Filippus prins er látinn Samúel Karl Ólason skrifar 9. apríl 2021 11:09 Filippus prins hafði glímt við veikindi og dvaldi á um tíma sjúkrahúsi fyrr á árinu. EPA/ANDY RAIN Filippus prins, eiginmaður Elísabetar Bretadrottningar er látinn. Hann lést í morgun í Windsor-kastala að því er segir í tilkynningu frá bresku konungshöllinni. Hann varð 99 ára. Filippus prins, sem bar einnig titilinn hertoginn af Edinborg, hefði átt hundrað ára afmæli í júní. Hann fæddist í Korfú í Grikklandi þann 10. júní 1921. Faðir hans var Andrés, prins Grikklands og Danmerkur, og móðir hans var prinsessan Aðalheiður af Battenberg. Að neðan má sjá tilkynninguna frá bresku konungshöllinni. It is with deep sorrow that Her Majesty The Queen has announced the death of her beloved husband, His Royal Highness The...Posted by The Royal Family on Friday, 9 April 2021 Fullt nafn Filippusar var Filippus Schleswig-Holstein-Sonderburg-Glücksburg. Fjölskylda hans var gerð útlægð frá Grikklandi þegar hann var barn og var hann að mestu menntaður í Bretlandi. View this post on Instagram A post shared by The Royal Family (@theroyalfamily) Prinsinn þjónaði í sjóher Bretlands í seinni heimsstyrjöldinni og tók þátt í hernaði í Miðjarðarhafinu og Kyrrahafinu. Eftir stríðið hélt hann stöðu sinni og stjórnaði hann freigátunni Magpie allt til ársins 1952, þegar hann giftist Elísabetu. Hér má sjá gamalt viðtal við hann um tíma hans í seinni heimsstyrjöldinni. Filippus hitti Elísabetu drottningu fyrst árið 1939 en trúlofun þeirra var opinberuð í júlí 1947. Fyrr það ár hafði Filippus afsalað kröfu sinni að krúnum Grikklands og Danmerkur og tekið upp ættarnafn móður sinnar, Mountbatten. Filippus og Elísabet giftu sig í nóvember 1947. Það var svo árið 1952 sem Elísabet tók við völdum í Bretlandi og árið 1957 veitti hún honum titilinn prins og sameinað ættarnafn, Mountbatten-Windsor. Saman áttu þau fjögur börn. Karl, Önnu Elísabetu, Andrés og Játvarð. Barnabörnin eru nú átta og barnabarnabörnin tíu. Árið 2009 varð hann sá maki drottningar eða konungs Bretlands sem hafði verið lengst í stöðu sinni. Í gegnum árin kom Filippus að ýmsum málefnum og góðgerðasamtökum sem sneru náttúruvernd, hernum, vísindum, tækni og íþróttum og hreyfingu barna. Árið 1951 birtist hann til að mynda í stuttri mynd um verk Playing Fields samtakanna sem gerðu leikvelli fyrir börn. Bretland Kóngafólk Andlát Andlát Filippusar prins Elísabet II Bretadrottning Tengdar fréttir Filippus útskrifaður og kominn aftur til Windsor Filippus prins, hertogi af Edinborg, hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi og er kominn aftur í Windsor kastalann með Elísabetu Bretadrottningu. Hann var fluttur á sjúkrahús fyrir mánuði síðan, þann 16. febrúar, þar sem honum leið ekki vel. 16. mars 2021 12:17 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Sjá meira
Filippus prins, sem bar einnig titilinn hertoginn af Edinborg, hefði átt hundrað ára afmæli í júní. Hann fæddist í Korfú í Grikklandi þann 10. júní 1921. Faðir hans var Andrés, prins Grikklands og Danmerkur, og móðir hans var prinsessan Aðalheiður af Battenberg. Að neðan má sjá tilkynninguna frá bresku konungshöllinni. It is with deep sorrow that Her Majesty The Queen has announced the death of her beloved husband, His Royal Highness The...Posted by The Royal Family on Friday, 9 April 2021 Fullt nafn Filippusar var Filippus Schleswig-Holstein-Sonderburg-Glücksburg. Fjölskylda hans var gerð útlægð frá Grikklandi þegar hann var barn og var hann að mestu menntaður í Bretlandi. View this post on Instagram A post shared by The Royal Family (@theroyalfamily) Prinsinn þjónaði í sjóher Bretlands í seinni heimsstyrjöldinni og tók þátt í hernaði í Miðjarðarhafinu og Kyrrahafinu. Eftir stríðið hélt hann stöðu sinni og stjórnaði hann freigátunni Magpie allt til ársins 1952, þegar hann giftist Elísabetu. Hér má sjá gamalt viðtal við hann um tíma hans í seinni heimsstyrjöldinni. Filippus hitti Elísabetu drottningu fyrst árið 1939 en trúlofun þeirra var opinberuð í júlí 1947. Fyrr það ár hafði Filippus afsalað kröfu sinni að krúnum Grikklands og Danmerkur og tekið upp ættarnafn móður sinnar, Mountbatten. Filippus og Elísabet giftu sig í nóvember 1947. Það var svo árið 1952 sem Elísabet tók við völdum í Bretlandi og árið 1957 veitti hún honum titilinn prins og sameinað ættarnafn, Mountbatten-Windsor. Saman áttu þau fjögur börn. Karl, Önnu Elísabetu, Andrés og Játvarð. Barnabörnin eru nú átta og barnabarnabörnin tíu. Árið 2009 varð hann sá maki drottningar eða konungs Bretlands sem hafði verið lengst í stöðu sinni. Í gegnum árin kom Filippus að ýmsum málefnum og góðgerðasamtökum sem sneru náttúruvernd, hernum, vísindum, tækni og íþróttum og hreyfingu barna. Árið 1951 birtist hann til að mynda í stuttri mynd um verk Playing Fields samtakanna sem gerðu leikvelli fyrir börn.
Bretland Kóngafólk Andlát Andlát Filippusar prins Elísabet II Bretadrottning Tengdar fréttir Filippus útskrifaður og kominn aftur til Windsor Filippus prins, hertogi af Edinborg, hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi og er kominn aftur í Windsor kastalann með Elísabetu Bretadrottningu. Hann var fluttur á sjúkrahús fyrir mánuði síðan, þann 16. febrúar, þar sem honum leið ekki vel. 16. mars 2021 12:17 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Sjá meira
Filippus útskrifaður og kominn aftur til Windsor Filippus prins, hertogi af Edinborg, hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi og er kominn aftur í Windsor kastalann með Elísabetu Bretadrottningu. Hann var fluttur á sjúkrahús fyrir mánuði síðan, þann 16. febrúar, þar sem honum leið ekki vel. 16. mars 2021 12:17