Stefnan sem Ísland þarfnast Jason Steinþórsson skrifar 25. febrúar 2021 08:01 Hulunni hefur verið svipt af ýmsum lífsseigum mýtum að undanförnu. Ein þessara mýta er að hér á landi sé nánast enginn spilling. Samkvæmt nýrri úttekt Transparency International (TI) er Ísland í 17. sæti í þessum efnum, en var í ellefta sæti árið 2019. Er nú svo komið að Ísland er spilltast Norðurlandanna. Það ætti ekki að koma neinum á óvart. Við urðum okkur til háborinnar og alþjóðlegrar skammar þegar nýtt dómskerfi var sett á laggirnar, bara vegna þess að dómsmálaráðherra gat ekki stillt sig um að fikta í því. Eftirmanni hennar finnst eðlilegt að hringja í lögreglustjórann á aðfangadag til að „forvitnast“ þegar samflokksmaður hunsar sóttvarnatilmæli eigin ríkisstjórnar. Ekki í fyrsta sinn sem dómsmálaráðherra þessa flokks hringir í lögreglustjóra til að „forvitnast“ um lögreglumál. Sagt hefur verið að jöfnuður á Íslandi sé mikill. Þó ekki meiri en svo að enn eru ekki greidd sömu laun fyrir sömu vinnu, eins og sýnt var fram á nýverið. Verkefni sem hefur verið unnið að lengi með átaki, skýrslum, nefndarsetum og fjármagni sem allt átti að tryggja að kynin fengju sömu laun. Forsætisráðherra talaði nýverið um að hún gæti sætt sig við að ná því fram árið 2030, sem er ótrúlegt metnaðarleysi. Við höfum slegið okkur til riddara í umhverfismálum, sem er ein mesta ógn sem við stöndum frammi fyrir, en ef nánar er að gáð þá erum við enn einnig miklir slóðar þar. Skólp rennur óhindrað út í sjó, ár og læki víða, flokkun er nánast á steinaldarstigi miðað við margar aðrar þjóðir og annað er eftir því. Nánast öll hugsun og framkvæmd í umhverfismálum er á þá leið að þau séu hliðarverkefni, sérstaklega á vettvangi ríkisstjórnarinnar. Hinn metnaðarfulli umhverfisráðherra er ekki öfundsverður af samstarfsfólki hans. Hvað er til ráða? Í mínum huga er ekki nema eitt að gera: Gjörbreyta samsetningu þingheims. Fá inn fólk sem vill breyta til batnaðar, laga það sem þarf að laga, gera samfélagið hér sjálfbært og valdefla almenning. Fá hann með sér í það verkefnið að skapa hér öflugt nýsköpunarsamfélag þar sem umhverfismál, jafnrétti, manngæska og samvinna eru höfð í fyrirrúmi. Opna og lýðræðisvæða samfélagið þar sem upplýsingar, aðgengi og þjónusta er fyrir almenning og almenningur kemur að ákvörðunum um sín málefni. Gera okkur tilbúin til að takast á við áskoranir framtíðarinnar – saman. Breytum og gerum þetta rétt Þegar horft er yfir sviðið þá kemur ekki nema eitt til greina þegar fyrrnefnd markmið eru reifuð. Það er nauðsynlegt að Píratar fái lykilstöðu í næstu ríkisstjórn. Grunnstefna Pírata, sem allt starf flokksins hvílir á, er skýr: Ákvarðanir byggðar á gögnum, mannréttindavernd og valddreifing. Píratar eru þannig eini flokkurinn sem vill takmarka eigin völd og opna allt upp á gátt – sem er nauðsynlegt viðhorf í samfélagi sem fellur árlega niður spillingarlistann. Píratar eru óhræddir við gagnrýna óþægileg mál og taka umdeildar ákvarðanir, séu þær vel rökstuddar. Við þurfum fleiri upplýstar ákvarðanir á Alþingi og færri ákvarðanir sem byggja á pólitískri refskák og hrossakaupum. Við þurfum grunnstefnu Pírata. Í næstu kosningum er því nauðsynlegt að Píratar fái víðtækan stuðning. Það gæti fært þeim lykilráðuneyti í ríkisstjórn og lagt grunninn að upplýstri, gangsærri og mannúðlegri uppbyggingu til framtíðar. Höfundur er iðnrekstrarfræðingur og býður sig fram í forvali Pírata í Reykjavík fyrir alþingiskosningarnar í haust. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Píratar Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Sjá meira
