í heilbrigðisráðuneytinu. Má þar helst nefna óvissu um skimanir fyrir leghálskrabbameini, umræða sem hefur vissulega vakið þjóðina til reiði, og svo samninga við sveitarfélögin um hjúkrunarheimilin. Þá má líka tala um þá staðreynd að árs bið er eftir geðlæknum, að fólki sé vísað frá bráðamóttöku því að bráðadeildin er pökkuð o.fl., o.fl. Fjárhagsvandamál Landspítalans hafa í mörg ár verið tilefni fyrirsagna í fjölmiðlum. Ríkið eykur og eykur fjárframlög til spítalans, úr 50 milljörðum í 80 milljarða á 6 árum, og á sama tíma hefur framleiðni minnkað. Það liggur augum uppi að skoða þarf fjármögnunarkerfi spítalans. Við höfum tækifæri til að vera framúrskarandi þjóð í heilbrigðismálum, það hefur sýnt sig að við getum gert vel, við höfum tæklað COVID-19 af svo mikilli yfirvegun og lagni. Lausnamiðaða nálgun þarf að beita til að leysa fjölmörg vandamál heilbrigðiskerfisins. Höfundur er lögfræðingur og frambjóðandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Berglind Ósk Guðmundsdóttir Heilbrigðismál Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Sjá meira
Almenningur klórar sér í kollinum yfir þessum biðraðaleik heilbrigðisráðherra. Það er eins og talið sé betra að fólk bíði og kveljist frekar en að ríkið semji við einkaaðila. Á bakvið eitt númer á biðlista er þjáður einstaklingur í bið eftir heilbrigðisþjónustu. Biðlistar eru nú normið. Engin teikn eru á lofti að leysa eigi þennan vanda, getum við unað við núverandi ástand? Valfrelsi í heilbrigðisþjónustu Almenningur á að hafa valfrelsi um heilbrigðisþjónustu og hún skal vera óháð efnahag. Jafnt aðgengi að heilbrigðisþjónustu merkir ekki að öll heilbrigðisþjónusta þurfi að vera á færum ríkisins. Þessa mýtu þarf að kveða niður. Ef lögð er áhersla á jafnræði í greiðslum fyrir heilbrigðisþjónustu óháð rekstrarformi getum við fækkað fjöldanum í röðunum og nýtt kraft heilbrigðisstarfsfólksins á sem bestan máta. Fjármagn á að fylgja sjúklingi sem á svo valið um þjónustuna. Einkarekstur tryggir jafnt aðgengi Fáum við samkeppni í rekstur heilsugæslu, með valfrelsi sjúklingsins í forgrunni, eykst aðhald og fjármunir munu nýtast á hagkvæmari hátt. Einnig verður krafa um betri gæði og þjónustan verður skilvirkari. Norðurlöndin eru búin að fatta þetta, þar eru einkareknar heilsugæslur í forgrunni. Fyrirmyndin er klár, hér á landi þurfum við að efla og nýta betur möguleika á fjölbreyttum rekstrarformum á heilsugæslu. Samningar á milli Sjúkratrygginga og heimilislækna eru sárafáir sem þýðir að valfrelsi einstaklinga er verulega takmarkað og miðast nánast einvörðungu við þjónustu heilsugæslustöðva. Skortur á heimilislæknum er einnig vandamál sem leysa þarf. Lausnin felst í fjölbreyttu rekstrarformi heilsugæslustöðva. Útvistum valkvæðum aðgerðum. Kostnaðurinn við það að senda Íslendinga til Svíþjóðar í liðaskiptaaðgerðir er margfalt meiri en að semja við lækna innanlands. Engin stefna virðist liggja fyrir í heilbrigðismálum um dreifingu á þjónustu innan eða utan Landspítalans. Á hvaða vegferð erum við? Nú eru ýmis mál í uppnámi í heilbrigðisráðuneytinu. Má þar helst nefna óvissu um skimanir fyrir leghálskrabbameini, umræða sem hefur vissulega vakið þjóðina til reiði, og svo samninga við sveitarfélögin um hjúkrunarheimilin. Þá má líka tala um þá staðreynd að árs bið er eftir geðlæknum, að fólki sé vísað frá bráðamóttöku því að bráðadeildin er pökkuð o.fl., o.fl. Fjárhagsvandamál Landspítalans hafa í mörg ár verið tilefni fyrirsagna í fjölmiðlum. Ríkið eykur og eykur fjárframlög til spítalans, úr 50 milljörðum í 80 milljarða á 6 árum, og á sama tíma hefur framleiðni minnkað. Það liggur augum uppi að skoða þarf fjármögnunarkerfi spítalans. Við höfum tækifæri til að vera framúrskarandi þjóð í heilbrigðismálum, það hefur sýnt sig að við getum gert vel, við höfum tæklað COVID-19 af svo mikilli yfirvegun og lagni. Lausnamiðaða nálgun þarf að beita til að leysa fjölmörg vandamál heilbrigðiskerfisins. Höfundur er lögfræðingur og frambjóðandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi.
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun