Dómar yfir Jaroslövu og fimm samverkamönnum mildaðir Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. febrúar 2021 14:14 Jaroslava, sem alltaf er kölluð Jara, er af rússneskum uppruna en bjó í Eistlandi þaðan sem hún kom til Íslands í fyrsta skipti í júlí 1998. Jaroslava Davíðsson var í Landsrétti í dag dæmd í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnabrot með aðild að framleiðslu amfetamíns í sumarbústað í Borgarnesi. Dómur hennar og fimm karlmanna í málinu voru mildaðir frá því sem var í héraðsdómi. Landsréttur kvað upp dóm sinn klukkan 14 í dag. Jakub Pawel Rzasa hlaut þyngsta dóminn í málinu eða þriggja og hálfs árs fangelsi. Hann hafði hlotið fjögurra ára dóm í héraði. Dómar yfir Bartlomiej Szelengiewicz, Dawid Stanislaw Dolecki og Krzystof Sieracki voru styttir úr fjórum árum í þrjú ár. Þremenningarnir hafa verið í gæsluvarðhaldi í rúmt ár og dregst varðhaldið frá refsingunni. Grzegorz Marcin Krzton hlaut þriggja ára dóm eins og Jaroslava í héraði. Dómar yfir þeim voru styttir í tveggja og hálfs árs fangelsi. Landsréttur féllst ekki á að háttsemi sexmenninganna teldist vera liður í skipulagðri brotastarfsemi í skipulögðum brotasamtökum. Amfetamínsframleiðsla frá grunni Sexmenningarnir voru ákærðir fyrir framleiðslu amfetamíns frá grunni í sumarhúsi í Borgarfirði og fyrir að hafa valdið mengunarhættu. Þrír mannanna, Bartlomiej, Dawid og Krzystof, voru sýknaður af ákæru um brot á lögum um umhverfisvernd með því að hafa sturtað afgangsefnum úr framleiðslunni í náttúruna í kringum um sumarhúsið. Þau voru handtekin á tveimur bílum við göngin snemma dags 29. febrúar á leið þeirra frá sumarbústaði í Borgarfirði þar sem þau höfðu unnið við framleiðslu amfetamíns. Í niðurstöðu héraðsdóms í fyrra kom fram að ákærðu tjáðu sig takmarkað um atvik málsins og lýstu þau Grzegorz og Jaroslava því yfir að þau hefðu hvorki tekið þátt í framleiðslunni né vitað af henni. Fram kemur í dómi Landsréttar að brot sexmenninganna hafi verið þaulskipulagt og framið í samverknaði. Gerð voru upptæk ýmis tæki, búnaður og efni sem lögregla lagði hald á, sem og bíll og reiðufé í eigu Jakubs. Umhverfisspjöll Grzegorz var ásamt þeim Jakub og Krzysof sakfelldir fyrir brot gegn lögum um umhverfisvernd þar sem þeir voru grunaðir um að hafa sturtað skaðlegum efnum úr framleiðslunni í náttúruna í kringum bústaðinn og valdið hættu á umhverfistjóni. Það kom lögreglu vel á sporið í málinu þegar kom í ljós að Grzegorz og Jakub höfðu leitað að acetone í verslun Bauhaus. Það þótti styðja grunsemdir lögreglu um fyrirhugaða amfetamínframleiðslu þeirra. Lögreglu hafði áður borist upplýsingar um að annar þeirra væri að undirbúa framleiðslu sterkra fíkniefna og hafði verið gripið til þeirra ráða að hlusta síma annars þeirra. Losuðu sig við ruslapoka við Goldfinger Þá var talið sannað að þeir Bartlomiej, Dawid og Krzysztof hafi komið til landsins til þess eins að framleiða fíkniefni. Jakub hafði keypt flugmiða fyrir þá í þeim tilgangi en þeir Bartlomiej og Dawid komu til landsins þann 27. febrúar, tveimur dögum fyrir handtökuna. Krzystof hafði komið þremur dögum fyrr. Eftir að mennirnir höfðu komið til landsins keyptu þeir ýmsa muni fyrir framleiðsluna, til að mynda whire sprit og plastfilmu. Fóru þeir í kjölfarið í sumarhúsið ásamt Jaroslövu, sóttu þar tvo svarta ruslapoka sem voru settir í bifreiðina og óku aftur til Reykjavíkur. Jakub losaði sig við ruslapokana í ruslagám við Goldfinger í Kópavogi. Við handtökuna í og við Hvalfjarðargöngin fundust tæplega tvö kíló af amfetamíni á styrkleikabilinu 