Hefur áhyggjur af Bitcoin-kaupum Íslendinga og líkir rafmyntinni við píramídasvindl Eiður Þór Árnason skrifar 1. mars 2021 17:21 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. Vísir/Vilhelm Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri varar við kaupum á rafmyntum á borð við Bitcoin og líkir kapphlaupinu við þátttöku í píramídasvindli. Íslendingar versluðu með Bitcoin fyrir um 600 milljónir króna í janúar samkvæmt úttekt Rafmyntaráðs. Virði Bitcoin fór yfir 50 þúsund Bandaríkjadali um miðjan febrúar og kostar nú hver mynt rúmlega 6,2 milljónir króna. „Bitcoin sem gjaldmiðill lýtur engum landamærum og felur í sér raun og veru mikla sóun þar sem það er mikil orka sem fer í námugröft á þessari mynt,“ sagði Ásgeir í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni en staðfesting færslna með Bitcoin krefst flókinna og orkufrekra tölvuútreikninga. „Maður óttast alltaf þegar fólk fer að leita að svona skjótfengnum gróða og taka þátt í einhverju sem í raun virðist vera hálfgert píramídascheme.“ Til greina komi að gefa út eigin rafmynt Ásgeir fullyrðir að lítið sé vitað um rafmyntina, hvaðan hún komi eða hverjir standi að baki henni. „Þegar maður heyrir að fólk sé farið að kaupa þessa mynt til að reyna að hagnast á því þá fer maður að hafa áhyggjur. […] Ég vara við allri spákaupmennsku og við erum að tala um mjög furðulega eign. Það er eitt að kaupa hlutabréf í fyrirtæki eða skuldabréf gefið út af einhverjum aðila sem er með raunverulegan rekstur og tekjuflæði. Hér er bara gjaldmiðill sem er verið að veðja á að hækki og þetta lítur út fyrir mér svolítið eins og píramídascheme,“ segir Ásgeir og bætir við að Bitcoin hafi fram að þessu aðallega verið notað í svartri og ólöglegri starfsemi. Þannig að Seðlabankinn er ekki að fara að fjárfesta í rafmynt? „Ekki í Bitcoin en það gæti alveg komið til greina að við myndum gefa út sérstaka rafmynt sem væri gefin út fyrir Ísland eða álíka. Þetta hefur verið rætt í þessum seðlabankaheimi og þetta felur í sér ýmsa kosti út frá greiðsluþjónustu og uppgjöri en þetta eru bara vangaveltur enn sem komið er. Ef við lítum á Bitcoin sem gjaldmiðill þá er hann ekkert sérstaklega heppilegur þar sem virðið er svo sveiflukennt.“ Líkir þróuninni við Túlípanaæðið í Hollandi Þar tekur Ásgeir undir með Gylfa Magnússyni, prófessors í viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, sem segir að notagildi Bitcoin sé takmarkað. Þetta kemur fram í grein hans í nýjasta tölublaði Vísbendingar sem Kjarninn greinir frá en þar segir Gylfi að óstöðugt gengi og vangeta bálkakeðjutækninnar við að ráða við mikið magn viðskipta spili lykilhlutverk í að rafmyntir hafi ekki orðið að almennilegum greiðslumiðli. Þá líkir hann verðþróun Bitcoin á síðustu vikum við Túlípanaæðið í Hollandi þar sem verð kaupsamninga á Túlipönum rauk upp úr öllu valdi vegna spákaupmennsku og hrundi svo á fyrri hluta 17. aldar. Spáir Gylfi því að margir eigi eftir að tapa miklum fjárhæðum vegna viðskiptanna. „Þeir sem koma með peninga inn á lokametrunum í bólunni koma verst út. Meðalfjárfestirinn mun tapa verulegum hluta sinnar fjárfestingar vegna þess að verðmætasköpunin í heild er ekki núll heldur neikvæð vegna kostnaðarins við námavinnsluna.“ Rafmyntir Efnahagsmál Reykjavík síðdegis Íslenska krónan Seðlabankinn Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi Viðskipti innlent Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs Viðskipti innlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti Viðskipti innlent Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Sjá meira
„Bitcoin sem gjaldmiðill lýtur engum landamærum og felur í sér raun og veru mikla sóun þar sem það er mikil orka sem fer í námugröft á þessari mynt,“ sagði Ásgeir í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni en staðfesting færslna með Bitcoin krefst flókinna og orkufrekra tölvuútreikninga. „Maður óttast alltaf þegar fólk fer að leita að svona skjótfengnum gróða og taka þátt í einhverju sem í raun virðist vera hálfgert píramídascheme.“ Til greina komi að gefa út eigin rafmynt Ásgeir fullyrðir að lítið sé vitað um rafmyntina, hvaðan hún komi eða hverjir standi að baki henni. „Þegar maður heyrir að fólk sé farið að kaupa þessa mynt til að reyna að hagnast á því þá fer maður að hafa áhyggjur. […] Ég vara við allri spákaupmennsku og við erum að tala um mjög furðulega eign. Það er eitt að kaupa hlutabréf í fyrirtæki eða skuldabréf gefið út af einhverjum aðila sem er með raunverulegan rekstur og tekjuflæði. Hér er bara gjaldmiðill sem er verið að veðja á að hækki og þetta lítur út fyrir mér svolítið eins og píramídascheme,“ segir Ásgeir og bætir við að Bitcoin hafi fram að þessu aðallega verið notað í svartri og ólöglegri starfsemi. Þannig að Seðlabankinn er ekki að fara að fjárfesta í rafmynt? „Ekki í Bitcoin en það gæti alveg komið til greina að við myndum gefa út sérstaka rafmynt sem væri gefin út fyrir Ísland eða álíka. Þetta hefur verið rætt í þessum seðlabankaheimi og þetta felur í sér ýmsa kosti út frá greiðsluþjónustu og uppgjöri en þetta eru bara vangaveltur enn sem komið er. Ef við lítum á Bitcoin sem gjaldmiðill þá er hann ekkert sérstaklega heppilegur þar sem virðið er svo sveiflukennt.“ Líkir þróuninni við Túlípanaæðið í Hollandi Þar tekur Ásgeir undir með Gylfa Magnússyni, prófessors í viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, sem segir að notagildi Bitcoin sé takmarkað. Þetta kemur fram í grein hans í nýjasta tölublaði Vísbendingar sem Kjarninn greinir frá en þar segir Gylfi að óstöðugt gengi og vangeta bálkakeðjutækninnar við að ráða við mikið magn viðskipta spili lykilhlutverk í að rafmyntir hafi ekki orðið að almennilegum greiðslumiðli. Þá líkir hann verðþróun Bitcoin á síðustu vikum við Túlípanaæðið í Hollandi þar sem verð kaupsamninga á Túlipönum rauk upp úr öllu valdi vegna spákaupmennsku og hrundi svo á fyrri hluta 17. aldar. Spáir Gylfi því að margir eigi eftir að tapa miklum fjárhæðum vegna viðskiptanna. „Þeir sem koma með peninga inn á lokametrunum í bólunni koma verst út. Meðalfjárfestirinn mun tapa verulegum hluta sinnar fjárfestingar vegna þess að verðmætasköpunin í heild er ekki núll heldur neikvæð vegna kostnaðarins við námavinnsluna.“
Rafmyntir Efnahagsmál Reykjavík síðdegis Íslenska krónan Seðlabankinn Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi Viðskipti innlent Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs Viðskipti innlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti Viðskipti innlent Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Sjá meira