Quintana fékk hjartastopp á æfingu með Porto á mánudaginn. Hann var í kjölfarið fluttur á Sao Joao sjúkrahúsið þar sem hann lést í dag.
Quintana fæddist á Kúbu en fluttist seinna til Portúgals og fékk portúgalskan ríkisborgararétt.
Hann lék um sjötíu landsleiki fyrir Portúgal og var í portúgalska liðinu sem endaði í 6. sæti á EM 2020 og 10. sæti á HM 2021.
Quintana gekk í raðir Porto 2010 og varð sex sinnum portúgalskur meistari með liðinu og einu sinni bikarmeistari.
Porto mun þar af leiðandi minnast Quintana með að hætta nota treyju númer eitt.
A camisola número 1 não voltará a ser utilizada na nossa equipa de Andebol, por proposta do Presidente Jorge Nuno Pinto da Costa à direção do FC Porto🔵⚪
— FC Porto (@FCPorto) February 26, 2021
💪 𝐄𝐭𝐞𝐫𝐧𝐨 𝟏 𝐐𝐮𝐢𝐧𝐭𝐚𝐧𝐚 💪#FCPorto #FCPortoSports pic.twitter.com/u5gxl3GdDj