34 til 66 prósent. Þá var einnig lagt hald á rúmlega kíló af amfetamíni á styrkleikabilinu 1,7 til 3,2 prósent. Bíll Jaroslövu var jafnframt gerður upptækur, BMW bifreið með einkanúmerinu JARA ásamt úðavopni og tveimur rafbyssum. Voru sakborningarnir sex dæmdir í héraði til að greiða sameiginlega tæplega 3,6 milljónir í sakarkostnað. Jaroslava er þjóðþekkt kona, hún er af rússnesku bergi brotin, kom hingað frá Eistlandi hvar hún bjó 1998 til að dansa en giftist Geira á Goldfingar, Ásgeiri Davíðssyni, sem var 22 árum eldri en hún. Jaroslava, sem ávallt er kölluð Jara, tók fullan þátt í rekstri nektarstaðarins umdeilda sem lengstum var rekinn í Kópavogi. Dómsmál Tengdar fréttir Aceton-leit í Bauhaus styrkti grun um fíkniefnaframleiðslu Lögreglu hafði áður borist upplýsingar um að eitt þeirra væri að undirbúa framleiðslu sterkra fíkniefna og hafði verið gripið til þeirra ráða að hlusta síma annars þeirra. 8. júlí 2020 15:47 Þungir dómar í Hvalfjarðargangamálinu Jaroslava Davidsson, ekkja Ásgeirs Davíðssonar - Geira á Goldfinger, hefur verið dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir aðild sína að Hvalfjarðargangamálinu svokallaða. Fimm aðrir sakborningar í málinu fá þriggja til fjögurra ára fangelsisdóma. 8. júlí 2020 10:12 Ákærð fyrir fíkniefnaframleiðslu og umhverfisspjöll í Hvalfjarðargangamálinu Sex hafa verið ákærð fyrir framleiðslu amfetamíns og fyrir að hafa valdið mengunarhættu í Hvalfjarðargangamálinu svokallaða sem komst í fréttir með handtöku fólksins í og við Hvalfjarðargöng í lok febrúar. 6. júní 2020 13:28 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sjá meira
Jakub Pawel Rzasa hlaut þyngsta dóminn í málinu eða þriggja og hálfs árs fangelsi. Hann hafði hlotið fjögurra ára dóm í héraði. Dómar yfir Bartlomiej Szelengiewicz, Dawid Stanislaw Dolecki og Krzystof Sieracki voru styttir úr fjórum árum í þrjú ár. Þremenningarnir hafa verið í gæsluvarðhaldi í rúmt ár og dregst varðhaldið frá refsingunni. Grzegorz Marcin Krzton hlaut þriggja ára dóm eins og Jaroslava í héraði. Dómar yfir þeim voru styttir í tveggja og hálfs árs fangelsi. Landsréttur féllst ekki á að háttsemi sexmenninganna teldist vera liður í skipulagðri brotastarfsemi í skipulögðum brotasamtökum. Amfetamínsframleiðsla frá grunni Sexmenningarnir voru ákærðir fyrir framleiðslu amfetamíns frá grunni í sumarhúsi í Borgarfirði og fyrir að hafa valdið mengunarhættu. Þrír mannanna, Bartlomiej, Dawid og Krzystof, voru sýknaður af ákæru um brot á lögum um umhverfisvernd með því að hafa sturtað afgangsefnum úr framleiðslunni í náttúruna í kringum um sumarhúsið. Þau voru handtekin á tveimur bílum við göngin snemma dags 29. febrúar á leið þeirra frá sumarbústaði í Borgarfirði þar sem þau höfðu unnið við framleiðslu amfetamíns. Í niðurstöðu héraðsdóms í fyrra kom fram að ákærðu tjáðu sig takmarkað um atvik málsins og lýstu þau Grzegorz og Jaroslava því yfir að þau hefðu hvorki tekið þátt í framleiðslunni né vitað af henni. Fram kemur í dómi Landsréttar að brot sexmenninganna hafi verið þaulskipulagt og framið í samverknaði. Gerð voru upptæk ýmis tæki, búnaður og efni sem lögregla lagði hald á, sem og bíll og reiðufé í eigu Jakubs. Umhverfisspjöll Grzegorz var ásamt þeim Jakub og Krzysof sakfelldir fyrir brot gegn lögum um umhverfisvernd þar sem þeir voru grunaðir um að hafa sturtað skaðlegum efnum úr framleiðslunni í náttúruna í kringum bústaðinn og valdið hættu á umhverfistjóni. Það kom lögreglu vel á sporið í málinu þegar kom í ljós að Grzegorz og Jakub höfðu leitað að acetone í verslun Bauhaus. Það þótti styðja grunsemdir lögreglu um fyrirhugaða amfetamínframleiðslu þeirra. Lögreglu hafði áður borist upplýsingar um að annar þeirra væri að undirbúa framleiðslu sterkra fíkniefna og hafði verið gripið til þeirra ráða að hlusta síma annars þeirra. Losuðu sig við ruslapoka við Goldfinger Þá var talið sannað að þeir Bartlomiej, Dawid og Krzysztof hafi komið til landsins til þess eins að framleiða fíkniefni. Jakub hafði keypt flugmiða fyrir þá í þeim tilgangi en þeir Bartlomiej og Dawid komu til landsins þann 27. febrúar, tveimur dögum fyrir handtökuna. Krzystof hafði komið þremur dögum fyrr. Eftir að mennirnir höfðu komið til landsins keyptu þeir ýmsa muni fyrir framleiðsluna, til að mynda whire sprit og plastfilmu. Fóru þeir í kjölfarið í sumarhúsið ásamt Jaroslövu, sóttu þar tvo svarta ruslapoka sem voru settir í bifreiðina og óku aftur til Reykjavíkur. Jakub losaði sig við ruslapokana í ruslagám við Goldfinger í Kópavogi. Við handtökuna í og við Hvalfjarðargöngin fundust tæplega tvö kíló af amfetamíni á styrkleikabilinu 34 til 66 prósent. Þá var einnig lagt hald á rúmlega kíló af amfetamíni á styrkleikabilinu 1,7 til 3,2 prósent. Bíll Jaroslövu var jafnframt gerður upptækur, BMW bifreið með einkanúmerinu JARA ásamt úðavopni og tveimur rafbyssum. Voru sakborningarnir sex dæmdir í héraði til að greiða sameiginlega tæplega 3,6 milljónir í sakarkostnað. Jaroslava er þjóðþekkt kona, hún er af rússnesku bergi brotin, kom hingað frá Eistlandi hvar hún bjó 1998 til að dansa en giftist Geira á Goldfingar, Ásgeiri Davíðssyni, sem var 22 árum eldri en hún. Jaroslava, sem ávallt er kölluð Jara, tók fullan þátt í rekstri nektarstaðarins umdeilda sem lengstum var rekinn í Kópavogi.
Dómsmál Tengdar fréttir Aceton-leit í Bauhaus styrkti grun um fíkniefnaframleiðslu Lögreglu hafði áður borist upplýsingar um að eitt þeirra væri að undirbúa framleiðslu sterkra fíkniefna og hafði verið gripið til þeirra ráða að hlusta síma annars þeirra. 8. júlí 2020 15:47 Þungir dómar í Hvalfjarðargangamálinu Jaroslava Davidsson, ekkja Ásgeirs Davíðssonar - Geira á Goldfinger, hefur verið dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir aðild sína að Hvalfjarðargangamálinu svokallaða. Fimm aðrir sakborningar í málinu fá þriggja til fjögurra ára fangelsisdóma. 8. júlí 2020 10:12 Ákærð fyrir fíkniefnaframleiðslu og umhverfisspjöll í Hvalfjarðargangamálinu Sex hafa verið ákærð fyrir framleiðslu amfetamíns og fyrir að hafa valdið mengunarhættu í Hvalfjarðargangamálinu svokallaða sem komst í fréttir með handtöku fólksins í og við Hvalfjarðargöng í lok febrúar. 6. júní 2020 13:28 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sjá meira
Aceton-leit í Bauhaus styrkti grun um fíkniefnaframleiðslu Lögreglu hafði áður borist upplýsingar um að eitt þeirra væri að undirbúa framleiðslu sterkra fíkniefna og hafði verið gripið til þeirra ráða að hlusta síma annars þeirra. 8. júlí 2020 15:47
Þungir dómar í Hvalfjarðargangamálinu Jaroslava Davidsson, ekkja Ásgeirs Davíðssonar - Geira á Goldfinger, hefur verið dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir aðild sína að Hvalfjarðargangamálinu svokallaða. Fimm aðrir sakborningar í málinu fá þriggja til fjögurra ára fangelsisdóma. 8. júlí 2020 10:12
Ákærð fyrir fíkniefnaframleiðslu og umhverfisspjöll í Hvalfjarðargangamálinu Sex hafa verið ákærð fyrir framleiðslu amfetamíns og fyrir að hafa valdið mengunarhættu í Hvalfjarðargangamálinu svokallaða sem komst í fréttir með handtöku fólksins í og við Hvalfjarðargöng í lok febrúar. 6. júní 2020 13:28