Haraldur varaði við því að kvika frá Krýsuvík gæti gosið við Reykjavík Kristján Már Unnarsson skrifar 4. mars 2021 12:39 Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur. Stöð 2/Björn Sigurðsson. Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur varaði við því fyrir sex árum að sprungukerfi frá Krýsuvíkureldstöðinni gæti leitt til eldgoss í jaðri Reykjavíkur. Hvatti hann þá til þess að betra áhættumat yrði gert fyrir Reykjavíkursvæðið. Haraldur var í þættinum „Um land allt” árið 2015 um eldvirkni Snæfellsness spurður hver væri hættulegasta eldstöð Íslands en útdráttur var sýndur í fréttum Stöðvar 2. „Það er enginn vafi að það er eldstöðin sem er ekki byrjuð, - er ekki búin að fæðast. Það er einkenni á Íslandi, á mörgum gosum, að þau brjótast út á nýjum stað,” svaraði Haraldur. Í þættinum nefndi Haraldur nokkur nýleg dæmi um þetta; Heimaeyjargosið, Fimmvörðuháls og Skaftárelda en einnig Holuhraunsgosið sem kom upp 40 kílómetrum frá Bárðarbungu. „Krýsuvíkursvæðið er stór eldstöð. Sú eldstöð hefur sprungukerfi. Það sprungukerfi liggur rétt fyrir utan Reykjavík, - uppi í Heiðmörk.” Spyrja má hvort sprungusveimurinn frá Krýsuvíkursvæðinu teygi sig inn í byggðina í Reykjavík. Þannig liggur ein sprunga í gegnum Norðlingaholtshverfið og með austurjaðri Rauðavatns. Þá má rifja upp að hnika þurfti til Árbæjarlaug í skipulagi á sínum tíma þegar í ljós kom sprunga sem liggur í gegnum Árbæjarhverfið. „Þær tengjast því, sennilega,” svaraði Haraldur spurður um hvort þessar sprungur tengdust Krýsuvíkurkerfinu. -Þannig að við gætum fengið eldstöð uppi í Árbæ? „Það er ekki óhugsanlegt,” svaraði eldfjallafræðingurinn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá árinu 2015 um þennan möguleika: Nálgast má eldri þætti Um land allt í gegnum efnisveituna Stöð 2 +. Hér má sjá þátt þar sem Haraldur sagði frá æskuslóðum sínum í Stykkishólmi: Hér má sjá þátt þar sem farið var með Haraldi um Snæfellsnes: Mikla athygli vakti þegar Haraldi tókst með mikilli nákvæmni að spá fyrir um lok eldgossins í Holuhrauni: Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Reykjavík Hafnarfjörður Kópavogur Garðabær Um land allt Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
Haraldur var í þættinum „Um land allt” árið 2015 um eldvirkni Snæfellsness spurður hver væri hættulegasta eldstöð Íslands en útdráttur var sýndur í fréttum Stöðvar 2. „Það er enginn vafi að það er eldstöðin sem er ekki byrjuð, - er ekki búin að fæðast. Það er einkenni á Íslandi, á mörgum gosum, að þau brjótast út á nýjum stað,” svaraði Haraldur. Í þættinum nefndi Haraldur nokkur nýleg dæmi um þetta; Heimaeyjargosið, Fimmvörðuháls og Skaftárelda en einnig Holuhraunsgosið sem kom upp 40 kílómetrum frá Bárðarbungu. „Krýsuvíkursvæðið er stór eldstöð. Sú eldstöð hefur sprungukerfi. Það sprungukerfi liggur rétt fyrir utan Reykjavík, - uppi í Heiðmörk.” Spyrja má hvort sprungusveimurinn frá Krýsuvíkursvæðinu teygi sig inn í byggðina í Reykjavík. Þannig liggur ein sprunga í gegnum Norðlingaholtshverfið og með austurjaðri Rauðavatns. Þá má rifja upp að hnika þurfti til Árbæjarlaug í skipulagi á sínum tíma þegar í ljós kom sprunga sem liggur í gegnum Árbæjarhverfið. „Þær tengjast því, sennilega,” svaraði Haraldur spurður um hvort þessar sprungur tengdust Krýsuvíkurkerfinu. -Þannig að við gætum fengið eldstöð uppi í Árbæ? „Það er ekki óhugsanlegt,” svaraði eldfjallafræðingurinn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá árinu 2015 um þennan möguleika: Nálgast má eldri þætti Um land allt í gegnum efnisveituna Stöð 2 +. Hér má sjá þátt þar sem Haraldur sagði frá æskuslóðum sínum í Stykkishólmi: Hér má sjá þátt þar sem farið var með Haraldi um Snæfellsnes: Mikla athygli vakti þegar Haraldi tókst með mikilli nákvæmni að spá fyrir um lok eldgossins í Holuhrauni:
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Reykjavík Hafnarfjörður Kópavogur Garðabær Um land allt Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira