Tveir taka út bann hjá Val í kvöld en kemur einn öflugur kemur til baka? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. mars 2021 15:30 Róbert Aron Hostert er lykilmaður í Valsiðinu og hefur verið sárt saknað undanfarinn mánuð. Vísir/Bára Ein af stóru spurningum kvöldsins er hvort að handboltaáhugamenn muni sjá Róbert Aron Hostert aftur í búning hjá Valsliðinu í stórleiknum á móti FH. Valur tekur á móti FH í stórleik kvöldsins í Olís deild karla í handbolta en lokaleikur tólftu umferðarinnar verður í beinni frá Hlíðarenda. Valsmenn hafa verið án lykilmanna í allan betur og í kvöld eru það ekki bara meiðsli heldur líka leikbönn sem herja á Hlíðarendaliðið. Anton Rúnarsson, þrettán marka maður frá því í síðasta leik, og Stiven Tobar Valencia, sex marka maður frá því í síðast leik, taka út leikbann í kvöld vegna framkomu sinnar í leik KA og Vals á dögunum. Valsmenn eru því að missa út nítján mörk frá því í 30-21 sigrinum á Aftureldingu í síðustu umferð. Valsmenn fengu inn markvörðinn Hreiðar Levy Guðmundsson, markvörð og örvhentu skyttuna Agnar Smára Jónsson inn í síðasta leik. Hreiðar Levy spilaði ekki en Agnar Smári lék aðeins í lokin. Það er hins vegar enn verið að bíða eftir að Róbert Aron Hostert komi til baka en samkvæmt heimildum íþróttadeildar þá var hann leikfær fyrir leikinn á móti Aftureldingu en Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, notaði hann ekki í þeim. Það gæti verið meiri þörf fyrir hann í leiknum í kvöld. Nú er því spurningin hvort að Róbert Aron komi inn í Valsliðið í kvöld og hjálpi til að fylla í skarið sem Anton Rúnarsson skilur eftir sig í vörn og sókn. Það er meiri pressa á að sjá hann í búning í slíkum stórleik þegar það vantar sterka menn í Valsliðið en Valsmenn ættu að vera orðnir vanir því að spila án lykilmanna sem þeir hafa gert í allan vetur. Róbert Aron hefur ekki spilað með Valsliðinu í rúman mánuð og en lét síðast til sín taka í sigri á móti Þórsurum 25. janúar þar sem hann skoraði sjö mörk. Róbert lék líka næsta leik á móti Fram þremur dögum síðar en komst ekki á blað í þeim leik. Leikur Vals og FH verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin klukkan 19.30. Á undan verður leikur Hauka og Gróttu sýndur frá klukkan 17.50 á sömu stöð og eftir leikinn verður Seinni bylgjan frá 21.10. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild karla Valur Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Körfubolti Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Grótta - ÍR | Fallslagur á Nesinu Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Báðu Dag að sýna tilfinningar: „Ég er glaður“ Sigurmark frá miðju og Dagur mætir Frökkum Sturluð endurkoma og Dagur í undanúrslit Strákarnir hans Arons kvöddu með sigri Sjá meira
Valur tekur á móti FH í stórleik kvöldsins í Olís deild karla í handbolta en lokaleikur tólftu umferðarinnar verður í beinni frá Hlíðarenda. Valsmenn hafa verið án lykilmanna í allan betur og í kvöld eru það ekki bara meiðsli heldur líka leikbönn sem herja á Hlíðarendaliðið. Anton Rúnarsson, þrettán marka maður frá því í síðasta leik, og Stiven Tobar Valencia, sex marka maður frá því í síðast leik, taka út leikbann í kvöld vegna framkomu sinnar í leik KA og Vals á dögunum. Valsmenn eru því að missa út nítján mörk frá því í 30-21 sigrinum á Aftureldingu í síðustu umferð. Valsmenn fengu inn markvörðinn Hreiðar Levy Guðmundsson, markvörð og örvhentu skyttuna Agnar Smára Jónsson inn í síðasta leik. Hreiðar Levy spilaði ekki en Agnar Smári lék aðeins í lokin. Það er hins vegar enn verið að bíða eftir að Róbert Aron Hostert komi til baka en samkvæmt heimildum íþróttadeildar þá var hann leikfær fyrir leikinn á móti Aftureldingu en Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, notaði hann ekki í þeim. Það gæti verið meiri þörf fyrir hann í leiknum í kvöld. Nú er því spurningin hvort að Róbert Aron komi inn í Valsliðið í kvöld og hjálpi til að fylla í skarið sem Anton Rúnarsson skilur eftir sig í vörn og sókn. Það er meiri pressa á að sjá hann í búning í slíkum stórleik þegar það vantar sterka menn í Valsliðið en Valsmenn ættu að vera orðnir vanir því að spila án lykilmanna sem þeir hafa gert í allan vetur. Róbert Aron hefur ekki spilað með Valsliðinu í rúman mánuð og en lét síðast til sín taka í sigri á móti Þórsurum 25. janúar þar sem hann skoraði sjö mörk. Róbert lék líka næsta leik á móti Fram þremur dögum síðar en komst ekki á blað í þeim leik. Leikur Vals og FH verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin klukkan 19.30. Á undan verður leikur Hauka og Gróttu sýndur frá klukkan 17.50 á sömu stöð og eftir leikinn verður Seinni bylgjan frá 21.10. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild karla Valur Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Körfubolti Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Grótta - ÍR | Fallslagur á Nesinu Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Báðu Dag að sýna tilfinningar: „Ég er glaður“ Sigurmark frá miðju og Dagur mætir Frökkum Sturluð endurkoma og Dagur í undanúrslit Strákarnir hans Arons kvöddu með sigri Sjá meira