Hulunni hefur verið svipt af ýmsum lífsseigum mýtum að undanförnu. Ein þessara mýta er að hér á landi sé nánast enginn spilling. Samkvæmt nýrri úttekt Transparency International (TI) er Ísland í 17. sæti í þessum efnum, en var í ellefta sæti árið 2019. Er nú svo komið að Ísland er spilltast Norðurlandanna. Það ætti ekki að koma neinum á óvart. Við urðum okkur til háborinnar og alþjóðlegrar skammar þegar nýtt dómskerfi var sett á laggirnar, bara vegna þess að dómsmálaráðherra gat ekki stillt sig um að fikta í því. Eftirmanni hennar finnst eðlilegt að hringja í lögreglustjórann á aðfangadag til að „forvitnast“ þegar samflokksmaður hunsar sóttvarnatilmæli eigin ríkisstjórnar. Ekki í fyrsta sinn sem dómsmálaráðherra þessa flokks hringir í lögreglustjóra til að „forvitnast“ um lögreglumál. Sagt hefur verið að jöfnuður á Íslandi sé mikill. Þó ekki meiri en svo að enn eru ekki greidd sömu laun fyrir sömu vinnu, eins og sýnt var fram á nýverið. Verkefni sem hefur verið unnið að lengi með átaki, skýrslum, nefndarsetum og fjármagni sem allt átti að tryggja að kynin fengju sömu laun. Forsætisráðherra talaði nýverið um að hún gæti sætt sig við að ná því fram árið 2030, sem er ótrúlegt metnaðarleysi. Við höfum slegið okkur til riddara í umhverfismálum, sem er ein mesta ógn sem við stöndum frammi fyrir, en ef nánar er að gáð þá erum við enn einnig miklir slóðar þar. Skólp rennur óhindrað út í sjó, ár og læki víða, flokkun er nánast á steinaldarstigi miðað við margar aðrar þjóðir og annað er eftir því. Nánast öll hugsun og framkvæmd í umhverfismálum er á þá leið að þau séu hliðarverkefni, sérstaklega á vettvangi ríkisstjórnarinnar. Hinn metnaðarfulli umhverfisráðherra er ekki öfundsverður af samstarfsfólki hans. Hvað er til ráða? Í mínum huga er ekki nema eitt að gera: Gjörbreyta samsetningu þingheims. Fá inn fólk sem vill breyta til batnaðar, laga það sem þarf að laga, gera samfélagið hér sjálfbært og valdefla almenning. Fá hann með sér í það verkefnið að skapa hér öflugt nýsköpunarsamfélag þar sem umhverfismál, jafnrétti, manngæska og samvinna eru höfð í fyrirrúmi. Opna og lýðræðisvæða samfélagið þar sem upplýsingar, aðgengi og þjónusta er fyrir almenning og almenningur kemur að ákvörðunum um sín málefni. Gera okkur tilbúin til að takast á við áskoranir framtíðarinnar – saman. Breytum og gerum þetta rétt Þegar horft er yfir sviðið þá kemur ekki nema eitt til greina þegar fyrrnefnd markmið eru reifuð. Það er nauðsynlegt að Píratar fái lykilstöðu í næstu ríkisstjórn. Grunnstefna Pírata, sem allt starf flokksins hvílir á, er skýr: Ákvarðanir byggðar á gögnum, mannréttindavernd og valddreifing. Píratar eru þannig eini flokkurinn sem vill takmarka eigin völd og opna allt upp á gátt – sem er nauðsynlegt viðhorf í samfélagi sem fellur árlega niður spillingarlistann. Píratar eru óhræddir við gagnrýna óþægileg mál og taka umdeildar ákvarðanir, séu þær vel rökstuddar. Við þurfum fleiri upplýstar ákvarðanir á Alþingi og færri ákvarðanir sem byggja á pólitískri refskák og hrossakaupum. Við þurfum grunnstefnu Pírata. Í næstu kosningum er því nauðsynlegt að Píratar fái víðtækan stuðning. Það gæti fært þeim lykilráðuneyti í ríkisstjórn og lagt grunninn að upplýstri, gangsærri og mannúðlegri uppbyggingu til framtíðar. Höfundur er iðnrekstrarfræðingur og býður sig fram í forvali Pírata í Reykjavík fyrir alþingiskosningarnar í haust.
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar