Aðgerðaleysi Vesturlanda í loftslagsmálum gerir okkur dauðasek Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir og Finnur Ricart Andrason skrifa 25. febrúar 2021 11:31 Ísland finnur nú þegar fyrir afleiðingum loftslagsbreytinga. Súrnun sjávar, veðurfarsbreytingar, niðurbrot vistkerfa og hopun jökla hafa nú þegar áhrif, og munu þau aðeins aukast í framtíðinni. Þessar afleiðingar eru hins vegar ekki jafn lífshættulegar og þær alvarlegu afleiðingar sem íbúar Túvalú, Bangledesh, Rúanda og annarra fátækra landa upplifa í dag. Sem dæmi um alvarlegar afleiðingar má nefna vatnsskort, mannskæðar hitabylgjur og heimilisleysi vegna hækkandi yfirborðs sjávar. Þessi lönd, þrátt fyrir að finna hvað mest fyrir afleiðingum loftslagsbreytinga, bera minnsta ábyrgð á þeim. Við á Íslandi aftur á móti, erum með eitt stærstakolefnisfótsporíheimi, en munum finna mun seinna fyrir lífshættulegum afleiðingum loftslagsbreytinga. Þetta mynstur á við um flest Vesturlönd, sem eru stærstu orsakavaldar loftslagsbreytinga miðað við höfðatölu, en finna minna fyrir þeim enn sem komið er. Margir hérlendis eru fljótir að benda fingrum á Indland og Kína til að kenna þeim um losun heimsins, en gleyma alveg að taka inn í myndina losun á höfðatölu, sem og sögulega losun. Eins þarf að hafa í huga að stór hluti framleiðslu, og þar af leiðandi losun landa svo sem Indlands og Kína, er knúin af vestrænni ofneyslu. Mest af því kolefni sem er í andrúmsloftinu í dag kemur frá vestræna heiminum eftir rúma öld af vestrænni iðnbyltingu, heimsvaldastefnu og hömlulausri mengun. Meðfylgjandi mynd frá Our World in Data sýnir gögn um sögulega losun. Líkt og fram hefur komið, ber hinn vestræni heimur ábyrgð á losun á mestum hluta þess kolefnis sem er í andrúmsloftinu í dag, sem er í kringum 417 ppm (e. parts per million). Þessi tala þarf að verða 350 ppm til að við eigum möguleika á því að halda hlýnun jarðar innan við eina og hálfa gráðu frá iðnbyltingu og koma í veg fyrir verstu afleiðingar loftslagsbreytinga. Það er því á ábyrgð þróaðra ríkja að draga snarlega úr sinni losun, binda það kolefni sem við höfum losað og aðstoða við fjárfestingar í endurnýjanlegri orku fyrir þróunarríki sem njóta ekki sömu lífsgæða og við. Þegar rætt er um loftslagsbreytingar er mikilvægt að skoða einnig siðferðislegan vinkil þeirra. Ef umræðan einblínir á praktíkina og efnahagslegar afleiðingar loftslagsbreytinga og aðgerða er ekki verið að viðurkenna það mikla siðferðislega óréttlæti sem felst í því að ræna framtíðarkynslóðir af hreinni náttúru, lífi og hamingju. Mörg okkar sem mótmælum á hverjum föstudegi aðgerðarleysi Íslands í loftslagsmálum verða ekki orðin þrítug árið 2030, þegar losun heimsins mun þurfa að hafa helmingast ef við ætlum að halda hlýnun jarðar undir 1,5C samkvæmt fimmtu skýrslu IPCC. Því nuddar það salti í sárið þegar við erum kölluð „leiðtogar framtíðarinnar“, því aðgerðaleysið í dag sviptir okkur möguleikanum á bjartri framtíð. Ísland ber siðferðislega skyldu til að lýsa yfir neyðarástandi og grípa til róttækari aðgerða, ekki bara Íslendinga vegna, heldur líka vegna allra íbúa heimsins. Við þurfum að ná kolefnishlutleysi sem fyrst og fjárfesta í umhverfisvænum lausnum við loftslagskrísunni til þess að þróunarlönd eigi efni á þeim. Samvinna þarf að eiga sér stað á grundvelli þar sem allir aðilar eru jafnir, þar sem allir bera jafn mikla virðingu hvor fyrir öðrum. Öðruvísi leysum við þetta ekki. Höfundar eru meðlimir Ungra umhverfissinna. Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir er BSc nemi í Umhverfisvísindum og heimspeki við Harvard University og Finnur Ricart Andrason er BSc nemi í Global Sustainability Science við Universiteit Utrecht. Greinin er hluti af Aðgerðir strax!, herferð Loftslagsverkfallsins til að vekja athygli á þörfinni á róttækari loftslagsaðgerðum af hálfu íslenskra stjórnvalda. Við krefjumst þess að 1. Lýst verði yfir neyðarástandi í loftslagsmálum 2. Loftslagsmarkmið verði lögfest 3. Dregið verði úr heildarlosun ásamt landnotkun um a.m.k. 50% fyrir árið 2030 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Finnur Ricart Andrason Mest lesið Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Sjá meira
Ísland finnur nú þegar fyrir afleiðingum loftslagsbreytinga. Súrnun sjávar, veðurfarsbreytingar, niðurbrot vistkerfa og hopun jökla hafa nú þegar áhrif, og munu þau aðeins aukast í framtíðinni. Þessar afleiðingar eru hins vegar ekki jafn lífshættulegar og þær alvarlegu afleiðingar sem íbúar Túvalú, Bangledesh, Rúanda og annarra fátækra landa upplifa í dag. Sem dæmi um alvarlegar afleiðingar má nefna vatnsskort, mannskæðar hitabylgjur og heimilisleysi vegna hækkandi yfirborðs sjávar. Þessi lönd, þrátt fyrir að finna hvað mest fyrir afleiðingum loftslagsbreytinga, bera minnsta ábyrgð á þeim. Við á Íslandi aftur á móti, erum með eitt stærstakolefnisfótsporíheimi, en munum finna mun seinna fyrir lífshættulegum afleiðingum loftslagsbreytinga. Þetta mynstur á við um flest Vesturlönd, sem eru stærstu orsakavaldar loftslagsbreytinga miðað við höfðatölu, en finna minna fyrir þeim enn sem komið er. Margir hérlendis eru fljótir að benda fingrum á Indland og Kína til að kenna þeim um losun heimsins, en gleyma alveg að taka inn í myndina losun á höfðatölu, sem og sögulega losun. Eins þarf að hafa í huga að stór hluti framleiðslu, og þar af leiðandi losun landa svo sem Indlands og Kína, er knúin af vestrænni ofneyslu. Mest af því kolefni sem er í andrúmsloftinu í dag kemur frá vestræna heiminum eftir rúma öld af vestrænni iðnbyltingu, heimsvaldastefnu og hömlulausri mengun. Meðfylgjandi mynd frá Our World in Data sýnir gögn um sögulega losun. Líkt og fram hefur komið, ber hinn vestræni heimur ábyrgð á losun á mestum hluta þess kolefnis sem er í andrúmsloftinu í dag, sem er í kringum 417 ppm (e. parts per million). Þessi tala þarf að verða 350 ppm til að við eigum möguleika á því að halda hlýnun jarðar innan við eina og hálfa gráðu frá iðnbyltingu og koma í veg fyrir verstu afleiðingar loftslagsbreytinga. Það er því á ábyrgð þróaðra ríkja að draga snarlega úr sinni losun, binda það kolefni sem við höfum losað og aðstoða við fjárfestingar í endurnýjanlegri orku fyrir þróunarríki sem njóta ekki sömu lífsgæða og við. Þegar rætt er um loftslagsbreytingar er mikilvægt að skoða einnig siðferðislegan vinkil þeirra. Ef umræðan einblínir á praktíkina og efnahagslegar afleiðingar loftslagsbreytinga og aðgerða er ekki verið að viðurkenna það mikla siðferðislega óréttlæti sem felst í því að ræna framtíðarkynslóðir af hreinni náttúru, lífi og hamingju. Mörg okkar sem mótmælum á hverjum föstudegi aðgerðarleysi Íslands í loftslagsmálum verða ekki orðin þrítug árið 2030, þegar losun heimsins mun þurfa að hafa helmingast ef við ætlum að halda hlýnun jarðar undir 1,5C samkvæmt fimmtu skýrslu IPCC. Því nuddar það salti í sárið þegar við erum kölluð „leiðtogar framtíðarinnar“, því aðgerðaleysið í dag sviptir okkur möguleikanum á bjartri framtíð. Ísland ber siðferðislega skyldu til að lýsa yfir neyðarástandi og grípa til róttækari aðgerða, ekki bara Íslendinga vegna, heldur líka vegna allra íbúa heimsins. Við þurfum að ná kolefnishlutleysi sem fyrst og fjárfesta í umhverfisvænum lausnum við loftslagskrísunni til þess að þróunarlönd eigi efni á þeim. Samvinna þarf að eiga sér stað á grundvelli þar sem allir aðilar eru jafnir, þar sem allir bera jafn mikla virðingu hvor fyrir öðrum. Öðruvísi leysum við þetta ekki. Höfundar eru meðlimir Ungra umhverfissinna. Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir er BSc nemi í Umhverfisvísindum og heimspeki við Harvard University og Finnur Ricart Andrason er BSc nemi í Global Sustainability Science við Universiteit Utrecht. Greinin er hluti af Aðgerðir strax!, herferð Loftslagsverkfallsins til að vekja athygli á þörfinni á róttækari loftslagsaðgerðum af hálfu íslenskra stjórnvalda. Við krefjumst þess að 1. Lýst verði yfir neyðarástandi í loftslagsmálum 2. Loftslagsmarkmið verði lögfest 3. Dregið verði úr heildarlosun ásamt landnotkun um a.m.k. 50% fyrir árið 2030
Greinin er hluti af Aðgerðir strax!, herferð Loftslagsverkfallsins til að vekja athygli á þörfinni á róttækari loftslagsaðgerðum af hálfu íslenskra stjórnvalda. Við krefjumst þess að 1. Lýst verði yfir neyðarástandi í loftslagsmálum 2. Loftslagsmarkmið verði lögfest 3. Dregið verði úr heildarlosun ásamt landnotkun um a.m.k. 50% fyrir árið 2030
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun