Tveir taka út bann hjá Val í kvöld en kemur einn öflugur kemur til baka? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. mars 2021 15:30 Róbert Aron Hostert er lykilmaður í Valsiðinu og hefur verið sárt saknað undanfarinn mánuð. Vísir/Bára Ein af stóru spurningum kvöldsins er hvort að handboltaáhugamenn muni sjá Róbert Aron Hostert aftur í búning hjá Valsliðinu í stórleiknum á móti FH. Valur tekur á móti FH í stórleik kvöldsins í Olís deild karla í handbolta en lokaleikur tólftu umferðarinnar verður í beinni frá Hlíðarenda. Valsmenn hafa verið án lykilmanna í allan betur og í kvöld eru það ekki bara meiðsli heldur líka leikbönn sem herja á Hlíðarendaliðið. Anton Rúnarsson, þrettán marka maður frá því í síðasta leik, og Stiven Tobar Valencia, sex marka maður frá því í síðast leik, taka út leikbann í kvöld vegna framkomu sinnar í leik KA og Vals á dögunum. Valsmenn eru því að missa út nítján mörk frá því í 30-21 sigrinum á Aftureldingu í síðustu umferð. Valsmenn fengu inn markvörðinn Hreiðar Levy Guðmundsson, markvörð og örvhentu skyttuna Agnar Smára Jónsson inn í síðasta leik. Hreiðar Levy spilaði ekki en Agnar Smári lék aðeins í lokin. Það er hins vegar enn verið að bíða eftir að Róbert Aron Hostert komi til baka en samkvæmt heimildum íþróttadeildar þá var hann leikfær fyrir leikinn á móti Aftureldingu en Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, notaði hann ekki í þeim. Það gæti verið meiri þörf fyrir hann í leiknum í kvöld. Nú er því spurningin hvort að Róbert Aron komi inn í Valsliðið í kvöld og hjálpi til að fylla í skarið sem Anton Rúnarsson skilur eftir sig í vörn og sókn. Það er meiri pressa á að sjá hann í búning í slíkum stórleik þegar það vantar sterka menn í Valsliðið en Valsmenn ættu að vera orðnir vanir því að spila án lykilmanna sem þeir hafa gert í allan vetur. Róbert Aron hefur ekki spilað með Valsliðinu í rúman mánuð og en lét síðast til sín taka í sigri á móti Þórsurum 25. janúar þar sem hann skoraði sjö mörk. Róbert lék líka næsta leik á móti Fram þremur dögum síðar en komst ekki á blað í þeim leik. Leikur Vals og FH verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin klukkan 19.30. Á undan verður leikur Hauka og Gróttu sýndur frá klukkan 17.50 á sömu stöð og eftir leikinn verður Seinni bylgjan frá 21.10. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild karla Valur Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Potter undir mikilli pressu Enski boltinn Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Fótbolti Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti Dagskráin í dag: Formúla, fótbolti og golf Sport „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Fleiri fréttir „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Sjá meira
Valur tekur á móti FH í stórleik kvöldsins í Olís deild karla í handbolta en lokaleikur tólftu umferðarinnar verður í beinni frá Hlíðarenda. Valsmenn hafa verið án lykilmanna í allan betur og í kvöld eru það ekki bara meiðsli heldur líka leikbönn sem herja á Hlíðarendaliðið. Anton Rúnarsson, þrettán marka maður frá því í síðasta leik, og Stiven Tobar Valencia, sex marka maður frá því í síðast leik, taka út leikbann í kvöld vegna framkomu sinnar í leik KA og Vals á dögunum. Valsmenn eru því að missa út nítján mörk frá því í 30-21 sigrinum á Aftureldingu í síðustu umferð. Valsmenn fengu inn markvörðinn Hreiðar Levy Guðmundsson, markvörð og örvhentu skyttuna Agnar Smára Jónsson inn í síðasta leik. Hreiðar Levy spilaði ekki en Agnar Smári lék aðeins í lokin. Það er hins vegar enn verið að bíða eftir að Róbert Aron Hostert komi til baka en samkvæmt heimildum íþróttadeildar þá var hann leikfær fyrir leikinn á móti Aftureldingu en Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, notaði hann ekki í þeim. Það gæti verið meiri þörf fyrir hann í leiknum í kvöld. Nú er því spurningin hvort að Róbert Aron komi inn í Valsliðið í kvöld og hjálpi til að fylla í skarið sem Anton Rúnarsson skilur eftir sig í vörn og sókn. Það er meiri pressa á að sjá hann í búning í slíkum stórleik þegar það vantar sterka menn í Valsliðið en Valsmenn ættu að vera orðnir vanir því að spila án lykilmanna sem þeir hafa gert í allan vetur. Róbert Aron hefur ekki spilað með Valsliðinu í rúman mánuð og en lét síðast til sín taka í sigri á móti Þórsurum 25. janúar þar sem hann skoraði sjö mörk. Róbert lék líka næsta leik á móti Fram þremur dögum síðar en komst ekki á blað í þeim leik. Leikur Vals og FH verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin klukkan 19.30. Á undan verður leikur Hauka og Gróttu sýndur frá klukkan 17.50 á sömu stöð og eftir leikinn verður Seinni bylgjan frá 21.10. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild karla Valur Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Potter undir mikilli pressu Enski boltinn Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Fótbolti Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti Dagskráin í dag: Formúla, fótbolti og golf Sport „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Fleiri fréttir „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Sjá meira