Aðgerðaleysi Vesturlanda í loftslagsmálum gerir okkur dauðasek Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir og Finnur Ricart Andrason skrifa 25. febrúar 2021 11:31 Ísland finnur nú þegar fyrir afleiðingum loftslagsbreytinga. Súrnun sjávar, veðurfarsbreytingar, niðurbrot vistkerfa og hopun jökla hafa nú þegar áhrif, og munu þau aðeins aukast í framtíðinni. Þessar afleiðingar eru hins vegar ekki jafn lífshættulegar og þær alvarlegu afleiðingar sem íbúar Túvalú, Bangledesh, Rúanda og annarra fátækra landa upplifa í dag. Sem dæmi um alvarlegar afleiðingar má nefna vatnsskort, mannskæðar hitabylgjur og heimilisleysi vegna hækkandi yfirborðs sjávar. Þessi lönd, þrátt fyrir að finna hvað mest fyrir afleiðingum loftslagsbreytinga, bera minnsta ábyrgð á þeim. Við á Íslandi aftur á móti, erum með eitt stærstakolefnisfótsporíheimi, en munum finna mun seinna fyrir lífshættulegum afleiðingum loftslagsbreytinga. Þetta mynstur á við um flest Vesturlönd, sem eru stærstu orsakavaldar loftslagsbreytinga miðað við höfðatölu, en finna minna fyrir þeim enn sem komið er. Margir hérlendis eru fljótir að benda fingrum á Indland og Kína til að kenna þeim um losun heimsins, en gleyma alveg að taka inn í myndina losun á höfðatölu, sem og sögulega losun. Eins þarf að hafa í huga að stór hluti framleiðslu, og þar af leiðandi losun landa svo sem Indlands og Kína, er knúin af vestrænni ofneyslu. Mest af því kolefni sem er í andrúmsloftinu í dag kemur frá vestræna heiminum eftir rúma öld af vestrænni iðnbyltingu, heimsvaldastefnu og hömlulausri mengun. Meðfylgjandi mynd frá Our World in Data sýnir gögn um sögulega losun. Líkt og fram hefur komið, ber hinn vestræni heimur ábyrgð á losun á mestum hluta þess kolefnis sem er í andrúmsloftinu í dag, sem er í kringum 417 ppm (e. parts per million). Þessi tala þarf að verða 350 ppm til að við eigum möguleika á því að halda hlýnun jarðar innan við eina og hálfa gráðu frá iðnbyltingu og koma í veg fyrir verstu afleiðingar loftslagsbreytinga. Það er því á ábyrgð þróaðra ríkja að draga snarlega úr sinni losun, binda það kolefni sem við höfum losað og aðstoða við fjárfestingar í endurnýjanlegri orku fyrir þróunarríki sem njóta ekki sömu lífsgæða og við. Þegar rætt er um loftslagsbreytingar er mikilvægt að skoða einnig siðferðislegan vinkil þeirra. Ef umræðan einblínir á praktíkina og efnahagslegar afleiðingar loftslagsbreytinga og aðgerða er ekki verið að viðurkenna það mikla siðferðislega óréttlæti sem felst í því að ræna framtíðarkynslóðir af hreinni náttúru, lífi og hamingju. Mörg okkar sem mótmælum á hverjum föstudegi aðgerðarleysi Íslands í loftslagsmálum verða ekki orðin þrítug árið 2030, þegar losun heimsins mun þurfa að hafa helmingast ef við ætlum að halda hlýnun jarðar undir 1,5C samkvæmt fimmtu skýrslu IPCC. Því nuddar það salti í sárið þegar við erum kölluð „leiðtogar framtíðarinnar“, því aðgerðaleysið í dag sviptir okkur möguleikanum á bjartri framtíð. Ísland ber siðferðislega skyldu til að lýsa yfir neyðarástandi og grípa til róttækari aðgerða, ekki bara Íslendinga vegna, heldur líka vegna allra íbúa heimsins. Við þurfum að ná kolefnishlutleysi sem fyrst og fjárfesta í umhverfisvænum lausnum við loftslagskrísunni til þess að þróunarlönd eigi efni á þeim. Samvinna þarf að eiga sér stað á grundvelli þar sem allir aðilar eru jafnir, þar sem allir bera jafn mikla virðingu hvor fyrir öðrum. Öðruvísi leysum við þetta ekki. Höfundar eru meðlimir Ungra umhverfissinna. Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir er BSc nemi í Umhverfisvísindum og heimspeki við Harvard University og Finnur Ricart Andrason er BSc nemi í Global Sustainability Science við Universiteit Utrecht. Greinin er hluti af Aðgerðir strax!, herferð Loftslagsverkfallsins til að vekja athygli á þörfinni á róttækari loftslagsaðgerðum af hálfu íslenskra stjórnvalda. Við krefjumst þess að 1. Lýst verði yfir neyðarástandi í loftslagsmálum 2. Loftslagsmarkmið verði lögfest 3. Dregið verði úr heildarlosun ásamt landnotkun um a.m.k. 50% fyrir árið 2030 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Finnur Ricart Andrason Mest lesið Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Sjá meira
Ísland finnur nú þegar fyrir afleiðingum loftslagsbreytinga. Súrnun sjávar, veðurfarsbreytingar, niðurbrot vistkerfa og hopun jökla hafa nú þegar áhrif, og munu þau aðeins aukast í framtíðinni. Þessar afleiðingar eru hins vegar ekki jafn lífshættulegar og þær alvarlegu afleiðingar sem íbúar Túvalú, Bangledesh, Rúanda og annarra fátækra landa upplifa í dag. Sem dæmi um alvarlegar afleiðingar má nefna vatnsskort, mannskæðar hitabylgjur og heimilisleysi vegna hækkandi yfirborðs sjávar. Þessi lönd, þrátt fyrir að finna hvað mest fyrir afleiðingum loftslagsbreytinga, bera minnsta ábyrgð á þeim. Við á Íslandi aftur á móti, erum með eitt stærstakolefnisfótsporíheimi, en munum finna mun seinna fyrir lífshættulegum afleiðingum loftslagsbreytinga. Þetta mynstur á við um flest Vesturlönd, sem eru stærstu orsakavaldar loftslagsbreytinga miðað við höfðatölu, en finna minna fyrir þeim enn sem komið er. Margir hérlendis eru fljótir að benda fingrum á Indland og Kína til að kenna þeim um losun heimsins, en gleyma alveg að taka inn í myndina losun á höfðatölu, sem og sögulega losun. Eins þarf að hafa í huga að stór hluti framleiðslu, og þar af leiðandi losun landa svo sem Indlands og Kína, er knúin af vestrænni ofneyslu. Mest af því kolefni sem er í andrúmsloftinu í dag kemur frá vestræna heiminum eftir rúma öld af vestrænni iðnbyltingu, heimsvaldastefnu og hömlulausri mengun. Meðfylgjandi mynd frá Our World in Data sýnir gögn um sögulega losun. Líkt og fram hefur komið, ber hinn vestræni heimur ábyrgð á losun á mestum hluta þess kolefnis sem er í andrúmsloftinu í dag, sem er í kringum 417 ppm (e. parts per million). Þessi tala þarf að verða 350 ppm til að við eigum möguleika á því að halda hlýnun jarðar innan við eina og hálfa gráðu frá iðnbyltingu og koma í veg fyrir verstu afleiðingar loftslagsbreytinga. Það er því á ábyrgð þróaðra ríkja að draga snarlega úr sinni losun, binda það kolefni sem við höfum losað og aðstoða við fjárfestingar í endurnýjanlegri orku fyrir þróunarríki sem njóta ekki sömu lífsgæða og við. Þegar rætt er um loftslagsbreytingar er mikilvægt að skoða einnig siðferðislegan vinkil þeirra. Ef umræðan einblínir á praktíkina og efnahagslegar afleiðingar loftslagsbreytinga og aðgerða er ekki verið að viðurkenna það mikla siðferðislega óréttlæti sem felst í því að ræna framtíðarkynslóðir af hreinni náttúru, lífi og hamingju. Mörg okkar sem mótmælum á hverjum föstudegi aðgerðarleysi Íslands í loftslagsmálum verða ekki orðin þrítug árið 2030, þegar losun heimsins mun þurfa að hafa helmingast ef við ætlum að halda hlýnun jarðar undir 1,5C samkvæmt fimmtu skýrslu IPCC. Því nuddar það salti í sárið þegar við erum kölluð „leiðtogar framtíðarinnar“, því aðgerðaleysið í dag sviptir okkur möguleikanum á bjartri framtíð. Ísland ber siðferðislega skyldu til að lýsa yfir neyðarástandi og grípa til róttækari aðgerða, ekki bara Íslendinga vegna, heldur líka vegna allra íbúa heimsins. Við þurfum að ná kolefnishlutleysi sem fyrst og fjárfesta í umhverfisvænum lausnum við loftslagskrísunni til þess að þróunarlönd eigi efni á þeim. Samvinna þarf að eiga sér stað á grundvelli þar sem allir aðilar eru jafnir, þar sem allir bera jafn mikla virðingu hvor fyrir öðrum. Öðruvísi leysum við þetta ekki. Höfundar eru meðlimir Ungra umhverfissinna. Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir er BSc nemi í Umhverfisvísindum og heimspeki við Harvard University og Finnur Ricart Andrason er BSc nemi í Global Sustainability Science við Universiteit Utrecht. Greinin er hluti af Aðgerðir strax!, herferð Loftslagsverkfallsins til að vekja athygli á þörfinni á róttækari loftslagsaðgerðum af hálfu íslenskra stjórnvalda. Við krefjumst þess að 1. Lýst verði yfir neyðarástandi í loftslagsmálum 2. Loftslagsmarkmið verði lögfest 3. Dregið verði úr heildarlosun ásamt landnotkun um a.m.k. 50% fyrir árið 2030
Greinin er hluti af Aðgerðir strax!, herferð Loftslagsverkfallsins til að vekja athygli á þörfinni á róttækari loftslagsaðgerðum af hálfu íslenskra stjórnvalda. Við krefjumst þess að 1. Lýst verði yfir neyðarástandi í loftslagsmálum 2. Loftslagsmarkmið verði lögfest 3. Dregið verði úr heildarlosun ásamt landnotkun um a.m.k. 50% fyrir árið 2030
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun